Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2018 19:15 Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu 450-500 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Neyð þessa jaðarsetta hóps er mikil en Frú Ragnheiður, skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins, hefur lyft grettistaki í þjónustu við þessa einstaklinga.Neysla í öruggu umhverfi Hjúkrunarfræðingarnir Þórunn Hanna Ragnarsdóttir og Edda Rún Kjartansdóttir skrifuðu lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um neyslurými en þær hafa unnið sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði „Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem neyta vímuefna um æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar og hreinar aðstæður undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks eða annars sérhæfðs starfsfólks,“ segir Edda Rún. Árið 2016 voru 74 virk neyslurými í evrópskum borgum. Þá hafa slík rými verið opnuð í Kanada og í Ástralíu. Edda og Þórunn skoðuðu tvö neyslurými í Kaupmannahöfn í tengslum við ritgerðarskrifin. „Reynsla Dana er mjög jákvæð og það er auðséð að samfélagið hefur aðlagast neyslurýmunum og öfugt. Það er gott samstarf við lögreglu sem er mjög mikilvægt en lögreglan er helsti tilvísunaraðilinn á neyslurýmin. Það er gott fyrir lögregluna að geta vísað einstaklingunum eitthvað áfram,“ segir Þórunn Hanna.Sprautunálar á víðavangi stöðugt vandamál Leit að sprautunálum í Google skilar 5.770 niðurstöðum. Í mörgum tilvikum er um að ræða fréttir um sprautunálar sem fundust á víðavangi hér á landi en það virðist vera nær stöðugt umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Ef opnuð yrðu neyslurými í Reykjavík hefðu einstaklingar sem neyta vímuefna í æð öruggt athvarf og nálum þeirra yrði fargað jafnóðum. Það myndi jafnframt draga úr nýgengi blóðborinna sjúkdóma eins og HIV meðal þeirra sem neyta vímuefna í æð. „Það þarf að opna neyslurými þar sem ofskömmtunarfaraldrar eru. Hér á landi deyja 12-13 í vímuefnaneyslu árlega. Í fyrra létust 25 einstaklingar vegna efnaeitrana eða vímuefnaneyslu. Þar af sautján vegna ópíóða. Það sýnir okkur hvað þörfin er mikil,“ segir Þórunn Hanna. Heilbrigðismál Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu 450-500 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Neyð þessa jaðarsetta hóps er mikil en Frú Ragnheiður, skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins, hefur lyft grettistaki í þjónustu við þessa einstaklinga.Neysla í öruggu umhverfi Hjúkrunarfræðingarnir Þórunn Hanna Ragnarsdóttir og Edda Rún Kjartansdóttir skrifuðu lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um neyslurými en þær hafa unnið sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði „Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem neyta vímuefna um æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar og hreinar aðstæður undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks eða annars sérhæfðs starfsfólks,“ segir Edda Rún. Árið 2016 voru 74 virk neyslurými í evrópskum borgum. Þá hafa slík rými verið opnuð í Kanada og í Ástralíu. Edda og Þórunn skoðuðu tvö neyslurými í Kaupmannahöfn í tengslum við ritgerðarskrifin. „Reynsla Dana er mjög jákvæð og það er auðséð að samfélagið hefur aðlagast neyslurýmunum og öfugt. Það er gott samstarf við lögreglu sem er mjög mikilvægt en lögreglan er helsti tilvísunaraðilinn á neyslurýmin. Það er gott fyrir lögregluna að geta vísað einstaklingunum eitthvað áfram,“ segir Þórunn Hanna.Sprautunálar á víðavangi stöðugt vandamál Leit að sprautunálum í Google skilar 5.770 niðurstöðum. Í mörgum tilvikum er um að ræða fréttir um sprautunálar sem fundust á víðavangi hér á landi en það virðist vera nær stöðugt umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Ef opnuð yrðu neyslurými í Reykjavík hefðu einstaklingar sem neyta vímuefna í æð öruggt athvarf og nálum þeirra yrði fargað jafnóðum. Það myndi jafnframt draga úr nýgengi blóðborinna sjúkdóma eins og HIV meðal þeirra sem neyta vímuefna í æð. „Það þarf að opna neyslurými þar sem ofskömmtunarfaraldrar eru. Hér á landi deyja 12-13 í vímuefnaneyslu árlega. Í fyrra létust 25 einstaklingar vegna efnaeitrana eða vímuefnaneyslu. Þar af sautján vegna ópíóða. Það sýnir okkur hvað þörfin er mikil,“ segir Þórunn Hanna.
Heilbrigðismál Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira