Öll í strætó Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 4. janúar 2018 07:00 Það gleður mig mjög að nú á nýju ári skuli Strætó BS taka mörg mikilvæg skref að bættri þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ég er meðal annars að tala um lengri þjónustutíma, næturstrætó, enga sumaráætlun, aukna tíðni og aðgengi fleira fólks að þjónustunni. Við þurfum öflugt almenningssamgöngukerfi til að ekki verði gengið á umhverfisgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu þótt íbúum fjölgi og mikilvægur þáttur í því er að koma í veg fyrir að bílum fjölgi í sama hlutfalli. Fyrirhuguð Borgarlína gegnir þar lykilhlutverki en henni er ætlað að tengja kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarásum. Strætó mun þó áfram gegna veigamiklu hlutverki til að almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur. Framtíðarsýn Strætó er að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með Strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl. Sem skref í átt að þessari framtíðarsýn aukum við þjónustu Strætó og innleiðum breytingar á leiðakerfi, lengjum þjónustutímann og aukum tíðni um leið og við stækkum þjónustusvæði Strætó. Leið 6 mun aka að Egilshöll í Grafarvogi á 10 mínútna tíðni á annatímum eins og leið 1 hefur nú gert í rúmt ár með góðum árangri. Þjónustutími verður lengdur til klukkan 1 eftir miðnætti á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 og í akstursþjónustu fatlaðra. Næturakstur hefst til reynslu í eitt ár þannig að sex leiðir verða eknar á um klukkutíma fresti frá klukkan 01.00 til 04.30 úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranætur laugar- og sunnudaga. Við munum fylgjast með notkun og árangri þessara breytinga enda er meginhlutverk Strætó BS að nýta það fé sem sveitarfélög og ríki fjárfesta í þjónustunni sem allra best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Örar breytingar á þjónustu almenningssamgangna eru ekki ákjósanlegar og það gleður okkur því að geta tilkynnt að 2018 verður engin sérstök þjónustuskerðing yfir sumartímann eins og síðastliðin ár. Það er von mín að þessar breytingar geri fleiri íbúum kleift að koma með í Strætó, það er upplagt áramótaheit. Höfundur er stjórnarformaður Strætó, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það gleður mig mjög að nú á nýju ári skuli Strætó BS taka mörg mikilvæg skref að bættri þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ég er meðal annars að tala um lengri þjónustutíma, næturstrætó, enga sumaráætlun, aukna tíðni og aðgengi fleira fólks að þjónustunni. Við þurfum öflugt almenningssamgöngukerfi til að ekki verði gengið á umhverfisgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu þótt íbúum fjölgi og mikilvægur þáttur í því er að koma í veg fyrir að bílum fjölgi í sama hlutfalli. Fyrirhuguð Borgarlína gegnir þar lykilhlutverki en henni er ætlað að tengja kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarásum. Strætó mun þó áfram gegna veigamiklu hlutverki til að almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur. Framtíðarsýn Strætó er að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með Strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl. Sem skref í átt að þessari framtíðarsýn aukum við þjónustu Strætó og innleiðum breytingar á leiðakerfi, lengjum þjónustutímann og aukum tíðni um leið og við stækkum þjónustusvæði Strætó. Leið 6 mun aka að Egilshöll í Grafarvogi á 10 mínútna tíðni á annatímum eins og leið 1 hefur nú gert í rúmt ár með góðum árangri. Þjónustutími verður lengdur til klukkan 1 eftir miðnætti á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 og í akstursþjónustu fatlaðra. Næturakstur hefst til reynslu í eitt ár þannig að sex leiðir verða eknar á um klukkutíma fresti frá klukkan 01.00 til 04.30 úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranætur laugar- og sunnudaga. Við munum fylgjast með notkun og árangri þessara breytinga enda er meginhlutverk Strætó BS að nýta það fé sem sveitarfélög og ríki fjárfesta í þjónustunni sem allra best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Örar breytingar á þjónustu almenningssamgangna eru ekki ákjósanlegar og það gleður okkur því að geta tilkynnt að 2018 verður engin sérstök þjónustuskerðing yfir sumartímann eins og síðastliðin ár. Það er von mín að þessar breytingar geri fleiri íbúum kleift að koma með í Strætó, það er upplagt áramótaheit. Höfundur er stjórnarformaður Strætó, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar