Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2018 18:53 Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir. YouTube Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul er hættur að birta myndbönd í bili. Logan sagði frá þessu á Twitter en áður hafði hann birt myndband þar sem hann baðst innilegrar afsökunar. Leikarinn Stefán Karl Stefánsson gagnrýndi Youtube-stjörnuna í gær og sagði þar að hann ætti að skammast sín fyrir að hafa birt myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér á YouTube-rás sinni. Stefán Karl bættist þannig í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndbandið. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum og segir Logan að hann sjái nú eftir því að hafa haldið áfram að taka upp viðbrögðin þeirra. Segist hann einnig sjá eftir því að hafa sett myndbandið á Youtube. Í myndbandinu sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að aðstæðunum. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun. Myndbandið var sett inn á YouTube á sunnudag og höfðu margar milljónir séð það áður en það var tekið út. Stefán Karl tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni í gær þar sem hann spyr hversu sjúkur viðkomandi þarf að vera til að birta slíkt myndefni til að fá fleiri fylgjendur á YouTube-rásina. Leikarinn biðlar síðan til krakka um að hætta að vera áskrifendur að efni Logan Paul á YouTube svo hann læri eitthvað af þessu. Logan tekur ekki fram í stuttri Twitter-færslu sinni hversu lengi hann ætli að taka sér hlé frá birtingu myndbanda en hann hefur birt myndbönd daglega í meira en 400 daga.taking time to reflectno vlog for nowsee you soon— Logan Paul (@LoganPaul) January 4, 2018 Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul er hættur að birta myndbönd í bili. Logan sagði frá þessu á Twitter en áður hafði hann birt myndband þar sem hann baðst innilegrar afsökunar. Leikarinn Stefán Karl Stefánsson gagnrýndi Youtube-stjörnuna í gær og sagði þar að hann ætti að skammast sín fyrir að hafa birt myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér á YouTube-rás sinni. Stefán Karl bættist þannig í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndbandið. Logan og vinir hans gengu fram á lík í skóginum og segir Logan að hann sjái nú eftir því að hafa haldið áfram að taka upp viðbrögðin þeirra. Segist hann einnig sjá eftir því að hafa sett myndbandið á Youtube. Í myndbandinu sem stjarnan birti á YouTube-rás sinni mátti sjá að félögunum varð ansi brugðið en gerðu jafnframt grín að aðstæðunum. Voru Logan og félagar hans sakaðir um vanvirðingu og viðurstyggilega hegðun. Myndbandið var sett inn á YouTube á sunnudag og höfðu margar milljónir séð það áður en það var tekið út. Stefán Karl tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni í gær þar sem hann spyr hversu sjúkur viðkomandi þarf að vera til að birta slíkt myndefni til að fá fleiri fylgjendur á YouTube-rásina. Leikarinn biðlar síðan til krakka um að hætta að vera áskrifendur að efni Logan Paul á YouTube svo hann læri eitthvað af þessu. Logan tekur ekki fram í stuttri Twitter-færslu sinni hversu lengi hann ætli að taka sér hlé frá birtingu myndbanda en hann hefur birt myndbönd daglega í meira en 400 daga.taking time to reflectno vlog for nowsee you soon— Logan Paul (@LoganPaul) January 4, 2018
Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34
Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50