Netflix gerir framhald af Bright Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 16:44 Will Smith og Joel Edgerton. Netflix hefur staðfest að unnið sé að framhaldi myndarinnar Bright. Þeir Will Smith og Joel Edgerton munu mæta aftur og verður framhaldsmyndin skrifuð af David Ayer, sem mun einnig leikstýra henni. Bright var frumsýnd á Netflix þann 22. desember við dræmar móttökur gagnrýnenda. Myndin gerist í hliðstæðum veruleika þar sem ævintýraveru lifa við hlið mannfólks. Will Smith leikur lögreglumann sem fær Orka sem félaga en í sameiningu þurfa þeir að finna töfrasprota sem ansi margir girnast. Komist sprotinn í rangar hendur gæti það þýtt endalok jarðarinnar.Sjá einnig: Gagnrýnendur tæta í sig nýjustu mynd Will SmithÞó gagnrýnendur hafi ekki tekið vel í Bright virðist hún þó hafa fallið í kramið hjá áhorfendum. Á einni viku varð hún sú kvikmynd sem notendur Netflix hafa oftast horft á. Samkvæmt frétt AP sagði fyrirtækið Nielsen að ellefu milljónir manna hefðu horft á myndina í Bandaríkjunum á einungis þremur dögum.Framleiðsla Bright kostaði 90 milljónir dala. Það samsvarar rúmum níu milljörðum króna. Hér má sjá myndband sem Netflix birti til staðfestingar um að framhaldsmyndin yrði gerð. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Netflix hefur staðfest að unnið sé að framhaldi myndarinnar Bright. Þeir Will Smith og Joel Edgerton munu mæta aftur og verður framhaldsmyndin skrifuð af David Ayer, sem mun einnig leikstýra henni. Bright var frumsýnd á Netflix þann 22. desember við dræmar móttökur gagnrýnenda. Myndin gerist í hliðstæðum veruleika þar sem ævintýraveru lifa við hlið mannfólks. Will Smith leikur lögreglumann sem fær Orka sem félaga en í sameiningu þurfa þeir að finna töfrasprota sem ansi margir girnast. Komist sprotinn í rangar hendur gæti það þýtt endalok jarðarinnar.Sjá einnig: Gagnrýnendur tæta í sig nýjustu mynd Will SmithÞó gagnrýnendur hafi ekki tekið vel í Bright virðist hún þó hafa fallið í kramið hjá áhorfendum. Á einni viku varð hún sú kvikmynd sem notendur Netflix hafa oftast horft á. Samkvæmt frétt AP sagði fyrirtækið Nielsen að ellefu milljónir manna hefðu horft á myndina í Bandaríkjunum á einungis þremur dögum.Framleiðsla Bright kostaði 90 milljónir dala. Það samsvarar rúmum níu milljörðum króna. Hér má sjá myndband sem Netflix birti til staðfestingar um að framhaldsmyndin yrði gerð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein