Telur framgöngu dómsmálaráðherra hafa grafið undan trausti á nýtt dómstig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2018 17:03 Helgi Hrafn, þingmaður Pírata og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tókust á um Landsréttarmálið. „Það sem er alvarlegt við þetta er ekki í sjálfu sér það að einhver lög hafi verið brotin. Það sem er alvarlegt við þetta er að þetta grefur undan trausti til þessa nýja dómstigs að því er virðist varanlega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um Landsréttarmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands komst í lok desember að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi brotið lög við skipun dómara við Landsrétt, nýs dómstigs.Helgi Hrafn Gunnarsson og Sigríður Á. Andersen voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir tókust hart á um málið. Í þættinum segir Helgi Hrafn að það hafi ekki komið neitt nýtt fram í málinu frá því í byrjun sumars. „Vegna þess að skipunin sjálf er byggð á lögbroti sem var varað við og sérfræðingar sem komu fyrir Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á þeim tíma vöruðu við því að ef ráðherra myndi ekki mæta rannsóknarskyldu sinni þá myndi það grafa undan trausti dómstólsins,“ segir Helgi Hrafn. Helgi er þeirrar skoðunar að nægur tími hafi verið til stefnu að skipa dómarana. „Það þurfti ekki að skipa fyrr en fyrsta júlí og Alþingi hefði alveg getað leyft ráðherra að halda áfram vinnunni í einn mánuð og haft stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í einn mánuð í viðbót þá hefði ráðherrann alveg getað skipað þetta lögunum samkvæmt en svo var ekki þrátt fyrir viðvörunarorðin og Hæstiréttur einfaldlega staðfestir þetta.“Helgi Hrafn sagði að dómsmálaráðherrann hefði í því ljósi viðvarana sem hún fékk farið meðvitað á svig við lög. Sigríður tekur orðum Helga Hrafns óstinnt upp: „Það eru nú ansi þung orð. Mikil ásökun. Það er auðvitað ekki þannig að ég hafi meðvitað tekið ákvörðun um að brjóta lög. Það er alveg fráleitt. Einhverjir myndu nú kalla meiðyrði út af minni áskorun en þetta,“ segir Sigríður. Að mati Sigríðar, dómsmálaráðherra er rannsóknarákvæði stjórnsýslulaga matskennt. „Hvenær er mál nægilega rannsakað? Það eru hátt í hundrað mál sem hafa ratað fyrir hæstarétt um þessa rannsóknarreglu þannig að lokaorðið um þessa rannsóknarskyldu það hvílir auðvitað ekki á ráðherra eða framkvæmdavaldi hverju sinni. Lokaorðið heyrir til dómstóla, hvenær rannsóknarskyldu hefur verið sinnt nægilega og í þessu tilviki þá liggur það fyrir núna að rannsóknarskyldu hafi ekki verið nægilega framfylgt,“ segir Sigríður. Það er margt í þessu ferli sem Sigríði finnst einboðið að skoða betur eins og tveggja vikna frestinn sem gefinn er, skipan hæfnisnefndar og fyrirkomulagið í heild. Helgi Hrafn gefur ekki mikið fyrir svar Sigríðar. „Með vísan til vinnunnar sem hæfisnefndin fer í. Ráðherra þurfti ekkert að breyta þessari listun. Það var engin kvöð á ráðherra að gera það. Ráðherra sýndi mjög einbeittan vilja til þess að gera það og var varaður við í þinginu og það kemur alveg fram í skjölum á Alþingi að þessi hætta var til staðar. Það voru sérfræðingar kallaðir til og þeir vöruðu við því að það yrði grafið undan trúverðugleika og trausti Landsréttar ef þetta færi svona fram, á grundvelli sama dóms og hæstiréttur núna tekur til númer 412 frá 2010. Þannig að það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er einfaldlega þannig að ráðherra ákvað að fara þessa leið þrátt fyrir viðvörunarorðin og þá hlýtur ráðherrann að bera ábyrgð á því.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
„Það sem er alvarlegt við þetta er ekki í sjálfu sér það að einhver lög hafi verið brotin. Það sem er alvarlegt við þetta er að þetta grefur undan trausti til þessa nýja dómstigs að því er virðist varanlega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um Landsréttarmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands komst í lok desember að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi brotið lög við skipun dómara við Landsrétt, nýs dómstigs.Helgi Hrafn Gunnarsson og Sigríður Á. Andersen voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir tókust hart á um málið. Í þættinum segir Helgi Hrafn að það hafi ekki komið neitt nýtt fram í málinu frá því í byrjun sumars. „Vegna þess að skipunin sjálf er byggð á lögbroti sem var varað við og sérfræðingar sem komu fyrir Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á þeim tíma vöruðu við því að ef ráðherra myndi ekki mæta rannsóknarskyldu sinni þá myndi það grafa undan trausti dómstólsins,“ segir Helgi Hrafn. Helgi er þeirrar skoðunar að nægur tími hafi verið til stefnu að skipa dómarana. „Það þurfti ekki að skipa fyrr en fyrsta júlí og Alþingi hefði alveg getað leyft ráðherra að halda áfram vinnunni í einn mánuð og haft stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í einn mánuð í viðbót þá hefði ráðherrann alveg getað skipað þetta lögunum samkvæmt en svo var ekki þrátt fyrir viðvörunarorðin og Hæstiréttur einfaldlega staðfestir þetta.“Helgi Hrafn sagði að dómsmálaráðherrann hefði í því ljósi viðvarana sem hún fékk farið meðvitað á svig við lög. Sigríður tekur orðum Helga Hrafns óstinnt upp: „Það eru nú ansi þung orð. Mikil ásökun. Það er auðvitað ekki þannig að ég hafi meðvitað tekið ákvörðun um að brjóta lög. Það er alveg fráleitt. Einhverjir myndu nú kalla meiðyrði út af minni áskorun en þetta,“ segir Sigríður. Að mati Sigríðar, dómsmálaráðherra er rannsóknarákvæði stjórnsýslulaga matskennt. „Hvenær er mál nægilega rannsakað? Það eru hátt í hundrað mál sem hafa ratað fyrir hæstarétt um þessa rannsóknarreglu þannig að lokaorðið um þessa rannsóknarskyldu það hvílir auðvitað ekki á ráðherra eða framkvæmdavaldi hverju sinni. Lokaorðið heyrir til dómstóla, hvenær rannsóknarskyldu hefur verið sinnt nægilega og í þessu tilviki þá liggur það fyrir núna að rannsóknarskyldu hafi ekki verið nægilega framfylgt,“ segir Sigríður. Það er margt í þessu ferli sem Sigríði finnst einboðið að skoða betur eins og tveggja vikna frestinn sem gefinn er, skipan hæfnisnefndar og fyrirkomulagið í heild. Helgi Hrafn gefur ekki mikið fyrir svar Sigríðar. „Með vísan til vinnunnar sem hæfisnefndin fer í. Ráðherra þurfti ekkert að breyta þessari listun. Það var engin kvöð á ráðherra að gera það. Ráðherra sýndi mjög einbeittan vilja til þess að gera það og var varaður við í þinginu og það kemur alveg fram í skjölum á Alþingi að þessi hætta var til staðar. Það voru sérfræðingar kallaðir til og þeir vöruðu við því að það yrði grafið undan trúverðugleika og trausti Landsréttar ef þetta færi svona fram, á grundvelli sama dóms og hæstiréttur núna tekur til númer 412 frá 2010. Þannig að það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er einfaldlega þannig að ráðherra ákvað að fara þessa leið þrátt fyrir viðvörunarorðin og þá hlýtur ráðherrann að bera ábyrgð á því.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira