Sameinaðir Frakkar Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Það er kannski fullmikið að kalla verkföll þjóðaríþrótt Frakka, en þeir virðast þó hafa meiri smekk fyrir þeim en flestir. Ég hef oftar en einu sinni orðið fyrir meiriháttar óþægindum á ferð um landið vegna verkfalla og gekk um árið beint í fasið á sótillum hópi mótmælenda á götum Parísar. Ég skildi þau ekki almennilega þegar ég spurði um ástæður þess að þau lögðu niður vinnu en þeim þótti þó full ástæða til að stöðva umferð og láta almennilega í sér heyra. Það voru greinilega allir mættir og til í tuskið. Í síðasta mánuði arkaði ég aftur inn í gríðarstóran hóp fólks í höfuðborginni en að þessu sinni var stemningin önnur. Um milljón manns voru þarna saman komin til að minnast ástsælasta söngvara þjóðarinnar, Johnny Hallyday, sem hafði látist skömmu áður. Þó tónlist og ræður væru í forgrunni dagskrárinnar var þó tilkomumesta sjónin hvað það fer Frökkum vel þegar eitthvað sameinar þá. Þeir virðast á heimavelli á fjöldasamkomum, hvort sem verið er að krefjast betri kjara, hýsa stórmót eða minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása. Kannski er þetta ástæða þess að Frakkar eru svona áhugasamir um að halda stórmót í íþróttum þrátt fyrir slæmt efnahagsástand og reynsluna frá fyrri mótum. Þrátt fyrir að eiga ekki efni á því héldu þeir afar vel heppnað Evrópumót í fyrra, HM í handbolta í fyrra og koma til með að hýsa HM í rugby 2023 og Ólympíuleikana 2024, þó þess megi geta að París var eina borgin sem sótti um. Afar ánægjuleg bylgja fjármálalæsis virðist nefnilega flæða yfir vesturlönd þessa dagana, að minnsta kosti virðist sem almenningur hafi loks áttað sig á hvílíkt glapræði það er, fjárhagslega, að bjóða til þeirrar veislu sem stórmót eru. Íbúar Rómar, Osló, Stokkhólms, Krakár, Lviv, St. Moritz, Munchen og Hamborgar þrýstu allir á að hætt yrði við umsóknir borganna þegar í ljós kom hvað Ólympíuleikar kosta í raun og veru. En þetta virðist ekki hafa mikil áhrif á Frakka. Þeir vilja Ólympíueldinn til Parísar bókstaflega sama hvað það kostar. Þó staða hins opinbera muni versna enn frekar skiptir það litlu máli. Kannski verðmeta Frakkar tilefni til að sameina þjóðina öðruvísi en flestir aðrir. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er kannski fullmikið að kalla verkföll þjóðaríþrótt Frakka, en þeir virðast þó hafa meiri smekk fyrir þeim en flestir. Ég hef oftar en einu sinni orðið fyrir meiriháttar óþægindum á ferð um landið vegna verkfalla og gekk um árið beint í fasið á sótillum hópi mótmælenda á götum Parísar. Ég skildi þau ekki almennilega þegar ég spurði um ástæður þess að þau lögðu niður vinnu en þeim þótti þó full ástæða til að stöðva umferð og láta almennilega í sér heyra. Það voru greinilega allir mættir og til í tuskið. Í síðasta mánuði arkaði ég aftur inn í gríðarstóran hóp fólks í höfuðborginni en að þessu sinni var stemningin önnur. Um milljón manns voru þarna saman komin til að minnast ástsælasta söngvara þjóðarinnar, Johnny Hallyday, sem hafði látist skömmu áður. Þó tónlist og ræður væru í forgrunni dagskrárinnar var þó tilkomumesta sjónin hvað það fer Frökkum vel þegar eitthvað sameinar þá. Þeir virðast á heimavelli á fjöldasamkomum, hvort sem verið er að krefjast betri kjara, hýsa stórmót eða minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása. Kannski er þetta ástæða þess að Frakkar eru svona áhugasamir um að halda stórmót í íþróttum þrátt fyrir slæmt efnahagsástand og reynsluna frá fyrri mótum. Þrátt fyrir að eiga ekki efni á því héldu þeir afar vel heppnað Evrópumót í fyrra, HM í handbolta í fyrra og koma til með að hýsa HM í rugby 2023 og Ólympíuleikana 2024, þó þess megi geta að París var eina borgin sem sótti um. Afar ánægjuleg bylgja fjármálalæsis virðist nefnilega flæða yfir vesturlönd þessa dagana, að minnsta kosti virðist sem almenningur hafi loks áttað sig á hvílíkt glapræði það er, fjárhagslega, að bjóða til þeirrar veislu sem stórmót eru. Íbúar Rómar, Osló, Stokkhólms, Krakár, Lviv, St. Moritz, Munchen og Hamborgar þrýstu allir á að hætt yrði við umsóknir borganna þegar í ljós kom hvað Ólympíuleikar kosta í raun og veru. En þetta virðist ekki hafa mikil áhrif á Frakka. Þeir vilja Ólympíueldinn til Parísar bókstaflega sama hvað það kostar. Þó staða hins opinbera muni versna enn frekar skiptir það litlu máli. Kannski verðmeta Frakkar tilefni til að sameina þjóðina öðruvísi en flestir aðrir. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun