Frysta ófrjóvgað egg í fyrsta sinn: „Ánægjulegt að hjálpa við að vernda frjósemi“ Þórdís Valsdóttir skrifar 5. janúar 2018 21:00 Fyrsta ófrjóvgaða eggið var fryst í dag. Snorri Einarsson segir að lengi hafi verið stefnt að þessu markmiði. Vísir/Anton Brink og IVF-klíníkin IVF-klíníkin í Reykjavík frysti í dag ófrjóvgað egg skjólstæðings sín til geymslu, í fyrsta sinn á Íslandi. „Þetta er búið að vera markmið hjá okkur lengi og við erum búin að vera að æfa okkur frá síðustu áramótum,“ segir Snorri Einarsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og bætir við að IVF-klíníkin hafi stefnt að þessu frá því ný tæknifrjóvgunardeild sænska fyrirtækisins IVF Sverige var stofnuð á Íslandi. Starfsmenn klíníkurinnar hafa æft sig og þar að auki segir Snorri að nýr fósturfræðingur sem býr yfir mikilli reynslu hafi verið fenginn til að leiða deildina. „Við erum núna komin með getuna, hæfileikana og starfsfólk á rannsóknarstofunni sem getur gert þetta.“Leið til að vernda frjósemi Snorri segir frysting ófrjóvgaðra eggja sé til bóta þegar frjósemin er í hættu hjá konum vegna alvarlegra sjúkdóma, en að einnig sé þetta leið til þess að varðveita frjósemina af öðrum ástæðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp við þetta og einhvernveginn líka að fá hjálp við að trúa á framtíðina.“ „Stuttu fyrir jól kom þetta svolítið bratt upp á. Við lentum í því að þurfa að hjálpa tveimur konum sem því miður greindust með illkynja sjúkdóm og þurftu afar hratt á þessari aðstoð að halda. Það var mjög ánægjulegt að geta hjálpað þeim að vernda frjósemi sína sem getur annars verið í hættu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar sem framundan er,“ segir Snorri. Hingað til hafa konur þurft að fara utan í þessu skyni því hérlendis hefur hingað til einungis staðið til boða að frysta frjóvguð egg. „Það eru alls ekki allar konur í þeirri stöðu að geta fryst frjóvguð egg. Sumar eru ekki með maka og aðrar í stöðugu sambandi við mann eða konu og þegar veikindi ber að garði þá þarf oft að taka ákvörðun mjög hratt um það hvort eigi að frjóvga eggið með sæði makans, eða með gjafasæði. Það er ekki beinlínis auðveld staða og þetta er leið til þess að varðveita frjósemi sína á annan hátt,“ segir Snorri. Frysting ófrjóvgaðra eggja er flóknari en frysting fósturvísa og einnig er mun auðveldara að frysta sæði karla að sögn Snorra. „Hingað til hafa karlar getað gert það að láta frysta sæðið, það eru mun aðgengilegri frumur og svo er líka mun auðveldara að frysta þær því þær eru miklum mun minni,“ segir Snorri og bendir á að egg kvenna eru um 0,1 millimetri að stærð og eru langsamlega stærstu stöku frumur líkamans af þessari tegund.Greiðsluþátttaka baráttumál fyrir sjúklinga Snorri segir að það sé mikið baráttumál fyrir þær konur sem vilja gangast undir þessa meðferð, vegna alvarlegra veikinda, að stjórnvöld taki þátt í greiðslum fyrir meðferðina. „Í dag er þetta greitt fyrir karla, það að frysta sæði, og hefur lengi verið gert. Núna er það möguleiki hér að frysta ófrjóvguð egg og ég finn að það er vilji hjá stjórnvöldum og stofnunum að gera eitthvað í þessu,“ segir Snorri. IVF-klíníkin er ekki búin að ákveða fast verð fyrir þessa meðferð en Snorri segir að meðferðin sé mjög sambærileg við glasafrjóvgun. „Í raun er þetta meirihlutinn af glasafrjóvgunarmeðferð og mun kosta hátt í það sem slík meðferð kostar.“ „Við vonum svo sannarlega að þetta verði greitt fyrir fólk í þessari stöðu. Þetta eru dýrar meðferðir, það er mikið að fólki sem kemur að þessu og flókin tæki, auk þess dýr lyf. Þessir sjúklingar eru í einstaklega viðkvæmri stöðu og það er ferlegt fyrir þetta fólk að lenda í því að þurfa að borga þetta líka,“ segir Snorri. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
IVF-klíníkin í Reykjavík frysti í dag ófrjóvgað egg skjólstæðings sín til geymslu, í fyrsta sinn á Íslandi. „Þetta er búið að vera markmið hjá okkur lengi og við erum búin að vera að æfa okkur frá síðustu áramótum,“ segir Snorri Einarsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og bætir við að IVF-klíníkin hafi stefnt að þessu frá því ný tæknifrjóvgunardeild sænska fyrirtækisins IVF Sverige var stofnuð á Íslandi. Starfsmenn klíníkurinnar hafa æft sig og þar að auki segir Snorri að nýr fósturfræðingur sem býr yfir mikilli reynslu hafi verið fenginn til að leiða deildina. „Við erum núna komin með getuna, hæfileikana og starfsfólk á rannsóknarstofunni sem getur gert þetta.“Leið til að vernda frjósemi Snorri segir frysting ófrjóvgaðra eggja sé til bóta þegar frjósemin er í hættu hjá konum vegna alvarlegra sjúkdóma, en að einnig sé þetta leið til þess að varðveita frjósemina af öðrum ástæðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá hjálp við þetta og einhvernveginn líka að fá hjálp við að trúa á framtíðina.“ „Stuttu fyrir jól kom þetta svolítið bratt upp á. Við lentum í því að þurfa að hjálpa tveimur konum sem því miður greindust með illkynja sjúkdóm og þurftu afar hratt á þessari aðstoð að halda. Það var mjög ánægjulegt að geta hjálpað þeim að vernda frjósemi sína sem getur annars verið í hættu vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar sem framundan er,“ segir Snorri. Hingað til hafa konur þurft að fara utan í þessu skyni því hérlendis hefur hingað til einungis staðið til boða að frysta frjóvguð egg. „Það eru alls ekki allar konur í þeirri stöðu að geta fryst frjóvguð egg. Sumar eru ekki með maka og aðrar í stöðugu sambandi við mann eða konu og þegar veikindi ber að garði þá þarf oft að taka ákvörðun mjög hratt um það hvort eigi að frjóvga eggið með sæði makans, eða með gjafasæði. Það er ekki beinlínis auðveld staða og þetta er leið til þess að varðveita frjósemi sína á annan hátt,“ segir Snorri. Frysting ófrjóvgaðra eggja er flóknari en frysting fósturvísa og einnig er mun auðveldara að frysta sæði karla að sögn Snorra. „Hingað til hafa karlar getað gert það að láta frysta sæðið, það eru mun aðgengilegri frumur og svo er líka mun auðveldara að frysta þær því þær eru miklum mun minni,“ segir Snorri og bendir á að egg kvenna eru um 0,1 millimetri að stærð og eru langsamlega stærstu stöku frumur líkamans af þessari tegund.Greiðsluþátttaka baráttumál fyrir sjúklinga Snorri segir að það sé mikið baráttumál fyrir þær konur sem vilja gangast undir þessa meðferð, vegna alvarlegra veikinda, að stjórnvöld taki þátt í greiðslum fyrir meðferðina. „Í dag er þetta greitt fyrir karla, það að frysta sæði, og hefur lengi verið gert. Núna er það möguleiki hér að frysta ófrjóvguð egg og ég finn að það er vilji hjá stjórnvöldum og stofnunum að gera eitthvað í þessu,“ segir Snorri. IVF-klíníkin er ekki búin að ákveða fast verð fyrir þessa meðferð en Snorri segir að meðferðin sé mjög sambærileg við glasafrjóvgun. „Í raun er þetta meirihlutinn af glasafrjóvgunarmeðferð og mun kosta hátt í það sem slík meðferð kostar.“ „Við vonum svo sannarlega að þetta verði greitt fyrir fólk í þessari stöðu. Þetta eru dýrar meðferðir, það er mikið að fólki sem kemur að þessu og flókin tæki, auk þess dýr lyf. Þessir sjúklingar eru í einstaklega viðkvæmri stöðu og það er ferlegt fyrir þetta fólk að lenda í því að þurfa að borga þetta líka,“ segir Snorri.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00 Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bjóða frystingu ófrjóvgaðra eggja Verð á frystingu ófrjóvgaðra eggja mun kosta í kringum 500 þúsund. 11. desember 2015 07:00
Sænska fyrirtækið IVF lætur til sín taka í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. Deildin, sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík, verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. 7. desember 2015 07:00