Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. janúar 2018 07:00 Stúdentar í átökum við lögreglumenn fyrir utan háskóla í Teheran en þar kom til átaka um áramótin. vísir/epa Stjórnvöld í Íran sökuðu í gær Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Í bréfinu segir að Bandaríkjaforseti hafi „með því að skrifa fjölda stórundarlegra tísta hvatt Írana til þess að taka þátt í óeirðum“. Það sé brot á alþjóðalögum. Óeirðirnar sem vísað er til eru mótmæli sem hafa farið fram undanfarið í nokkrum borgum ríkisins og eru jafnframt þau mestu frá árinu 2009 þegar mótmælt var vegna ósættis við forsetakosningar.Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ.Nordicphotos/AFPUpphaflega var það óánægja með verðlag og spillingu sem vakti einna helst reiði mótmælenda en með vaxandi fjölda þátttakenda var einblínt í meiri mæli á leiðtoga ríkisins, til að mynda æðstaklerkinn Ali Khamenei. Stjórnvöld hafa tekið á mótmælunum af hörku en alls beið 21 bana og að minnsta kosti 450 voru handtekin. Í gær lýsti leiðtogi byltingarvarðliðsins, Mohammad Ali Jafari, að tekist hefði að slökkva bálið. „Í dag getum við með sanni sagt að komið sé að lokum uppreisnar ársins 1396. Megi Guð vera okkur hliðhollur og megi ósigur þeirra verða algjör,“ sagði Jafari og vísaði til íranska tímatalsins. Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ, undirritaði bréfið og í því segir enn fremur að Bandaríkjamenn hafi lengi og ítrekað skipt sér af innanríkismálum Írana. „Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa farið yfir öll strik og brotið allar reglur og grundvallaratriði alþjóðalaga um milliríkjasamskipti.“Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPEins og í bréfinu segir tísti Trump um mótmælin. „Ég ber mikla virðingu fyrir írönsku þjóðinni sem reynir að endurheimta ríki sitt af spilltum ráðamönnum. Bandaríkin munu styðja ykkur þegar það er viðeigandi,“ tísti forsetinn. Khoshroo gaf hins vegar lítið fyrir þennan stuðning Trumps. Benti hann á að með ferðabanni sínu, sem Trump hefur ítrekað reynt að fá í gegn, hafi hann meinað venjulegum írönskum ríkisborgurum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafi Trump jafnframt neitað að lögfesta fjölþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írana. Stjórnvöld og fjölmiðlar í Íran hafa þó ekki einungis beint sjónum að Bandaríkjunum. Hafa Ísraelar einnig verið sakaðir um óeðlileg afskipti sem og Sádi-Arabar, en við þá eiga Íranar í köldu stríði. Rússneska utanríkisráðuneytið tók undir með Írönum í gær. Sagði fréttastofa Itar-Tass frá því að ráðuneytið hvetti Bandaríkjamenn til þess að láta af afskiptunum. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á þriðjudag að fráleitt væri að önnur ríki væru að hafa áhrif á mótmælendur. „Íranska þjóðin er að krefjast frelsis. Öllum frelsisunnendum er skylt að standa með henni í þeirri baráttu,“ sagði Haley. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Stjórnvöld í Íran sökuðu í gær Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Í bréfinu segir að Bandaríkjaforseti hafi „með því að skrifa fjölda stórundarlegra tísta hvatt Írana til þess að taka þátt í óeirðum“. Það sé brot á alþjóðalögum. Óeirðirnar sem vísað er til eru mótmæli sem hafa farið fram undanfarið í nokkrum borgum ríkisins og eru jafnframt þau mestu frá árinu 2009 þegar mótmælt var vegna ósættis við forsetakosningar.Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ.Nordicphotos/AFPUpphaflega var það óánægja með verðlag og spillingu sem vakti einna helst reiði mótmælenda en með vaxandi fjölda þátttakenda var einblínt í meiri mæli á leiðtoga ríkisins, til að mynda æðstaklerkinn Ali Khamenei. Stjórnvöld hafa tekið á mótmælunum af hörku en alls beið 21 bana og að minnsta kosti 450 voru handtekin. Í gær lýsti leiðtogi byltingarvarðliðsins, Mohammad Ali Jafari, að tekist hefði að slökkva bálið. „Í dag getum við með sanni sagt að komið sé að lokum uppreisnar ársins 1396. Megi Guð vera okkur hliðhollur og megi ósigur þeirra verða algjör,“ sagði Jafari og vísaði til íranska tímatalsins. Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ, undirritaði bréfið og í því segir enn fremur að Bandaríkjamenn hafi lengi og ítrekað skipt sér af innanríkismálum Írana. „Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa farið yfir öll strik og brotið allar reglur og grundvallaratriði alþjóðalaga um milliríkjasamskipti.“Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPEins og í bréfinu segir tísti Trump um mótmælin. „Ég ber mikla virðingu fyrir írönsku þjóðinni sem reynir að endurheimta ríki sitt af spilltum ráðamönnum. Bandaríkin munu styðja ykkur þegar það er viðeigandi,“ tísti forsetinn. Khoshroo gaf hins vegar lítið fyrir þennan stuðning Trumps. Benti hann á að með ferðabanni sínu, sem Trump hefur ítrekað reynt að fá í gegn, hafi hann meinað venjulegum írönskum ríkisborgurum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafi Trump jafnframt neitað að lögfesta fjölþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írana. Stjórnvöld og fjölmiðlar í Íran hafa þó ekki einungis beint sjónum að Bandaríkjunum. Hafa Ísraelar einnig verið sakaðir um óeðlileg afskipti sem og Sádi-Arabar, en við þá eiga Íranar í köldu stríði. Rússneska utanríkisráðuneytið tók undir með Írönum í gær. Sagði fréttastofa Itar-Tass frá því að ráðuneytið hvetti Bandaríkjamenn til þess að láta af afskiptunum. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á þriðjudag að fráleitt væri að önnur ríki væru að hafa áhrif á mótmælendur. „Íranska þjóðin er að krefjast frelsis. Öllum frelsisunnendum er skylt að standa með henni í þeirri baráttu,“ sagði Haley.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira