Merkel vongóð og ber traust til flokks Schulz Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2018 06:00 Merkel og Martin Schulz, leiðtogi SPD, vilja vinna saman. Nordicphotos/AFP Þörf er á stöðugri ríkisstjórn í Þýskalandi. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), í gær og sagðist jafnframt treysta á að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) ákveði á þingi sínu á sunnudag að samþykkja að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við CDU. Merkel lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðborginni Berlín en bætti því við að hún treysti Jafnaðarmönnum sjálfum til að taka ábyrga ákvörðun. „Ég mun ekki hafa nein bein afskipti af þessu ferli.“ Ef flokkarnir tveir ná saman um myndun ríkisstjórnar þýðir það lok lengstu stjórnarkreppu Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. SPD ætlaði að vera utan ríkisstjórnar á kjörtímabilinu vegna afhroðsins. Þau áform virðast hafa fokið út um gluggann þegar upp úr stjórnarmyndunarviðræðum CDU, Græningja og Frjálslyndra demókrata slitnaði. Þá var ekkert annað í stöðunni en að stórbandalagið héldi áfram eða að öfgaþjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) yrði dreginn að borðinu. Nú þegar hafa flokkarnir tveir samþykkt áætlun um stjórnarmyndunarviðræður en samkvæmt Reuters hafa ýmsir flokksmenn SPD gagnrýnt þá áætlun harðlega og segja hana ekki samræmast stefnu flokksins nægilega vel. Flokknum væri því betur borgið í stjórnarandstöðu svo að hann missi ekki enn fleiri þingmenn næst þegar gengið verður til kosninga. Leiðtogar SPD samþykktu á þriðjudag einróma að mæla með því að flokksmenn samþykki að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Aðalritarinn Lars Klingbeil sagði við Die Zeit að hann hefði fullan skilning á málstað þeirra sem efuðust um ágæti þess að framlengja líf Stórbandalagsins. „Áður en flokksmenn greiða atkvæði á þinginu ættu þeir að hafa í huga að það er einungis tvennt í stöðunni. Stjórnarmyndunarviðræður eða aðrar kosningar,“ sagði Klingbeil. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Þörf er á stöðugri ríkisstjórn í Þýskalandi. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), í gær og sagðist jafnframt treysta á að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) ákveði á þingi sínu á sunnudag að samþykkja að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við CDU. Merkel lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðborginni Berlín en bætti því við að hún treysti Jafnaðarmönnum sjálfum til að taka ábyrga ákvörðun. „Ég mun ekki hafa nein bein afskipti af þessu ferli.“ Ef flokkarnir tveir ná saman um myndun ríkisstjórnar þýðir það lok lengstu stjórnarkreppu Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. SPD ætlaði að vera utan ríkisstjórnar á kjörtímabilinu vegna afhroðsins. Þau áform virðast hafa fokið út um gluggann þegar upp úr stjórnarmyndunarviðræðum CDU, Græningja og Frjálslyndra demókrata slitnaði. Þá var ekkert annað í stöðunni en að stórbandalagið héldi áfram eða að öfgaþjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) yrði dreginn að borðinu. Nú þegar hafa flokkarnir tveir samþykkt áætlun um stjórnarmyndunarviðræður en samkvæmt Reuters hafa ýmsir flokksmenn SPD gagnrýnt þá áætlun harðlega og segja hana ekki samræmast stefnu flokksins nægilega vel. Flokknum væri því betur borgið í stjórnarandstöðu svo að hann missi ekki enn fleiri þingmenn næst þegar gengið verður til kosninga. Leiðtogar SPD samþykktu á þriðjudag einróma að mæla með því að flokksmenn samþykki að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Aðalritarinn Lars Klingbeil sagði við Die Zeit að hann hefði fullan skilning á málstað þeirra sem efuðust um ágæti þess að framlengja líf Stórbandalagsins. „Áður en flokksmenn greiða atkvæði á þinginu ættu þeir að hafa í huga að það er einungis tvennt í stöðunni. Stjórnarmyndunarviðræður eða aðrar kosningar,“ sagði Klingbeil.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira