Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 14:11 Frá samstöðufundi í Íran í dag. Vísir/AFP Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. Óeirðirnar í Íran eru þau umfangsmestu frá árinu 2009 og byrjuðu þau vegna óánægju almennings með stöðu vinnumarkaðs og efnahagslífs landsins. Fljótlega snerust þau gegn stjórnvöldum og klerkastjórninni í Íran. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Í dag hafa ríkisfjölmiðlar í Íran birt myndir af þúsundum styðja ríkisstjórn landsins. Leiðtogar ríkisins segja að mótmælin hafi verið skipulögð af andstæðingum Íran og markmiðið hafi verið að grafa undan stjórnvöldum. „Óvinirnir hafa sameinast gegn okkur og beita öllum sínum ráðum, peningum, vopnum, stefnumálum og öryggissveitum til að skapa vandamál fyrir stjórn Íran,“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, í gær. „Óvinirnir eru ávalt að leita að tækifærum til að koma höggi á þjóð Íran.“Hér má sjá mótmælendur fyrir utan vistarverur meðlima Basij sveitanna. Það eru hópar sjálfboðaliða sem lúta stjórn Byltingarvarða Íran.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við mótmælendur í Íran hafa stjórnvöld Bandaríkjanna kallað eftir því að Íranar opni aftur fyrir notkun samfélagsmiðla þar í landi. Stuðningur Trump hefur þó fallið í grýttan veg í Íran. Umbótasinnar hafa fordæmt bæði ofbeldi mótmælenda og ofbeldi gegn þeim. Þar að auki hafa þeir fordæmt stuðning Trump.Blaðamaður Guardian ræddi við einn af mótmælendunum í Íran sem sagði fólk hafa fengið nóg af því að vera atvinnulaust og fátækt.„Þessir mótmælendur hafa enga leiðtoga. Þetta er leiðtogalaus hreyfing og ég kalla það hreyfingu hinna hungruðu.“ Talið er að minnst 400 mótmælendur hafi verið handteknir. Samkvæmt frétt AP hefur yfirmaður Byltingarvarðanna í Teheran sagt að mögulega geti mótmælendur verið dæmdir til dauða fyrir „stríð gegn guði“. Mið-Austurlönd Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. Óeirðirnar í Íran eru þau umfangsmestu frá árinu 2009 og byrjuðu þau vegna óánægju almennings með stöðu vinnumarkaðs og efnahagslífs landsins. Fljótlega snerust þau gegn stjórnvöldum og klerkastjórninni í Íran. Óánægjan hefur stigmagnast undanfarnar vikur og á endanum flykktist fólk út á götur landsins. Mótmælin hófust síðastliðinn fimmtudag, 28. desember, í borgum víðsvegar um landið. Fjölmenni var meðal annars í Mashhad, næstfjölmennustu borg landsins, og Kermanshah. Þaðan breiddust mótmælin út um landið. Í dag hafa ríkisfjölmiðlar í Íran birt myndir af þúsundum styðja ríkisstjórn landsins. Leiðtogar ríkisins segja að mótmælin hafi verið skipulögð af andstæðingum Íran og markmiðið hafi verið að grafa undan stjórnvöldum. „Óvinirnir hafa sameinast gegn okkur og beita öllum sínum ráðum, peningum, vopnum, stefnumálum og öryggissveitum til að skapa vandamál fyrir stjórn Íran,“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, í gær. „Óvinirnir eru ávalt að leita að tækifærum til að koma höggi á þjóð Íran.“Hér má sjá mótmælendur fyrir utan vistarverur meðlima Basij sveitanna. Það eru hópar sjálfboðaliða sem lúta stjórn Byltingarvarða Íran.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við mótmælendur í Íran hafa stjórnvöld Bandaríkjanna kallað eftir því að Íranar opni aftur fyrir notkun samfélagsmiðla þar í landi. Stuðningur Trump hefur þó fallið í grýttan veg í Íran. Umbótasinnar hafa fordæmt bæði ofbeldi mótmælenda og ofbeldi gegn þeim. Þar að auki hafa þeir fordæmt stuðning Trump.Blaðamaður Guardian ræddi við einn af mótmælendunum í Íran sem sagði fólk hafa fengið nóg af því að vera atvinnulaust og fátækt.„Þessir mótmælendur hafa enga leiðtoga. Þetta er leiðtogalaus hreyfing og ég kalla það hreyfingu hinna hungruðu.“ Talið er að minnst 400 mótmælendur hafi verið handteknir. Samkvæmt frétt AP hefur yfirmaður Byltingarvarðanna í Teheran sagt að mögulega geti mótmælendur verið dæmdir til dauða fyrir „stríð gegn guði“.
Mið-Austurlönd Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira