Átökin stigmagnast í Íran Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 20:31 Íranskir nemendur við háskólann í Tehran leita skjóls eftir að lögregla beitti þá táragasi. Íbúar landsins hafa mótmælt þarlendum stjórnvöldum í sjaldæfum mótmælum síðustu þrjá daga. Vísir/afp Stjórnvöld í Íran hafa varað borgara sína við því að halda „ólöglegar“ samkomur opinberlega. Íranskir borgarar hafa mótmælt þarlendum stjórnvöldum undanfarna þrjá daga í mörgum borgum landsins. Mótmælin hafa færst í aukana í dag og til harðra átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin hófust á fimmtudaginn þar sem mótmælendur mótmæltu háu verðlagi og erfiðum efnahagslegum aðstæðum í landinu. Mótmælin eru þau fjölmennustu frá árinu 2009. Samkvæmt fréttum BBC hafa tveir mótmælendur orðið fyrir byssuskotum og mótmælendur hafa einnig borið eld að vélhjólum lögreglumanna og kveikt í veggspjöldum með myndum af leiðtogum landsins. Mótmælendur hafa ekki gefið viðvörunum stjórnvalda gaum. Bandaríkin hafa varað Íran við því að „heimurinn fylgist með“ viðbrögðum þeirra við mótmælunum.Sjá meira: „Heimurinn fylgist með“Stuðningsmenn stjórnvalda héldu fjöldafundi um allt land til stuðnings ríkisstjórninni og valdamönnum í landinu.Vísir/AFPNú í dag komu þúsundir stuðningsmanna íranskra stjórnvalda saman í árlegum samkomum um allt land. Samkomurnar eru skipulagðar af stjórnvöldum og hafa verið haldnar frá árinu 2009 vegna óaldarinnar sem skók Íran það ár. Íranska ríkisstjórnvarpið sendi út myndbönd af stuðningsmönnunum þar sem þeir bera áróðursborða með stuðningsyfirlýsingum við Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Íran. Fjöldafundir til stuðnings stjórnvöldum voru haldnir í yfir 1.200 borgum og bæjum í Íran um helgina. Ríkissjónvarpið sýndi engar upptökur af hinum „ólöglegu“ mótmælum sem standa yfir um allt land. Segir andstæðinga stjórnvalda standa að baki mótmælunum Eshaq Jahangiri varaforseti Íran hefur gefið í skyn að andstæðingar íranskra stjórnvalda hafi staðið að baki fyrstu mótmælunum. „Sum atvik í landinu undanfarna daga hafa verið undir því yfirskyni að þau snúist um efnahagslegt ástand, en það virðist sem eitthvað annað liggi að baki. Þeir halda að með því að gera þetta muni það skaða ríkisstjórnina, en þetta mun hafa áhrif á aðra,“ sagði Jahangiri í ríkissjónvarpi Íran. Rouhani forseti Íran var endurkjörinn í maí síðastliðnum og hefur ekki staðið við loforð sín um uppbyggingu efnahags landsins. Mið-Austurlönd Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Stjórnvöld í Íran hafa varað borgara sína við því að halda „ólöglegar“ samkomur opinberlega. Íranskir borgarar hafa mótmælt þarlendum stjórnvöldum undanfarna þrjá daga í mörgum borgum landsins. Mótmælin hafa færst í aukana í dag og til harðra átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin hófust á fimmtudaginn þar sem mótmælendur mótmæltu háu verðlagi og erfiðum efnahagslegum aðstæðum í landinu. Mótmælin eru þau fjölmennustu frá árinu 2009. Samkvæmt fréttum BBC hafa tveir mótmælendur orðið fyrir byssuskotum og mótmælendur hafa einnig borið eld að vélhjólum lögreglumanna og kveikt í veggspjöldum með myndum af leiðtogum landsins. Mótmælendur hafa ekki gefið viðvörunum stjórnvalda gaum. Bandaríkin hafa varað Íran við því að „heimurinn fylgist með“ viðbrögðum þeirra við mótmælunum.Sjá meira: „Heimurinn fylgist með“Stuðningsmenn stjórnvalda héldu fjöldafundi um allt land til stuðnings ríkisstjórninni og valdamönnum í landinu.Vísir/AFPNú í dag komu þúsundir stuðningsmanna íranskra stjórnvalda saman í árlegum samkomum um allt land. Samkomurnar eru skipulagðar af stjórnvöldum og hafa verið haldnar frá árinu 2009 vegna óaldarinnar sem skók Íran það ár. Íranska ríkisstjórnvarpið sendi út myndbönd af stuðningsmönnunum þar sem þeir bera áróðursborða með stuðningsyfirlýsingum við Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Íran. Fjöldafundir til stuðnings stjórnvöldum voru haldnir í yfir 1.200 borgum og bæjum í Íran um helgina. Ríkissjónvarpið sýndi engar upptökur af hinum „ólöglegu“ mótmælum sem standa yfir um allt land. Segir andstæðinga stjórnvalda standa að baki mótmælunum Eshaq Jahangiri varaforseti Íran hefur gefið í skyn að andstæðingar íranskra stjórnvalda hafi staðið að baki fyrstu mótmælunum. „Sum atvik í landinu undanfarna daga hafa verið undir því yfirskyni að þau snúist um efnahagslegt ástand, en það virðist sem eitthvað annað liggi að baki. Þeir halda að með því að gera þetta muni það skaða ríkisstjórnina, en þetta mun hafa áhrif á aðra,“ sagði Jahangiri í ríkissjónvarpi Íran. Rouhani forseti Íran var endurkjörinn í maí síðastliðnum og hefur ekki staðið við loforð sín um uppbyggingu efnahags landsins.
Mið-Austurlönd Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira