Lögreglan varar við ástarsvindli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2018 11:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við sérstaklega ljótu svindli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svokölluðu ástarsvindli á Facebooksíðu sinni. Ástarsvindl (e. Romance scam) er sérstaklega ljótt að sögn lögreglu því þá er markvisst unnið að því að ávinna sér traust sem síðan er brotið, ásamt vonum brotaþola. Lögreglan segist vita til þess að fólk á Íslandi hafi orðið fyrir því að missa pening til óprúttinna aðila sem stundi ástarsvindl. Lögreglan segir að þessi tegund svindls sé eldri en Internetið en tekur fram að með tilkomu samfélagsmiðla hafi aðgengi svindlaranna að fólki stóraukist.„Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, virðulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að þau séu að eiga í samskiptum við raunverulegt fólk,“ segir lögreglan til útskýringar. Lögreglan segir að þegar svindlararnir hafi náð að ávinna sér traust hjá brotaþola þá biðji þeir um greiða og geta lygarnar verið margvíslegar eins og að biðja um peninga fyrir flugi til að geta hitt viðkomandi, biðja um peninga fyrir óvæntum spítalaútgjöldum og þá er oft sagt að viðkomandi sé á ferðalagi og að öllu hafi verið stolið af honum/henni. Þá kemur fram að svindlararnir vilji gjarnan senda pakka á undan sér en allt í einu berist reikningar sem viðtakandinn eigi að greiða. Lögreglan segir að það sé algengt að brotaþolar finni fyrir skammartilfinningu þegar þeir lendi í slíku svindli. Það gæti ákveðinna fordóma í samfélaginu gagnvart brotum af þessu tagi. Lögreglan vill taka fram að brotin séu alls ekki brotaþola að kenna. Svindlararnir beiti oft háþróuðum aðferðum til að skapa traust og vekja langanir hjá brotaþolum.Nokkrar góðar venjur að mati lögreglunnarHún brýnir fyrir fólki að velja vini sína vandlega á samfélagsmiðlum. Hún segir að varast beri vinabeiðnir frá ókunnugum. Gott getur verið að skoða myndir á heimasvæðum þess sem sendir vinabeiðni og að gera leit af þeim á netinu. Lögreglan varar fólk við því að deila með ókunnugum viðkvæmum upplýsingum eins og myndum af vegabréfum og þess háttar því hægt er að nota það í svindl. Þá eigi ekki að senda peninga til ókunnugra.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu lögreglunnar í heild sinni. Lögreglumál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svokölluðu ástarsvindli á Facebooksíðu sinni. Ástarsvindl (e. Romance scam) er sérstaklega ljótt að sögn lögreglu því þá er markvisst unnið að því að ávinna sér traust sem síðan er brotið, ásamt vonum brotaþola. Lögreglan segist vita til þess að fólk á Íslandi hafi orðið fyrir því að missa pening til óprúttinna aðila sem stundi ástarsvindl. Lögreglan segir að þessi tegund svindls sé eldri en Internetið en tekur fram að með tilkomu samfélagsmiðla hafi aðgengi svindlaranna að fólki stóraukist.„Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, virðulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að þau séu að eiga í samskiptum við raunverulegt fólk,“ segir lögreglan til útskýringar. Lögreglan segir að þegar svindlararnir hafi náð að ávinna sér traust hjá brotaþola þá biðji þeir um greiða og geta lygarnar verið margvíslegar eins og að biðja um peninga fyrir flugi til að geta hitt viðkomandi, biðja um peninga fyrir óvæntum spítalaútgjöldum og þá er oft sagt að viðkomandi sé á ferðalagi og að öllu hafi verið stolið af honum/henni. Þá kemur fram að svindlararnir vilji gjarnan senda pakka á undan sér en allt í einu berist reikningar sem viðtakandinn eigi að greiða. Lögreglan segir að það sé algengt að brotaþolar finni fyrir skammartilfinningu þegar þeir lendi í slíku svindli. Það gæti ákveðinna fordóma í samfélaginu gagnvart brotum af þessu tagi. Lögreglan vill taka fram að brotin séu alls ekki brotaþola að kenna. Svindlararnir beiti oft háþróuðum aðferðum til að skapa traust og vekja langanir hjá brotaþolum.Nokkrar góðar venjur að mati lögreglunnarHún brýnir fyrir fólki að velja vini sína vandlega á samfélagsmiðlum. Hún segir að varast beri vinabeiðnir frá ókunnugum. Gott getur verið að skoða myndir á heimasvæðum þess sem sendir vinabeiðni og að gera leit af þeim á netinu. Lögreglan varar fólk við því að deila með ókunnugum viðkvæmum upplýsingum eins og myndum af vegabréfum og þess háttar því hægt er að nota það í svindl. Þá eigi ekki að senda peninga til ókunnugra.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu lögreglunnar í heild sinni.
Lögreglumál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira