Mögulega um saknæmt athæfi að ræða varðandi horfin sönnunargögn Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2018 19:26 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir alvarlegt að munir og sönnunargögn í tveimur sakamálum hafi glatast í vörslu lögreglunnar. Verið sé að endurskoða verkferla og hugsanlega sé um saknæmt athæfi að ræða. Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að lögregla ætli að endurskoða vinnubrögð sín og birta reglur opinberlega. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sátu fyrir svörum hjá allsherjar og menntamálanefnd Alþingis í dag um vörslu muna og sönnunargagna í sakamálum. Tilefnið er tvö sakamál, annars vegar mál Robert Downey og hins vegar Strawbery's málið svokallaða þar sem munir í vörslu lögreglunnar hurfu. Í ljós kom þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Róberti Downey um kynferðislega misnotkun að vasabók hans með um 335 nöfnum ungra kvenna og stúlkna fannst ekki. Upplýst var á fundinum í dag að afrit af vasabókinni hefði síðan komið í leitirnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að hvorki tangur né tetur af poka með skartgripum sem haldlagður var við húsleit í máli næturklúbbsins Strawberry's í október 2013 hafi komið í leitirnar. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan lögreglustjóra embættisins með eins ítarlegum hætti og mögulegt er,“ segir Sigríður Björk. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þetta litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. Hlutirnir séu nefndir í skýrslu en skili sér ekki í munageymslu og því ljóst að verklagsferlum hafi ekki verið fylgt. „Það gerast mistök eins og í því máli sem við erum að skoða núna. Eða hugsanleg refsiverð háttsemi. Það er verið að rannsaka það af fullum þunga og af mikilli alvöru,“ segir Sigríður Björk. Því sé verið að endurskoða allar verklagsreglur og ferla. Píratar höfðu frumkvæði að opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í dag og er Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður ánægð með fundinn. „Mér fannst mjög jákvætt að heyra hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að Strawberry's málið sé enn tekið föstum tökum og það standi til að rannsaka það til hlítar. Þar að auki fannst mér mjög gott að fá fram að sönnunargögnin sem virtust týnd í máli Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey eins og hann heitir núna, sé að einhverju leyti fundin,“ segir Þórhildur Sunnar. Þá sé jákvætt að lögreglan og ríkissaksóknari vinni í að bæta ferla innan embættanna. „Það sem mér finnst mikilvægast alla vega núna gagnvart okkur þingmönnum og almenningi er að birta þessar reglur sem gilda. Þær hafa ekki verið auðveldlega aðgengilegar. Ég hef tekið það út úr þessum fundi að það standi nú til að bæta þar úr,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir alvarlegt að munir og sönnunargögn í tveimur sakamálum hafi glatast í vörslu lögreglunnar. Verið sé að endurskoða verkferla og hugsanlega sé um saknæmt athæfi að ræða. Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að lögregla ætli að endurskoða vinnubrögð sín og birta reglur opinberlega. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sátu fyrir svörum hjá allsherjar og menntamálanefnd Alþingis í dag um vörslu muna og sönnunargagna í sakamálum. Tilefnið er tvö sakamál, annars vegar mál Robert Downey og hins vegar Strawbery's málið svokallaða þar sem munir í vörslu lögreglunnar hurfu. Í ljós kom þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Róberti Downey um kynferðislega misnotkun að vasabók hans með um 335 nöfnum ungra kvenna og stúlkna fannst ekki. Upplýst var á fundinum í dag að afrit af vasabókinni hefði síðan komið í leitirnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að hvorki tangur né tetur af poka með skartgripum sem haldlagður var við húsleit í máli næturklúbbsins Strawberry's í október 2013 hafi komið í leitirnar. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan lögreglustjóra embættisins með eins ítarlegum hætti og mögulegt er,“ segir Sigríður Björk. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þetta litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. Hlutirnir séu nefndir í skýrslu en skili sér ekki í munageymslu og því ljóst að verklagsferlum hafi ekki verið fylgt. „Það gerast mistök eins og í því máli sem við erum að skoða núna. Eða hugsanleg refsiverð háttsemi. Það er verið að rannsaka það af fullum þunga og af mikilli alvöru,“ segir Sigríður Björk. Því sé verið að endurskoða allar verklagsreglur og ferla. Píratar höfðu frumkvæði að opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í dag og er Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður ánægð með fundinn. „Mér fannst mjög jákvætt að heyra hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að Strawberry's málið sé enn tekið föstum tökum og það standi til að rannsaka það til hlítar. Þar að auki fannst mér mjög gott að fá fram að sönnunargögnin sem virtust týnd í máli Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey eins og hann heitir núna, sé að einhverju leyti fundin,“ segir Þórhildur Sunnar. Þá sé jákvætt að lögreglan og ríkissaksóknari vinni í að bæta ferla innan embættanna. „Það sem mér finnst mikilvægast alla vega núna gagnvart okkur þingmönnum og almenningi er að birta þessar reglur sem gilda. Þær hafa ekki verið auðveldlega aðgengilegar. Ég hef tekið það út úr þessum fundi að það standi nú til að bæta þar úr,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira