Magnús vill annað sæti á lista Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2018 21:39 Magnús Örn Guðmundsson Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldið verður 20. janúar næstkomandi. Magnús Örn situr í bæjarstjórn Seltjarnarness, er formaður íþrótta- og tómstundanefndar og situr í skólanefnd bæjarins. Hann starfar sem forstöðumaður hjá Stefni hf. Magnús leggur áherslu á lága skatta, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig í grunnþjónustu og forgangsröðun framkvæmda án skuldasöfnunar. Hann leggur jafnframt áherslu á að skipulagsmál þurfi að nálgast með meiri yfirvegun í sátt við bæjarbúa og vill raunsæi í samgöngumálum.Nánar um stefnumál: Magnús Örn vill lækka fasteignaskatta umtalsvert. Álagningarstuðull fasteignaskattsins hefur lækkað um 16% á kjörtímabilinu en fasteignaverð hefur hins vegar hækkað um meira en 50% á síðustu 5 árum. Með hækkandi launum síðustu misseri hefur einnig skapast svigrúm til lækkunar útsvars, en Seltirningar greiða eitt hæsta útsvar á íbúa þó álagningarprósentan sé lægri en hjá flestum sveitarfélögum. Magnús vill einfalda, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu og opið bókhald þar sem skattgreiðendur geta nálgast tölur úr rekstri málaflokka og upplýsingar um viðskiptaaðila bæjarins. Skipulags- og umferðarmál þurfi að hugsa með hagsmuni Seltirninga að leiðarljósi og gæta þarf fyllstu aðgátar við viðkvæm náttúrusvæði bæjarins. Tryggja þarf að ekki verði þrengt frekar að umferð einkabílsins, sem eru hinar raunverulegu almenningssamgöngur Seltirninga. Magnús situr í skólanefnd og vill bæta kjör og aðbúnað kennara. Hann vill einkarekinn ungbarnaleikskóla á Seltjarnarnes. Á Seltjarnarnesi er fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og tryggja þarf að svo verði áfram með framúrskarandi aðstöðu. Magnús leggur áherslu á að þjónusta við elstu íbúa bæjarins sé líka sem allra best en eldri borgarar eru hátt hlutfall bæjarbúa. Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldið verður 20. janúar næstkomandi. Magnús Örn situr í bæjarstjórn Seltjarnarness, er formaður íþrótta- og tómstundanefndar og situr í skólanefnd bæjarins. Hann starfar sem forstöðumaður hjá Stefni hf. Magnús leggur áherslu á lága skatta, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig í grunnþjónustu og forgangsröðun framkvæmda án skuldasöfnunar. Hann leggur jafnframt áherslu á að skipulagsmál þurfi að nálgast með meiri yfirvegun í sátt við bæjarbúa og vill raunsæi í samgöngumálum.Nánar um stefnumál: Magnús Örn vill lækka fasteignaskatta umtalsvert. Álagningarstuðull fasteignaskattsins hefur lækkað um 16% á kjörtímabilinu en fasteignaverð hefur hins vegar hækkað um meira en 50% á síðustu 5 árum. Með hækkandi launum síðustu misseri hefur einnig skapast svigrúm til lækkunar útsvars, en Seltirningar greiða eitt hæsta útsvar á íbúa þó álagningarprósentan sé lægri en hjá flestum sveitarfélögum. Magnús vill einfalda, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu og opið bókhald þar sem skattgreiðendur geta nálgast tölur úr rekstri málaflokka og upplýsingar um viðskiptaaðila bæjarins. Skipulags- og umferðarmál þurfi að hugsa með hagsmuni Seltirninga að leiðarljósi og gæta þarf fyllstu aðgátar við viðkvæm náttúrusvæði bæjarins. Tryggja þarf að ekki verði þrengt frekar að umferð einkabílsins, sem eru hinar raunverulegu almenningssamgöngur Seltirninga. Magnús situr í skólanefnd og vill bæta kjör og aðbúnað kennara. Hann vill einkarekinn ungbarnaleikskóla á Seltjarnarnes. Á Seltjarnarnesi er fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og tryggja þarf að svo verði áfram með framúrskarandi aðstöðu. Magnús leggur áherslu á að þjónusta við elstu íbúa bæjarins sé líka sem allra best en eldri borgarar eru hátt hlutfall bæjarbúa.
Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira