Trúa ekki á guð en vilja samt fermast öll saman Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2018 07:00 Embla Einarsdóttir ákvað að fermast borgaralega með vinum sínum. mynd/anton brink „Það trúir bara eiginlega enginn á guð, og okkur fannst gaman að prófa þetta og gera það saman, því við erum öll vinir sem erum í þessu,“ segir Embla Einarsdóttir fermingarbarn. Embla segir stóran hluta skólasystkina sinna vilja fermast borgaralega. Hún segir krakkana hafa rætt það þó nokkuð hvers vegna þau völdu að fermast borgaralega, en ekki í kirkju. „Mig langaði ekki að sleppa því að ferma mig, en mig langaði ekki að gera það kristilega. Ég trúi ekki beinlínis á guð, ég trúi á minn eigin guð, og ég er líka svolítið fyrir pakka,“ segir Embla. Hún skoðaði hvernig borgaraleg ferming fer fram og ákvað sig að því loknu. „Mér fannst það mjög spennandi. Fræðslan þar er eitthvað sem mér fannst geta nýst mér í framtíðinni. Hitt er bara að læra um guð og Jesú. Ég var ekki beint alin upp við að trúa á guð, en ég held að föðurfjölskyldan trúi á guð.“ Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar.vísit/stefánHún segir fjölskylduna vera byrjaða að undirbúa veisluna og er nú þegar búin að hugsa um hvað fólk geti gefið henni í fermingargjöf. „Mig langar mikið að fara til útlanda, eða fá sjónvarp.“ Embla segir að sig gruni að hún fari að heimsækja frænda sinn í New York, en sig langi einnig að fara til Danmerkur. „Besta vinkona mín býr þar. Mér finnst mjög gaman að vera þar. En mig hefur alltaf langað líka að prófa að fara út fyrir Evrópu og sjá hvernig það er þar. “ Í ár eru 462 börn skráð í fermingarfræðslu hjá Siðmennt. Talsverð fjölgun er frá því í fyrra, en þá fermdust 376 börn borgaralega. Fjölgunin er því 23 prósent. Frá því að Siðmennt hóf að bjóða upp á borgaralega fermingu á Íslandi árið 1989 hafa tæplega 3.400 einstaklingar fermst þar. Talsverð fjölgun hefur verið utan höfuðborgarsvæðisins síðustu ár, sérstaklega á Norðurlandi, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Í fermingarfræðslu Siðmenntar er lögð áhersla á umburðarlyndi, gagnrýna hugsun, siðfræði, mannleg samskipti og ábyrgð einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi. „Fermingarfræðslan hófst núna á mánudaginn og stendur í ellefu vikur á höfuðborgarsvæðinu. Svo eru helgarnámskeið utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Í ár verða fjórtán athafnir um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu verða sjö athafnir í Reykjavík, Kópavogi og í Garðabæ í fyrsta skipti. Á Norðurlandi verða athafnir bæði á Akureyri og Húsavík. Í fyrsta skipti verður haldin sérstök athöfn á Ísafirði. Að auki verða athafnir á Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjanesbæ. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
„Það trúir bara eiginlega enginn á guð, og okkur fannst gaman að prófa þetta og gera það saman, því við erum öll vinir sem erum í þessu,“ segir Embla Einarsdóttir fermingarbarn. Embla segir stóran hluta skólasystkina sinna vilja fermast borgaralega. Hún segir krakkana hafa rætt það þó nokkuð hvers vegna þau völdu að fermast borgaralega, en ekki í kirkju. „Mig langaði ekki að sleppa því að ferma mig, en mig langaði ekki að gera það kristilega. Ég trúi ekki beinlínis á guð, ég trúi á minn eigin guð, og ég er líka svolítið fyrir pakka,“ segir Embla. Hún skoðaði hvernig borgaraleg ferming fer fram og ákvað sig að því loknu. „Mér fannst það mjög spennandi. Fræðslan þar er eitthvað sem mér fannst geta nýst mér í framtíðinni. Hitt er bara að læra um guð og Jesú. Ég var ekki beint alin upp við að trúa á guð, en ég held að föðurfjölskyldan trúi á guð.“ Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar.vísit/stefánHún segir fjölskylduna vera byrjaða að undirbúa veisluna og er nú þegar búin að hugsa um hvað fólk geti gefið henni í fermingargjöf. „Mig langar mikið að fara til útlanda, eða fá sjónvarp.“ Embla segir að sig gruni að hún fari að heimsækja frænda sinn í New York, en sig langi einnig að fara til Danmerkur. „Besta vinkona mín býr þar. Mér finnst mjög gaman að vera þar. En mig hefur alltaf langað líka að prófa að fara út fyrir Evrópu og sjá hvernig það er þar. “ Í ár eru 462 börn skráð í fermingarfræðslu hjá Siðmennt. Talsverð fjölgun er frá því í fyrra, en þá fermdust 376 börn borgaralega. Fjölgunin er því 23 prósent. Frá því að Siðmennt hóf að bjóða upp á borgaralega fermingu á Íslandi árið 1989 hafa tæplega 3.400 einstaklingar fermst þar. Talsverð fjölgun hefur verið utan höfuðborgarsvæðisins síðustu ár, sérstaklega á Norðurlandi, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Í fermingarfræðslu Siðmenntar er lögð áhersla á umburðarlyndi, gagnrýna hugsun, siðfræði, mannleg samskipti og ábyrgð einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi. „Fermingarfræðslan hófst núna á mánudaginn og stendur í ellefu vikur á höfuðborgarsvæðinu. Svo eru helgarnámskeið utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Í ár verða fjórtán athafnir um allt land. Á höfuðborgarsvæðinu verða sjö athafnir í Reykjavík, Kópavogi og í Garðabæ í fyrsta skipti. Á Norðurlandi verða athafnir bæði á Akureyri og Húsavík. Í fyrsta skipti verður haldin sérstök athöfn á Ísafirði. Að auki verða athafnir á Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjanesbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira