Náði takmarkinu og grét af gleði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. janúar 2018 08:00 Þórunn Hilda Jónasdóttir segist vera í sjokki yfir því hve vel gekk. Úr einkasafni Þórunn Hilda Jónasdóttir setti á dögunum af stað söfnun á Facebook síðu sinni fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Söfnunin fram úr hennar björtustu vonum og í dag færir hún deild 11B á Landspítalanum raftækin.Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum var markmið Þórunnar að safna 22 heyrnartólum og 17 spjaldtölvum fyrir 11 B, þar sem fólk fer í lyfjameðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn náði sínu takmarki og meira en það. Hún náði að safna heyrnartólum fyrir alla stólana á deildinni, 17 spjaldtölvum og svo einnig spjaldtölvum fyrir krabbameinsdeildina á Akureyri. Í samráði við deildarstjóra 11 B er hún svo að fara að ákveða hvað verður gert fyrir deildina fyrir þá fjárhæð sem stóð eftir í afgang.Þakklát fyrir viðbrögðin Þórunn segir í samtali við Vísi að hún hafi náð að safna í kringum 1.300.000 krónum. „Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég vissi að ég ætti góða vini og þeir ættu góða vini en þetta er ótrúlegt,“ segir Þórunn um söfnunina. „Þetta sýnir hvað ein manneskja getur gert. Þetta var bara ein Facebook færsla.“ Hún telur að söfnunin hafi gengið svo vel af því að fólk hafi getað sett sig í þessi spor, að það myndi vilja geta notað svona tæki ef það væri í slíkri meðferð á sjúkrahúsi. „PFAFF ljós gáfu mér heyrnartólin, öll 22 stykkin! Fékk Ipadana á góðum kjörum hjá Epli.is - Apple búðin, Lindex gaf 500 þúsund í söfnunina og þá fór ég að skæla úr gleði. Einnig gáfu Gaman Ferðir, Krums, Örninn sem og Kvenfélag Hvammshrepps í söfnunina. Síðast en ekki síst voru það þið vinir mínir og vinir ykkar sem sáu til þess að við rúlluðum þessu upp, skrifað Þórunn á Facebook þegar hún þakkaði fyrir aðstoðina.“ Þórunn segir að með þessu hafi sannast að ef fólk vilji breyta einhverju í sínu nærumhverfi þá sé það mögulegt. „Þetta þarf ekki að vera há upphæð. Einstaklingar lögðu til söfnunarinnar allt frá 500 krónum upp í 150 þúsund krónur,“ segir Þórunn þakklát. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Þórunn Hilda Jónasdóttir setti á dögunum af stað söfnun á Facebook síðu sinni fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Söfnunin fram úr hennar björtustu vonum og í dag færir hún deild 11B á Landspítalanum raftækin.Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum var markmið Þórunnar að safna 22 heyrnartólum og 17 spjaldtölvum fyrir 11 B, þar sem fólk fer í lyfjameðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn náði sínu takmarki og meira en það. Hún náði að safna heyrnartólum fyrir alla stólana á deildinni, 17 spjaldtölvum og svo einnig spjaldtölvum fyrir krabbameinsdeildina á Akureyri. Í samráði við deildarstjóra 11 B er hún svo að fara að ákveða hvað verður gert fyrir deildina fyrir þá fjárhæð sem stóð eftir í afgang.Þakklát fyrir viðbrögðin Þórunn segir í samtali við Vísi að hún hafi náð að safna í kringum 1.300.000 krónum. „Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég vissi að ég ætti góða vini og þeir ættu góða vini en þetta er ótrúlegt,“ segir Þórunn um söfnunina. „Þetta sýnir hvað ein manneskja getur gert. Þetta var bara ein Facebook færsla.“ Hún telur að söfnunin hafi gengið svo vel af því að fólk hafi getað sett sig í þessi spor, að það myndi vilja geta notað svona tæki ef það væri í slíkri meðferð á sjúkrahúsi. „PFAFF ljós gáfu mér heyrnartólin, öll 22 stykkin! Fékk Ipadana á góðum kjörum hjá Epli.is - Apple búðin, Lindex gaf 500 þúsund í söfnunina og þá fór ég að skæla úr gleði. Einnig gáfu Gaman Ferðir, Krums, Örninn sem og Kvenfélag Hvammshrepps í söfnunina. Síðast en ekki síst voru það þið vinir mínir og vinir ykkar sem sáu til þess að við rúlluðum þessu upp, skrifað Þórunn á Facebook þegar hún þakkaði fyrir aðstoðina.“ Þórunn segir að með þessu hafi sannast að ef fólk vilji breyta einhverju í sínu nærumhverfi þá sé það mögulegt. „Þetta þarf ekki að vera há upphæð. Einstaklingar lögðu til söfnunarinnar allt frá 500 krónum upp í 150 þúsund krónur,“ segir Þórunn þakklát.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30