Sér nú fyrir endann á langri stjórnarkreppu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Merkel og Schulz tókust í hendur á blaðamannafundinum. Nordicphotos/AFP Kristilegir demókratar (CDU) og Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) í Þýskalandi kveðast nú bjartsýnir á að stjórnarmyndun takist en stjórnarkreppa hefur ríkt þar í landi í um þrjá mánuði. Flokkarnir greindu frá því í gær að eftir rúmlega 24 klukkustunda samfelldar viðræður hefði áætlun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður verið samþykkt. Angela Merkel, kanslari og formaður Kristilegra demókrata, og Martin Schulz, formaður Jafnaðarmannaflokksins, boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðust bjartsýn á framhaldið. Boðuðu þau „nýtt upphaf“ í þýskum stjórnmálum og gáfu til kynna að styrkt samband við Frakka á sviði Evrópusambandsins væri forgangsatriði í utanríkismálum. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. Töpuðu samtals 105 þingmönnum á meðan Frjálslyndir demókratar bættu við sig áttatíu og þjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 94 þingmönnum. Sagði Schulz eftir kosningarnar að kjósendur hefðu sent þau skilaboð að hinu svokallaða stórbandalagi (þ. Große Koalition) CDU og SPD, sem störfuðu saman á síðasta kjörtímabili, hefði verið hafnað. Útilokaði Schulz því að SPD tæki þátt í ríkisstjórn á ný. Þar sem ekkert annað tveggja flokka mynstur var mögulegt hófust viðræður um svokallað Jamaíkubandalag Frjálslyndra demókrata, Græningja og CDU. Nafnið vísar til einkennislita flokkanna sem eru þeir sömu og í jamaíska fánanum. Um var að ræða eina þriggja flokka mynstrið sem var í stöðunni í ljósi þess að SPD vildi ekki sæti í ríkisstjórn og AfD þykir ekki stjórntækur. Upp úr þeim viðræðum slitnaði hins vegar og við tók lengsta stjórnarkreppa Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Á blaðamannafundi gærdagsins sagði Merkel að erfiðir ásteytingarsteinar hefðu komið upp í hinum nýju viðræðum við SPD. Undir það tók Schulz og sagði viðræðurnar einkennast af mikilli togstreitu. „Við rifumst ansi harkalega.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Kristilegir demókratar (CDU) og Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) í Þýskalandi kveðast nú bjartsýnir á að stjórnarmyndun takist en stjórnarkreppa hefur ríkt þar í landi í um þrjá mánuði. Flokkarnir greindu frá því í gær að eftir rúmlega 24 klukkustunda samfelldar viðræður hefði áætlun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður verið samþykkt. Angela Merkel, kanslari og formaður Kristilegra demókrata, og Martin Schulz, formaður Jafnaðarmannaflokksins, boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðust bjartsýn á framhaldið. Boðuðu þau „nýtt upphaf“ í þýskum stjórnmálum og gáfu til kynna að styrkt samband við Frakka á sviði Evrópusambandsins væri forgangsatriði í utanríkismálum. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. Töpuðu samtals 105 þingmönnum á meðan Frjálslyndir demókratar bættu við sig áttatíu og þjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 94 þingmönnum. Sagði Schulz eftir kosningarnar að kjósendur hefðu sent þau skilaboð að hinu svokallaða stórbandalagi (þ. Große Koalition) CDU og SPD, sem störfuðu saman á síðasta kjörtímabili, hefði verið hafnað. Útilokaði Schulz því að SPD tæki þátt í ríkisstjórn á ný. Þar sem ekkert annað tveggja flokka mynstur var mögulegt hófust viðræður um svokallað Jamaíkubandalag Frjálslyndra demókrata, Græningja og CDU. Nafnið vísar til einkennislita flokkanna sem eru þeir sömu og í jamaíska fánanum. Um var að ræða eina þriggja flokka mynstrið sem var í stöðunni í ljósi þess að SPD vildi ekki sæti í ríkisstjórn og AfD þykir ekki stjórntækur. Upp úr þeim viðræðum slitnaði hins vegar og við tók lengsta stjórnarkreppa Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Á blaðamannafundi gærdagsins sagði Merkel að erfiðir ásteytingarsteinar hefðu komið upp í hinum nýju viðræðum við SPD. Undir það tók Schulz og sagði viðræðurnar einkennast af mikilli togstreitu. „Við rifumst ansi harkalega.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira