Ný skýrsla frá Landlækni sýnir að lítið dregur úr læknarápi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. janúar 2018 07:00 Dæmi eru um að læknar séu áminntir og jafnvel sviptir læknaleyfi vegna of margra ávísana. Sumir eru jafnvel með takmarkaða ávísunarheimild. fréttablaðið/anton brink Nýr lyfjagagnagrunnur lækna, sem tekinn var í notkun árið 2016, hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. Var það meðal annars til þess að koma í veg fyrir svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna, til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Landlæknisembættið hefur gefið út skýrslu þar sem ljóst er að læknaráp er ekki á undanhaldi hér á landi. „Við vonuðumst til þess að þetta myndi gerast hraðar, en þetta virðist vera eins og að beygja olíuskipi, og virðist ganga mjög hægt að taka á þessum vanda,“ segir Ólafur B. Einarsson, sérfræðingur í lyfjamálum hjá Embætti landlæknis. Fram kemur í skýrslunni að árið 2017 hafi 71 einstaklingur fengið ávísað Parkódín forte frá 10 eða fleiri læknum, borið saman við 81 einstakling árið á undan. Sömuleiðis má sjá smávægilega fækkun á ávísunum einstakra lyfja á síðasta ári; til dæmis svefnlyfinu Imovane, en alls fengu 20.887 manns svefnlyfið ávísað frá einum til fjórum læknum árið 2017, borið saman við 21.008 árinu á undan – svo dæmi sé tekið. Hins vegar var fjölgun í ávísunum rítalíns, en alls fengu 10.277 manns rítalín ávísað frá einum til fjórum læknum, borið saman við 9.105 árið 2016.Ólafur B. Einarsson, sérfræðingur í lyfjamálum hjá Embætti landlæknis.„Þetta virðist oft á stöðum eins og til dæmis suður með sjó þar sem enginn fastur læknir er. Við sjáum líka að lyfjanotkun er mest á Norðurlandi en það er erfitt að átta sig fyllilega á hvað er þar í gangi,“ segir Ólafur. Þá séu uppáskriftir tannlækna ekki síður áhyggjuefni, en þeir hafi ávísað talsverðu af Parkódín forte í desember. „Þegar fólk er til dæmis að ná sér í Parkodín forte þá sjáum við að tannlæknar koma oft inn í. Við heyrum reglulega af því sögur að fólk sem bókar tíma vegna tannverkja fái ávísuð lyf vegna þess að það kemst ekki strax inn – en svo mætir það aldrei í tímann sjálfan,“ segir Ólafur, en af 500 tannlæknum landsins nota 177 lyfjagagnagrunninn. Þá nota um 1.100 læknar gagnagrunninn, af rúmlega 2.000. Ólafur segir mikilvægt að allir tileinki sér nýja verkferla, og bendir á að vel sé haldið utan um lyfjaávísanir. Dæmi séu um að læknar séu áminntir og jafnvel sviptir læknaleyfi vegna of margra ávísana. „Það eru nýleg dæmi þess, og í raun eru alltaf svoleiðis mál í gangi. Sumir eru jafnvel með takmarkaða ávísunarheimild.“ Aðspurður segir hann að vísbendingar séu um að auðveldara sé að ganga á milli lækna hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Festa sé besta lausnin. „Hér á landi er fólk að fara á milli heilsugæsla, sérfræðinga á stofum og fleira, sem er aðalvandamálið hér. Það er engin festa hvar fólk getur sótt þjónustu eins og annars staðar,“ segir hann. Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Herða eftirlit með lyfseðilsskyldum lyfjum Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. 27. september 2017 20:00 Tímaspursmál hvenær heróín nær útbreiðslu hér á landi Formaður Afstöðu – félags fanga spáir því að sterk vímuefni eins og heróín og metamfetamín nái útbreiðslu hér á næstu misserum. Stjórnvöld þurfa að hans mati að bregðast við áður en framleiðsla og frekari innflutningur hefst. