„Ég ræð ekkert við þetta“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. janúar 2018 19:30 Einn maður liggur á gjörgæsludeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í nótt en áður en hann missti meðvitund vakti hann nágranna sem slökkvilið bjargaði. Á sama tíma og eldurinn logaði kviknaði í húsi fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ sem rétt náði að flýja út um svefnherbergisglugga. Fyrri eldsvoðinn kom upp í íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishúss við Bláhamra í Grafarvogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Þar bjó einn maður sem fór fram til að vekja nágranna þegar eldurinn kom upp. „Það var bankað á dyrnar og kallað: „hjálp, hjálp, ég ræð ekkert við þetta" og ég fer fram og opnaði hurðina en þá kemur bara þykkur svartur reykur á móti mér. Svo ég bara loka strax," segir Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu. Svanhvít forðaði sér út á svalir, hringdi á slökkvilið og lét vita af nágrönnum sínum. Við komuna sendi slökkvilið tvö gengi inn í húsið. „Fyrra gengið fann mjög fljótlega þann sem bjó í íbúðinni sem eldurinn kom upp í og reykkafaragengi númer tvö fór strax að slökkva eldinn og síðan var hægt að aðstoða aðra íbúa hússins," segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu.Sjö fluttir á sjúkrahús Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en Svanhvít beið úti á svölum, berfætt og í náttfötum, í um hálftíma. Hún segist hafa verið í miklu áfalli. „Ég heyrði það bara á vídjói sem ég tók úti á svölum í nótt hvað ég var skelfingu lostin en áttaði mig eiginlega ekkert á því þá. Ég heyrði það bara þegar ég hlustaði á það áðan hvað ég er rosalega hrædd," segir Svanhvít. Sjö íbúar hússins voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en sex þeirra voru fljótlega útskrifaðir. Maðurinn sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp liggur enn á gjörgæslu. Stuttu eftir að slökkvilið hóf störf í Grafarvogi kom annað útkall vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ og kalla þurfti út aukavaktir slökkviliðs til að ráða við bæði verkefnin. Íbúðarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að og er það rústir einar eftir brunann. Fimm manna fjölskylda bjó í húsinu og þurftu þau að brjóta sér leið út í gegnum svefnherbergisgluggann. Eldsupptök í hvorugum brunanum eru ljós. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í Mosfellsbæ vegna óveðurs. „Fólkið var aðeins skrámað og skorið eftir að hafa farið í gegnum brotinn glugga en var ekki með reykeitrun. Þetta voru tvö börn og þrír fullorðnir og það má bara þakka fyrir að þau hafi komist út," segir Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Tengdar fréttir Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Einn maður liggur á gjörgæsludeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í nótt en áður en hann missti meðvitund vakti hann nágranna sem slökkvilið bjargaði. Á sama tíma og eldurinn logaði kviknaði í húsi fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ sem rétt náði að flýja út um svefnherbergisglugga. Fyrri eldsvoðinn kom upp í íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishúss við Bláhamra í Grafarvogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Þar bjó einn maður sem fór fram til að vekja nágranna þegar eldurinn kom upp. „Það var bankað á dyrnar og kallað: „hjálp, hjálp, ég ræð ekkert við þetta" og ég fer fram og opnaði hurðina en þá kemur bara þykkur svartur reykur á móti mér. Svo ég bara loka strax," segir Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu. Svanhvít forðaði sér út á svalir, hringdi á slökkvilið og lét vita af nágrönnum sínum. Við komuna sendi slökkvilið tvö gengi inn í húsið. „Fyrra gengið fann mjög fljótlega þann sem bjó í íbúðinni sem eldurinn kom upp í og reykkafaragengi númer tvö fór strax að slökkva eldinn og síðan var hægt að aðstoða aðra íbúa hússins," segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu.Sjö fluttir á sjúkrahús Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en Svanhvít beið úti á svölum, berfætt og í náttfötum, í um hálftíma. Hún segist hafa verið í miklu áfalli. „Ég heyrði það bara á vídjói sem ég tók úti á svölum í nótt hvað ég var skelfingu lostin en áttaði mig eiginlega ekkert á því þá. Ég heyrði það bara þegar ég hlustaði á það áðan hvað ég er rosalega hrædd," segir Svanhvít. Sjö íbúar hússins voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en sex þeirra voru fljótlega útskrifaðir. Maðurinn sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp liggur enn á gjörgæslu. Stuttu eftir að slökkvilið hóf störf í Grafarvogi kom annað útkall vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ og kalla þurfti út aukavaktir slökkviliðs til að ráða við bæði verkefnin. Íbúðarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að og er það rústir einar eftir brunann. Fimm manna fjölskylda bjó í húsinu og þurftu þau að brjóta sér leið út í gegnum svefnherbergisgluggann. Eldsupptök í hvorugum brunanum eru ljós. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í Mosfellsbæ vegna óveðurs. „Fólkið var aðeins skrámað og skorið eftir að hafa farið í gegnum brotinn glugga en var ekki með reykeitrun. Þetta voru tvö börn og þrír fullorðnir og það má bara þakka fyrir að þau hafi komist út," segir Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Tengdar fréttir Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34
Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12
Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48