Innlent

Víða ófært vegna veðurs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
vísir/anton brink
Vonskuveður er víða um land í dag og hefur þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði verið lokað vegna veðurs.

Á Norðurlandi er víða stormur, ofankoma og skafrenningur og fara hviður sums staðar í 45 m/s norðanlands. Mun það lagast lítið eitt yfir miðjan daginn en versnar síðan aftur þegar lægðarmiðjan kemur til baka að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Gengur á með dimmum éljum í allan dag á Vestfjörðum og suður í Dali og Bröttubrekku og eins yfir Holtavörðuheiði. Um 17-20 m/s og lengst af lítið skyggni. Hefur veginum um Þröskulda á milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar verið lokað vegna veðurs.

Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi.

Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna.

Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp.

Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla.

Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði.

Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður í Öræfi en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.'

Snjóþekja eða krapi er á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi og víðast hvar ofankoma. Ófært er á Kjósarskarði og eins á Krýsuvíkurvegi.

Þæfingsfærð er á köflum á Vesturlandi, m.a. á Bröttubrekku en þungfært á milli Búða og Hellna.

Flestir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og mokstur í biðstöðu vegna veðurs. Þó er fært milli þéttbýlisstaða á norðanverðum fjörðunum og þaðan inn í Djúp.

Hríðarveður er á Norðurlandi, allt austur í Þingeyjarsýslur og víðast snjóþekja eða hálka. Það er mjög hvasst og hviðótt milli Sauðárkróks og Varmahlíðar en ekki síður á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. Öxnadalsheiði er lokuð.

Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og býsna hvasst. Á Austurlandi er sums staðar farið að snjóa. Hálka er m.a. á Fjarðarheiði, Fagradal og Breiðdalsheiði.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs og er hún í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra sem og á Norðurlandi eystra.

Búast má við að skyggni gei tímabundið orðið mjög lítið og færð getur spillst á fjallvegum. Eru ferðalangar beðnir um að huga vel að veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á þessum svæðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×