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Nýr lyfjagagnagrunnur lækna, sem tekinn var í notkun árið 2016, hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. Var það meðal annars til þess að koma í veg fyrir svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna, til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Landlæknisembættið hefur gefið út skýrslu þar sem ljóst er að læknaráp er ekki á undanhaldi hér á landi. „Við vonuðumst til þess að þetta myndi gerast hraðar, en þetta virðist vera eins og að beygja olíuskipi, og virðist ganga mjög hægt að taka á þessum vanda,“ segir Ólafur B. Einarsson, sérfræðingur í lyfjamálum hjá Embætti landlæknis. Fram kemur í skýrslunni að árið 2017 hafi 71 einstaklingur fengið ávísað Parkódín forte frá 10 eða fleiri læknum, borið saman við 81 einstakling árið á undan. Sömuleiðis má sjá smávægilega fækkun á ávísunum einstakra lyfja á síðasta ári; til dæmis svefnlyfinu Imovane, en alls fengu 20.887 manns svefnlyfið ávísað frá einum til fjórum læknum árið 2017, borið saman við 21.008 árinu á undan – svo dæmi sé tekið. Hins vegar var fjölgun í ávísunum rítalíns, en alls fengu 10.277 manns rítalín ávísað frá einum til fjórum læknum, borið saman við 9.105 árið 2016.Ólafur B. Einarsson, sérfræðingur í lyfjamálum hjá Embætti landlæknis.„Þetta virðist oft á stöðum eins og til dæmis suður með sjó þar sem enginn fastur læknir er. Við sjáum líka að lyfjanotkun er mest á Norðurlandi en það er erfitt að átta sig fyllilega á hvað er þar í gangi,“ segir Ólafur. Þá séu uppáskriftir tannlækna ekki síður áhyggjuefni, en þeir hafi ávísað talsverðu af Parkódín forte í desember. „Þegar fólk er til dæmis að ná sér í Parkodín forte þá sjáum við að tannlæknar koma oft inn í. Við heyrum reglulega af því sögur að fólk sem bókar tíma vegna tannverkja fái ávísuð lyf vegna þess að það kemst ekki strax inn – en svo mætir það aldrei í tímann sjálfan,“ segir Ólafur, en af 500 tannlæknum landsins nota 177 lyfjagagnagrunninn. Þá nota um 1.100 læknar gagnagrunninn, af rúmlega 2.000. Ólafur segir mikilvægt að allir tileinki sér nýja verkferla, og bendir á að vel sé haldið utan um lyfjaávísanir. Dæmi séu um að læknar séu áminntir og jafnvel sviptir læknaleyfi vegna of margra ávísana. „Það eru nýleg dæmi þess, og í raun eru alltaf svoleiðis mál í gangi. Sumir eru jafnvel með takmarkaða ávísunarheimild.“ Aðspurður segir hann að vísbendingar séu um að auðveldara sé að ganga á milli lækna hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Festa sé besta lausnin. „Hér á landi er fólk að fara á milli heilsugæsla, sérfræðinga á stofum og fleira, sem er aðalvandamálið hér. Það er engin festa hvar fólk getur sótt þjónustu eins og annars staðar,“ segir hann.
Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Herða eftirlit með lyfseðilsskyldum lyfjum Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. 27. september 2017 20:00 Tímaspursmál hvenær heróín nær útbreiðslu hér á landi Formaður Afstöðu – félags fanga spáir því að sterk vímuefni eins og heróín og metamfetamín nái útbreiðslu hér á næstu misserum. Stjórnvöld þurfa að hans mati að bregðast við áður en framleiðsla og frekari innflutningur hefst. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30
Herða eftirlit með lyfseðilsskyldum lyfjum Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. 27. september 2017 20:00
Tímaspursmál hvenær heróín nær útbreiðslu hér á landi Formaður Afstöðu – félags fanga spáir því að sterk vímuefni eins og heróín og metamfetamín nái útbreiðslu hér á næstu misserum. Stjórnvöld þurfa að hans mati að bregðast við áður en framleiðsla og frekari innflutningur hefst. 27. júlí 2017 07:00