Áfram í farbanni grunuð um barnsrán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 18:06 Hæstiréttur hefur nú tvívegis staðfest úrskurði héraðsdóms um að konan skuli sæta farbanni. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Skal konan sæta farbanni til 26. janúar næstkomandi en í bryjun desember staðfesti Hæstiréttur fyrri úrskurð héraðsdóms um að konan skyldi vera í farbanni til 29. desember. Þegar fyrst var greint frá málinu í byrjun desember kom fram að forsaga væri sú að konan og barnsfaðir hennar hafi skilið árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms frá því í liðinni viku, og var umgengni barnsins við móður verið vika og vika í senn. Sjá einnig:Móðirin segir föðurinn ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Móðirin var seinast með umgengni við barnið í mars síðastliðnum og fór hún þá ásamt núverandi sambýlismanni til Brasilíu. Tóku þau barnið með sér og er það þar enn en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms tók móðirin barnið með sér án vitundar og samþykkis föðurins. „Í greinargerð sækjanda kemur einnig fram að 4. apríl sl. hafi faðir barnsins lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haag-samningsins. Beiðnin hafi nú verið send [...] yfirvöldum og málið komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þá er þess getið að 8. september sl. hafi faðir barnsins krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og hafi úrskurður þess efnis fallið 28. nóvember sl., sbr. mál E-899/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember sl. hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og hún spurð um afstöðu og næstu aðgerðir í kjölfar framangreinds úrskurðar. Hún hafi þar sagst ætla til [...] þann 18. desember sl. og ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar myndu úrskurða á ný um breytta tilhögun forsjár yfir barninu,“ segir í úrskurði hérðasdóms.Sjá einnig:Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Auk þess kemur þar fram að móðirin hafi ekki viljað gefa upp dvalarstað barnsins og þá hafi lögreglan upplýsingar um það að hún hafi haft á orði við föðurinn að hún myndi ekki koma barninu til hans.Dóm Hæstaréttar og úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57 Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að brasilísk kona skuli áfram sæta farbanni þar sem hún er grunuð um að brjóta gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. Skal konan sæta farbanni til 26. janúar næstkomandi en í bryjun desember staðfesti Hæstiréttur fyrri úrskurð héraðsdóms um að konan skyldi vera í farbanni til 29. desember. Þegar fyrst var greint frá málinu í byrjun desember kom fram að forsaga væri sú að konan og barnsfaðir hennar hafi skilið árið 2012. Var þá ákveðin sameiginleg forsjá með barni þeirra og að lögheimili barnsins yrði hjá föðurnum. Barnið er enn með lögheimili þar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms frá því í liðinni viku, og var umgengni barnsins við móður verið vika og vika í senn. Sjá einnig:Móðirin segir föðurinn ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Móðirin var seinast með umgengni við barnið í mars síðastliðnum og fór hún þá ásamt núverandi sambýlismanni til Brasilíu. Tóku þau barnið með sér og er það þar enn en að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms tók móðirin barnið með sér án vitundar og samþykkis föðurins. „Í greinargerð sækjanda kemur einnig fram að 4. apríl sl. hafi faðir barnsins lagt fram beiðni til innanríkisráðuneytisins um að barninu yrði skilað til Íslands með vísan til Haag-samningsins. Beiðnin hafi nú verið send [...] yfirvöldum og málið komið á borð dómstóla þar í landi. Jafnframt hafi faðir barnsins kært kærðu til lögreglu. Þá er þess getið að 8. september sl. hafi faðir barnsins krafist þess að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að honum yrði til bráðabirgða falin forsjá barnsins og hafi úrskurður þess efnis fallið 28. nóvember sl., sbr. mál E-899/2017. Í kjölfar úrskurðarins hafi faðir barnsins skorað á kærðu að koma á forsjá með honum og barninu en hún hafi neitað því. Þann 1. desember sl. hafi framburðarskýrsla verið tekin af kærðu og hún spurð um afstöðu og næstu aðgerðir í kjölfar framangreinds úrskurðar. Hún hafi þar sagst ætla til [...] þann 18. desember sl. og ekki ætla að koma aftur til landsins með barnið nema íslenskir dómstólar myndu úrskurða á ný um breytta tilhögun forsjár yfir barninu,“ segir í úrskurði hérðasdóms.Sjá einnig:Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Auk þess kemur þar fram að móðirin hafi ekki viljað gefa upp dvalarstað barnsins og þá hafi lögreglan upplýsingar um það að hún hafi haft á orði við föðurinn að hún myndi ekki koma barninu til hans.Dóm Hæstaréttar og úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57 Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45 Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust. 7. desember 2017 08:57
Móðirin segir föður barnsins ekki hafa staðið við lögheimilisflutning Brasilísk kona hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna farbann vegna gruns um barnsrán. 6. desember 2017 14:45
Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán. 6. desember 2017 10:54