Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Þórdís Valsdóttir skrifar 16. janúar 2018 23:15 Donald Trump er á mörkum offitu og læknir hans ráðleggur honum að neyta fituminni fæðu. Vísir/getty Donald Trump bandaríkjaforseti er ekki vitsmunalega skertur ef marka má orð læknis Hvíta hússins. Trump bað Dr. Ronny Jackson um að framkvæma sérstaka vitsmunarannsókn eftir að hann gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti síðastliðinn föstudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun árs. Í bókinni er forsetanum lýst sem óhæfum og geðstirðum manni. Læknirinn taldi að slík rannsókn væri ekki nauðsynleg og hafði ekki áhyggjur af vitsmunalegri heilsu forsetans en hann lét þó til leiðast og framkvæmdi rannsóknina. „Ég hef engar áhyggjur af vitsmunalegri getu hans eða taugafræðilegri virkni ,“ sagði Jackson í dag. Jackson sagði að Trump hafi fengið þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment. Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Við hestaheilsu Læknirinn sagði á blaðamannafundi í dag að líkamleg heilsa Trump væri einnig til fyrirmyndar. „Hann nýtur mikilsverðs og langvarandi ávinnings af því að hafa aldrei á sinni lífsleið neytt tóbaks og áfengis,“ sagði Jackson en bætti þó við að Trump, sem er 71 árs gamall, myndi njóta góðs af því að borða fitusnauðari fæðu og stunda meiri hreyfingu. Donald Trump vegur 108 kíló og er 1.90 metrar á hæð og er því á mörkum offitu samkvæmt BMI stuðli. Eftir læknisskoðunina sem fram fór í síðustu viku ræddi hann við lækninn um mataræði sitt og hreyfingu og setti sér það markmið að missa fimm til sex kíló. Forsetinn ákvað sjálfur hvaða upplýsingar um heilsu hans ættu erindi við almenning og hafa forverar hans ýmist veitt upplýsingar um líkamrækt sem þeir stunda, mataræði og annað sem við kemur heilsu þeirra. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Donald Trump bandaríkjaforseti er ekki vitsmunalega skertur ef marka má orð læknis Hvíta hússins. Trump bað Dr. Ronny Jackson um að framkvæma sérstaka vitsmunarannsókn eftir að hann gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti síðastliðinn föstudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun árs. Í bókinni er forsetanum lýst sem óhæfum og geðstirðum manni. Læknirinn taldi að slík rannsókn væri ekki nauðsynleg og hafði ekki áhyggjur af vitsmunalegri heilsu forsetans en hann lét þó til leiðast og framkvæmdi rannsóknina. „Ég hef engar áhyggjur af vitsmunalegri getu hans eða taugafræðilegri virkni ,“ sagði Jackson í dag. Jackson sagði að Trump hafi fengið þrjátíu stig af þrjátíu mögulegum í svokölluðu Montreal Cognitive Assessment. Prófið er notað til þess að aðstoða heilbrigðisstarfsmenn við að kanna hvort sjúklingar glími við minniháttar vitsmunalega skerðingu eða Alzheimer.Við hestaheilsu Læknirinn sagði á blaðamannafundi í dag að líkamleg heilsa Trump væri einnig til fyrirmyndar. „Hann nýtur mikilsverðs og langvarandi ávinnings af því að hafa aldrei á sinni lífsleið neytt tóbaks og áfengis,“ sagði Jackson en bætti þó við að Trump, sem er 71 árs gamall, myndi njóta góðs af því að borða fitusnauðari fæðu og stunda meiri hreyfingu. Donald Trump vegur 108 kíló og er 1.90 metrar á hæð og er því á mörkum offitu samkvæmt BMI stuðli. Eftir læknisskoðunina sem fram fór í síðustu viku ræddi hann við lækninn um mataræði sitt og hreyfingu og setti sér það markmið að missa fimm til sex kíló. Forsetinn ákvað sjálfur hvaða upplýsingar um heilsu hans ættu erindi við almenning og hafa forverar hans ýmist veitt upplýsingar um líkamrækt sem þeir stunda, mataræði og annað sem við kemur heilsu þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58