Skjótum ekki sendiboðann Sabine Leskopf skrifar 16. janúar 2018 15:37 Þegar Íslendingar í útlöndum eru spurðir hvers þeir sakna eða meta mest er vatnið oftast nefnt. Og einmitt núna er víst rétti tíminn fyrir okkur öll að vakna af værum blundi þeirrar sannfæringar að hreina loftið og hreina vatnið séu sjálfgefin og endalaust til af hvoru tveggja. Bæði umræðan um loftgæði eftir áramót og nú um mengun vatns hafa klárlega sýnt að svo er ekki og ábyrgð stjórnmálamanna sem og okkar allra er mikil og við megum engan tíma missa. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að setja rammann sem verndar umhverfið og bæta kerfin tengd því. En ein af aðalstoðum þess að standa vörð um almannahag og gæði lofts og vatns er virkt heilbrigðiseftirlit. Eftirlit er aldrei þakklátt starf – ef allt er í góðu lagi finnst öllum slíkt apparat meira og minna óþarfi, eftirlit sem fyrirtækin þurfa að borga fyrir eða setur starfsemi þeirra verulegar hömlur er ekki hagvæmt fyrir efnahag viðkomandi. Eftirlit sem setur skemmtanalífinu eða viðburðum, sem allir hlakka til, mörk vegna hávaðamengunar er ekki alltaf vinsælt. Og með eftirliti sem þarf að framfylgja ströngum gildandi reglugerðum eins og hundaeftirliti finnst mörgum beinlinis vegið að besta vini sínum. En við höfum séð, ekki síst á allra síðustu dögum, að eftirlitið sem gætir ýtrustu varúðar í þágu íbúa kann að vera óvinsælt en samt ómissandi með því að vakta, tilkynna frávik skv. gildandi mælikvörðum og gefa út leiðbeiningar ef ástæða er til samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mikið hefur einnig verið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna í einstökum tilfellum bæði núna og síðastliðið sumar og við höfum svo sannarlega brugðist við með því að stytta boðleiðir og auka samstarf við t.d. Veitur. En í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að þótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé rekstrarlega tengt Reykjavíkurborg er það algjörlega faglega sjálfstætt. Það verður kannski hvergi skýrara en þegar maður gerir sér grein fyrir að Heilbrigðiseftirlitið þarf að fylgjast með öllum stofnunum borgarinnar eins og skólum og leikskólum og þarf að geta gripið til íþyngjandi ráðstafana ef þess þarf. Þannig að þó að það sé mjög mikilvægt að stjórnmálamenn fylgist með eftirlitinu og taki t.d. þátt í umræðunni um málaflokkinn þá MÁ pólítíkin á sama tíma ekki fara gegn faglegu mat eftirlits um frávik, mati á umhverfisáhrifum, tilkynningaskyldu og ráðstöfunum. Og þó okkur öllum hafi brugðið við fréttirnar núna, þá vonandi eykst traust borgarbúa til þess að Heilbrigðiseftirlitið gæti ýtrustu varúðar og dregur ekkert undan þótt óþægilegt kunni að vera svo að neysluvatnið sem og loftið séu áfram það sem Íslendingar geta verið stoltir af.Höfundur er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar í útlöndum eru spurðir hvers þeir sakna eða meta mest er vatnið oftast nefnt. Og einmitt núna er víst rétti tíminn fyrir okkur öll að vakna af værum blundi þeirrar sannfæringar að hreina loftið og hreina vatnið séu sjálfgefin og endalaust til af hvoru tveggja. Bæði umræðan um loftgæði eftir áramót og nú um mengun vatns hafa klárlega sýnt að svo er ekki og ábyrgð stjórnmálamanna sem og okkar allra er mikil og við megum engan tíma missa. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því að setja rammann sem verndar umhverfið og bæta kerfin tengd því. En ein af aðalstoðum þess að standa vörð um almannahag og gæði lofts og vatns er virkt heilbrigðiseftirlit. Eftirlit er aldrei þakklátt starf – ef allt er í góðu lagi finnst öllum slíkt apparat meira og minna óþarfi, eftirlit sem fyrirtækin þurfa að borga fyrir eða setur starfsemi þeirra verulegar hömlur er ekki hagvæmt fyrir efnahag viðkomandi. Eftirlit sem setur skemmtanalífinu eða viðburðum, sem allir hlakka til, mörk vegna hávaðamengunar er ekki alltaf vinsælt. Og með eftirliti sem þarf að framfylgja ströngum gildandi reglugerðum eins og hundaeftirliti finnst mörgum beinlinis vegið að besta vini sínum. En við höfum séð, ekki síst á allra síðustu dögum, að eftirlitið sem gætir ýtrustu varúðar í þágu íbúa kann að vera óvinsælt en samt ómissandi með því að vakta, tilkynna frávik skv. gildandi mælikvörðum og gefa út leiðbeiningar ef ástæða er til samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mikið hefur einnig verið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna í einstökum tilfellum bæði núna og síðastliðið sumar og við höfum svo sannarlega brugðist við með því að stytta boðleiðir og auka samstarf við t.d. Veitur. En í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að þótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sé rekstrarlega tengt Reykjavíkurborg er það algjörlega faglega sjálfstætt. Það verður kannski hvergi skýrara en þegar maður gerir sér grein fyrir að Heilbrigðiseftirlitið þarf að fylgjast með öllum stofnunum borgarinnar eins og skólum og leikskólum og þarf að geta gripið til íþyngjandi ráðstafana ef þess þarf. Þannig að þó að það sé mjög mikilvægt að stjórnmálamenn fylgist með eftirlitinu og taki t.d. þátt í umræðunni um málaflokkinn þá MÁ pólítíkin á sama tíma ekki fara gegn faglegu mat eftirlits um frávik, mati á umhverfisáhrifum, tilkynningaskyldu og ráðstöfunum. Og þó okkur öllum hafi brugðið við fréttirnar núna, þá vonandi eykst traust borgarbúa til þess að Heilbrigðiseftirlitið gæti ýtrustu varúðar og dregur ekkert undan þótt óþægilegt kunni að vera svo að neysluvatnið sem og loftið séu áfram það sem Íslendingar geta verið stoltir af.Höfundur er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun