Snemma í öðrum leikhluta áttu leikmennirnir í orðaskiptum sem leiddi til þess að þeir fengu báðir dæmda á sig tæknivillu og svo þegar tæpar átta mínútur voru eftir þá slær Afflalo til Bjelica sem svo grípur þann fyrrnefnda hálstaki.
„Hann reyndi að kýla mig og ég var bara að vernda mig og róa hann aðeins niður,“ sagði Bjelica eftir leikinn.
„Ég veit ekki hvað er að þessum náunga, en á þessum punkti þá þurfti ég bara að vernda mig og mína fjölskyldu.“
Afflalo vildi ekkert tjá sig við fjölmiðla vestanhafs eftir leikinn í gær.