Innlent

Mikið um stúta á höfuðborgarsvæðinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi vegna ölvunaraksturs og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Fjöldi ökumanna voru stöðvaðir vegna slíks gruns og hafði einn bakkað á bíl erlendra ferðamanna og stungið af. Sá var vistaður í fangageymslu þar sem hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, að aka án ökuréttinda, þar sem hann hafði áður verið sviptur þeim og um vörslu fíkniefna.

Samkvæmt dagbók lögreglu var maður í annarlegu ástandi handtekinn við Lindargötu og vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans batnaði og ölvaður ungur maður í Breiðholti var handtekinn fyrir eignaspjöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×