Mögnuð endurkoma Curry Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. desember 2017 09:16 Steph Curry var góður í nótt. vísir/getty Steph Curry snéri aftur á völlin með látum þegar Golden State Warriors mætti Memphis Grizzlies í NBA deildinni í körfubolta. Curry meiddist á ökkla í byrjun desember og hefur ekki komið við sögu í síðustu ellefu leikjum meistaranna. Það var þó ekki að sjá á frammistöðu hans í nótt að hann hefði misst af neinu, því hann skoraði 38 stig og þar af 10 úr 13 þriggja stiga skotum. Enginn hefur skorað fleiri þriggja stiga skot í einum leik til þessa á tímabilinu. Það var stutt gamanið hjá Draymond Green í leiknum, en hann fékk tvær tæknivillur á 47 sekúndum snemma í öðrum leikhluta sem þýddi að hann var rekinn úr húsi. Kevin Durant skoraði 20 stig og níu stoðsendingar fyrir Warriors og Klay Thompson átti 21 stig í öruggum 141-128 sigri. Kristaps Porzingis hafði betur gegn Anthony Davis og Demarcus Cousins í baráttu stóru mannanna sem af mörgum eru taldir bestir í deildinni þegar New York Knicks mættu New Orleans Pelicans. Knicks hafa ekki átt góðu gengi að fagna á útivelli í vetur, unnið 3 og tapað 12, en þeir fóru heim frá New Orleans með 105-103 sigur þar sem Porzingis átti magnaðar lokamínútur. Hann skoraði sjö stig í röð á loka mínútu leiksins og jafnaði leikinn eftir að Knicks höfðu verið yfir í hálfleik. Jarrett Jack nýtti sér að vörn Pelicans var að einbeita sér að Porzingis, fiskaði tvö víti á lokasekúndunum sem hann setti niður og tryggði Knicks sigurinn. Þrátt fyrir tapið áttu Cousins og Davis samt mjög góðanleik, Davis setti niður 31 stig, tók níu fráköst og varði fimm skot á meðan Cousins skoraði 29 stig og reif niður 19 fráköst.AD with the statement!#DoItBigpic.twitter.com/yt2SbBiROH — NBA (@NBA) December 31, 2017 LeBron James hélt upp á 33 ára afmælið sitt með tapi fyrir Utah Jazz. Þetta var þriðji tapleikur Cleveland í röð og James hefur ekki unnið leik í síðustu sjö leikjum á heimavelli Utah. Cleveland byrjaði leikinn betur og vann fyrsta leikhlutann með 10 stigum. Þeir töpuðu hins vegar næstu tveimu leikhlutum og þeim þriðja með 12 stigum. Lokatölur urðu 104-101 fyrir Jazz.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans – New York Knicks 103-105 Utah Jazz – Cleveland Cavaliers 104-101 Denver Nuggets – Philadelphia 76er 102-107 Detroit Pistons – San Antonio Spurs 93-79 Orlando Magic – Miami Heat 111-117 Atlanta Hawks – Portland Trail Blazers 104-89 Golden State Warriors – Memphis Grizzlies 141-128 NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Steph Curry snéri aftur á völlin með látum þegar Golden State Warriors mætti Memphis Grizzlies í NBA deildinni í körfubolta. Curry meiddist á ökkla í byrjun desember og hefur ekki komið við sögu í síðustu ellefu leikjum meistaranna. Það var þó ekki að sjá á frammistöðu hans í nótt að hann hefði misst af neinu, því hann skoraði 38 stig og þar af 10 úr 13 þriggja stiga skotum. Enginn hefur skorað fleiri þriggja stiga skot í einum leik til þessa á tímabilinu. Það var stutt gamanið hjá Draymond Green í leiknum, en hann fékk tvær tæknivillur á 47 sekúndum snemma í öðrum leikhluta sem þýddi að hann var rekinn úr húsi. Kevin Durant skoraði 20 stig og níu stoðsendingar fyrir Warriors og Klay Thompson átti 21 stig í öruggum 141-128 sigri. Kristaps Porzingis hafði betur gegn Anthony Davis og Demarcus Cousins í baráttu stóru mannanna sem af mörgum eru taldir bestir í deildinni þegar New York Knicks mættu New Orleans Pelicans. Knicks hafa ekki átt góðu gengi að fagna á útivelli í vetur, unnið 3 og tapað 12, en þeir fóru heim frá New Orleans með 105-103 sigur þar sem Porzingis átti magnaðar lokamínútur. Hann skoraði sjö stig í röð á loka mínútu leiksins og jafnaði leikinn eftir að Knicks höfðu verið yfir í hálfleik. Jarrett Jack nýtti sér að vörn Pelicans var að einbeita sér að Porzingis, fiskaði tvö víti á lokasekúndunum sem hann setti niður og tryggði Knicks sigurinn. Þrátt fyrir tapið áttu Cousins og Davis samt mjög góðanleik, Davis setti niður 31 stig, tók níu fráköst og varði fimm skot á meðan Cousins skoraði 29 stig og reif niður 19 fráköst.AD with the statement!#DoItBigpic.twitter.com/yt2SbBiROH — NBA (@NBA) December 31, 2017 LeBron James hélt upp á 33 ára afmælið sitt með tapi fyrir Utah Jazz. Þetta var þriðji tapleikur Cleveland í röð og James hefur ekki unnið leik í síðustu sjö leikjum á heimavelli Utah. Cleveland byrjaði leikinn betur og vann fyrsta leikhlutann með 10 stigum. Þeir töpuðu hins vegar næstu tveimu leikhlutum og þeim þriðja með 12 stigum. Lokatölur urðu 104-101 fyrir Jazz.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans – New York Knicks 103-105 Utah Jazz – Cleveland Cavaliers 104-101 Denver Nuggets – Philadelphia 76er 102-107 Detroit Pistons – San Antonio Spurs 93-79 Orlando Magic – Miami Heat 111-117 Atlanta Hawks – Portland Trail Blazers 104-89 Golden State Warriors – Memphis Grizzlies 141-128
NBA Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira