Sameinaðir Frakkar Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Það er kannski fullmikið að kalla verkföll þjóðaríþrótt Frakka, en þeir virðast þó hafa meiri smekk fyrir þeim en flestir. Ég hef oftar en einu sinni orðið fyrir meiriháttar óþægindum á ferð um landið vegna verkfalla og gekk um árið beint í fasið á sótillum hópi mótmælenda á götum Parísar. Ég skildi þau ekki almennilega þegar ég spurði um ástæður þess að þau lögðu niður vinnu en þeim þótti þó full ástæða til að stöðva umferð og láta almennilega í sér heyra. Það voru greinilega allir mættir og til í tuskið. Í síðasta mánuði arkaði ég aftur inn í gríðarstóran hóp fólks í höfuðborginni en að þessu sinni var stemningin önnur. Um milljón manns voru þarna saman komin til að minnast ástsælasta söngvara þjóðarinnar, Johnny Hallyday, sem hafði látist skömmu áður. Þó tónlist og ræður væru í forgrunni dagskrárinnar var þó tilkomumesta sjónin hvað það fer Frökkum vel þegar eitthvað sameinar þá. Þeir virðast á heimavelli á fjöldasamkomum, hvort sem verið er að krefjast betri kjara, hýsa stórmót eða minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása. Kannski er þetta ástæða þess að Frakkar eru svona áhugasamir um að halda stórmót í íþróttum þrátt fyrir slæmt efnahagsástand og reynsluna frá fyrri mótum. Þrátt fyrir að eiga ekki efni á því héldu þeir afar vel heppnað Evrópumót í fyrra, HM í handbolta í fyrra og koma til með að hýsa HM í rugby 2023 og Ólympíuleikana 2024, þó þess megi geta að París var eina borgin sem sótti um. Afar ánægjuleg bylgja fjármálalæsis virðist nefnilega flæða yfir vesturlönd þessa dagana, að minnsta kosti virðist sem almenningur hafi loks áttað sig á hvílíkt glapræði það er, fjárhagslega, að bjóða til þeirrar veislu sem stórmót eru. Íbúar Rómar, Osló, Stokkhólms, Krakár, Lviv, St. Moritz, Munchen og Hamborgar þrýstu allir á að hætt yrði við umsóknir borganna þegar í ljós kom hvað Ólympíuleikar kosta í raun og veru. En þetta virðist ekki hafa mikil áhrif á Frakka. Þeir vilja Ólympíueldinn til Parísar bókstaflega sama hvað það kostar. Þó staða hins opinbera muni versna enn frekar skiptir það litlu máli. Kannski verðmeta Frakkar tilefni til að sameina þjóðina öðruvísi en flestir aðrir. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kannski fullmikið að kalla verkföll þjóðaríþrótt Frakka, en þeir virðast þó hafa meiri smekk fyrir þeim en flestir. Ég hef oftar en einu sinni orðið fyrir meiriháttar óþægindum á ferð um landið vegna verkfalla og gekk um árið beint í fasið á sótillum hópi mótmælenda á götum Parísar. Ég skildi þau ekki almennilega þegar ég spurði um ástæður þess að þau lögðu niður vinnu en þeim þótti þó full ástæða til að stöðva umferð og láta almennilega í sér heyra. Það voru greinilega allir mættir og til í tuskið. Í síðasta mánuði arkaði ég aftur inn í gríðarstóran hóp fólks í höfuðborginni en að þessu sinni var stemningin önnur. Um milljón manns voru þarna saman komin til að minnast ástsælasta söngvara þjóðarinnar, Johnny Hallyday, sem hafði látist skömmu áður. Þó tónlist og ræður væru í forgrunni dagskrárinnar var þó tilkomumesta sjónin hvað það fer Frökkum vel þegar eitthvað sameinar þá. Þeir virðast á heimavelli á fjöldasamkomum, hvort sem verið er að krefjast betri kjara, hýsa stórmót eða minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása. Kannski er þetta ástæða þess að Frakkar eru svona áhugasamir um að halda stórmót í íþróttum þrátt fyrir slæmt efnahagsástand og reynsluna frá fyrri mótum. Þrátt fyrir að eiga ekki efni á því héldu þeir afar vel heppnað Evrópumót í fyrra, HM í handbolta í fyrra og koma til með að hýsa HM í rugby 2023 og Ólympíuleikana 2024, þó þess megi geta að París var eina borgin sem sótti um. Afar ánægjuleg bylgja fjármálalæsis virðist nefnilega flæða yfir vesturlönd þessa dagana, að minnsta kosti virðist sem almenningur hafi loks áttað sig á hvílíkt glapræði það er, fjárhagslega, að bjóða til þeirrar veislu sem stórmót eru. Íbúar Rómar, Osló, Stokkhólms, Krakár, Lviv, St. Moritz, Munchen og Hamborgar þrýstu allir á að hætt yrði við umsóknir borganna þegar í ljós kom hvað Ólympíuleikar kosta í raun og veru. En þetta virðist ekki hafa mikil áhrif á Frakka. Þeir vilja Ólympíueldinn til Parísar bókstaflega sama hvað það kostar. Þó staða hins opinbera muni versna enn frekar skiptir það litlu máli. Kannski verðmeta Frakkar tilefni til að sameina þjóðina öðruvísi en flestir aðrir. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun