Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 20:00 Tvígreindur vandi er þegar einstaklingur á við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða, geðklofa eða geðhvarfasýki, og einnig fíknivanda. Alls komu 94 konur með tvígreindan vanda á dag- og göngudeild geðdeildar á síðasta ári og 55 lögðust inn á geðdeild. Engin sérhæf búsetuúrræði eru fyrir konur með þennan vanda, sem tekur við eftir meðferð á geðdeild, en slíkt er fyrir hendi fyrir karlmenn. „Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að þurfa að útskrifa fólk inn í ekki neitt og jafnvel á götuna. Suma erum við að útskrifa til fjölskyldu, vina eða til neyslufélaga eftir margra mánaða endurhæfingu - það er óforsvaranlegt,“ segir Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítalans. Dæmi eru um að konur dvelji fjölda mánaða inni á geðdeild eftir að meðferð lýkur. „Akkúrat núna eru tvær konur á geðdeildum sem eru í raun færar til útskriftar en við höfum ekki funið úrræði,“ segir Gunnlaug.Flakka á milli geðdeildar, fangelsis og götunnarHluti af þeim konum sem eru þó útskifaðar lendir í þeim vítahring að fara á götuna, brjóta af sér, fara í fangelsi og svo aftur á geðdeild. Til að rjúfa þennan vítahring segir Gunnlaug mikilvægt að koma konunum í skjól fyrst, í varanlegt húsnæði, og svo byggja þær upp með meðferð og endurhæfingu. Karlar með tvígreindan vanda eru fleiri en konurnar, en Gunnlaug segir konurnar í sérlega viðkvæmri stöðu. „Tilfinningin segir okkur að þær séu verr settar á götunni en karlar. Í einhverjum tilfellum vitum við að þær eru að fjármagna neysluna með vændi og það er hörmulegt,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Tvígreindur vandi er þegar einstaklingur á við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða, geðklofa eða geðhvarfasýki, og einnig fíknivanda. Alls komu 94 konur með tvígreindan vanda á dag- og göngudeild geðdeildar á síðasta ári og 55 lögðust inn á geðdeild. Engin sérhæf búsetuúrræði eru fyrir konur með þennan vanda, sem tekur við eftir meðferð á geðdeild, en slíkt er fyrir hendi fyrir karlmenn. „Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að þurfa að útskrifa fólk inn í ekki neitt og jafnvel á götuna. Suma erum við að útskrifa til fjölskyldu, vina eða til neyslufélaga eftir margra mánaða endurhæfingu - það er óforsvaranlegt,“ segir Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítalans. Dæmi eru um að konur dvelji fjölda mánaða inni á geðdeild eftir að meðferð lýkur. „Akkúrat núna eru tvær konur á geðdeildum sem eru í raun færar til útskriftar en við höfum ekki funið úrræði,“ segir Gunnlaug.Flakka á milli geðdeildar, fangelsis og götunnarHluti af þeim konum sem eru þó útskifaðar lendir í þeim vítahring að fara á götuna, brjóta af sér, fara í fangelsi og svo aftur á geðdeild. Til að rjúfa þennan vítahring segir Gunnlaug mikilvægt að koma konunum í skjól fyrst, í varanlegt húsnæði, og svo byggja þær upp með meðferð og endurhæfingu. Karlar með tvígreindan vanda eru fleiri en konurnar, en Gunnlaug segir konurnar í sérlega viðkvæmri stöðu. „Tilfinningin segir okkur að þær séu verr settar á götunni en karlar. Í einhverjum tilfellum vitum við að þær eru að fjármagna neysluna með vændi og það er hörmulegt,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira