Skipuleggjendur keppninnar tilkynntu í dag að fjórar konur munu kynna keppnina en í í Kænugarði á síðasta ári voru þrír karlmenn í því hlutverki.
Þær heita Filomena Cautela, Sílvia Alberto, Daniela Ruah og Catarina Furtado og skipta hlutverkinu jafnt á milli sín.
Hér má sjá sérstakt kynningarmyndband um konurnar fjórar.
Það styttist í að Íslendingar velji sinn fulltrúa í Eurovision. Fyrirkomulag Söngvakeppni Sjónvarpsins verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll.
