HR býður nemendum sálfræðiþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2018 16:41 Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni Háskólinn í Reykjavík Frá og með deginum í dag geta nemendur Háskólans í Reykjavík sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í þessari nýju þjónustu felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans að því er segir í tilkynningu frá HR. „Háskólinn í Reykjavík veitir nemendum sínum ekki aðeins góða menntun, heldur er lögð áhersla á að nemendur okkar vaxi og dafni sem einstaklingar á meðan þeir eru hér í námi og ég er afar stoltur af því að geta kynnt aukið aðgengi nemenda okkar að sálfræðiþjónustu,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR. „Sálfræðiþjónusta er nauðsynleg viðbót við þjónustu fyrir háskólanema og stórt skref í átt að betri geðheilsu ungmenna. Það er frábært að sjá HR stíga þetta mikilvæga skref sem kemur bæði nemendum til góða og háskólanum í heild,“ segir Sonja Björg Jóhannsdóttir, formaður Stúdentafélags HR. Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent tölvupóst í netfangið salfraedithjonusta@ru.is eða leitað til náms- og starfsráðgjafar HR sem mun vísa þeim sem taldir eru þurfa eða vilja fá sálfræðiþjónustu í viðtal hjá sálfræðingi. Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni, svo sem svefn og samfélagsmiðlanotkun. Þessir fyrirlestrar eru öllum opnir. Á fyrirlestri í hádeginu í dag, mánudag, kom fram að stór hluti háskólanema á Íslandi glímir við einkenni kvíða og þunglyndis. Sú hópmeðferð sem nemendum mun standa til boða er gagnreynd, ósérhæfð hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur meðferðarinnar á Íslandi, meðal annars á heilsugæslustöðvum. Meðferðin stendur yfir í sex vikur, samtals í 12 klukkustundir auk heimaverkefna. Þeim nemendum sem eiga við annars konar vanda að stríða en þunglyndi og kvíða verður vísað á þjónustu sem hentar þeim innan heilbrigðiskerfisins.Dagskrá Geðheilbrigðisviku HR má sjá hér. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Frá og með deginum í dag geta nemendur Háskólans í Reykjavík sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í þessari nýju þjónustu felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans að því er segir í tilkynningu frá HR. „Háskólinn í Reykjavík veitir nemendum sínum ekki aðeins góða menntun, heldur er lögð áhersla á að nemendur okkar vaxi og dafni sem einstaklingar á meðan þeir eru hér í námi og ég er afar stoltur af því að geta kynnt aukið aðgengi nemenda okkar að sálfræðiþjónustu,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR. „Sálfræðiþjónusta er nauðsynleg viðbót við þjónustu fyrir háskólanema og stórt skref í átt að betri geðheilsu ungmenna. Það er frábært að sjá HR stíga þetta mikilvæga skref sem kemur bæði nemendum til góða og háskólanum í heild,“ segir Sonja Björg Jóhannsdóttir, formaður Stúdentafélags HR. Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent tölvupóst í netfangið salfraedithjonusta@ru.is eða leitað til náms- og starfsráðgjafar HR sem mun vísa þeim sem taldir eru þurfa eða vilja fá sálfræðiþjónustu í viðtal hjá sálfræðingi. Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni, svo sem svefn og samfélagsmiðlanotkun. Þessir fyrirlestrar eru öllum opnir. Á fyrirlestri í hádeginu í dag, mánudag, kom fram að stór hluti háskólanema á Íslandi glímir við einkenni kvíða og þunglyndis. Sú hópmeðferð sem nemendum mun standa til boða er gagnreynd, ósérhæfð hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur meðferðarinnar á Íslandi, meðal annars á heilsugæslustöðvum. Meðferðin stendur yfir í sex vikur, samtals í 12 klukkustundir auk heimaverkefna. Þeim nemendum sem eiga við annars konar vanda að stríða en þunglyndi og kvíða verður vísað á þjónustu sem hentar þeim innan heilbrigðiskerfisins.Dagskrá Geðheilbrigðisviku HR má sjá hér.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira