Galdurinn á bak við notalega stemningu Guðný Hrönn skrifar 20. desember 2017 10:30 Auður Gná gefur lesendum góð ráð um hvernig má skapa kósí stemningu. vísir/ANTON BRINK Auði Gná Ingvarsdóttur, fagurkera og hönnuði Further North, hefur tekist að skapa afar notalega stemningu heima hjá sér. Lífið kíkti í heimsókn og fékk góð ráð um hvernig má gera rými notaleg og kósí. „Ég held að til að heimili geti verið virkilega góð varðandi stemningu, þá þurfi að hugsa vel út í lýsingu. Það skiptir höfuðmáli, of mikið lýst eða of lítið lýst rými geta virkað mjög fráhrindandi þótt að öðru leyti sé allt eins og það á að vera,“ segir Auður Gná spurð út í hver galdurinn á bak við góða stemningu sé.„Lampar eru oft á tíðum eins og litlir skúlptúrar og margir hverjir alveg tímalausir, þannig að það skiptir miklu máli að eiga falleg ljós. Án réttrar lýsingar er erfitt að ná hlýlegu andrúmslofti, þannig að hún er alltaf grunnurinn að mínu mati.“ Bækur eru áberandi heima hjá Auði Gná, henni þykir nefnilega ómissandi að hafa fallegar bækur í kringum sig. „Mér þykir vænt um bækurnar mínar og finnst gott að grípa í þær þegar ég fæ einhverja hugmynd sem mig langar til að útfæra, sama hvort það er varðandi innanhússarkitektúr eða vörurnar mínar frá Further North. Jafnvel matreiðslubækur…sem verður að játast að á mínu heimili eru ekki mikið notaðar til að elda upp úr þótt það standi alltaf til,“ segir Auður sem fær innblásturinn víða að. Púðar, teppi og myndlist gera gæfumunAuður hefur náð að blanda nýju og gömlu saman á smart hátt. "Ég er dálítill "second hand-isti“ í þeim skilningi að ég verð sjaldan glaðari en þegar ég finn fallegt notað en vandað húsgagn sem hefur staðist tímans tönn.“vísir/anton brinkPúðar, gærur og hlý teppi setja svip á sófa Auðar. „Ég verð að eiga góð ullarteppi, án þeirra gæti ég ekki lifað,“ segir Auður sem hannaði sjálf dúskateppið sem prýðir sófann hennar. Þau fást í Rammagerðinni. „Það var frábært að Rammagerðin skyldi sýna þessu áhuga sem var nú ekki sjálfgefið, þar sem teppin eru langt frá því að teljast hefðbundin ullarteppi. Þau eru í grunninn dökk að lit og svo lét ég útbúa úr lopa frábæra dúska sem festir eru á teppin, átta dúskar á hvert teppi,“ segir Auður.Dúskateppið í sófanum er hönnun Auðar. „Dúskarnir eru gerðir í svokallaðri dúskavél hjá Varma, sem hljómar eins og eitthvert ótrúlega spennandi leikfang í mínum eyrum.“vísir/anton brinkGærurnar í sófanum lét Auður svo súta og lita fyrir sig fyrir norðan en hún hefur notað gærur mikið í hönnun sína. Hún hefur lagt áherslu á að fylgjast vel með vinnuferlinu í kringum gærurnar. „Það hefur ákveðið gildi fyrir mig að vita næstum upp á hár hvaða aðili sá um að vinna skinnin. Mér þykir vænt um að vita hvað það tók mörg handtök að vinna skinnin og þekkja fólkið sem kom að því.“Myndlist prýðir flesta veggi heima hjá Auði.vísir/anton brinkPunkturinn yfir i-ið er svo öll myndlistin sem prýðir heimili.„Myndlistarverkin mín eru mér kannski kærust, örugglega af því að þau eru svo einkennandi fyrir mitt heimili. Það er einmitt það góða við myndlist, hún býr til sérkenni á heimili fólks ef verkin er ekki að finna á neinu öðru heimili,“ útskýrir Auður sem þykir mikilvægt að styðja við myndlistarfólk. Hún segir myndlist einmitt vera tilvalda í jólapakkann. „Það er um að gera að gefa myndlist í jólagjöf, sérstaklega ungu fólki. Þannig kviknar áhuginn og getur orðið að alvarlegri söfnunaráráttu,“ segir hún glöð í bragði.Munir úr ýmsum áttum sem Auður hefur safnað á ferðalögum. Tíska og hönnun Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Auði Gná Ingvarsdóttur, fagurkera og hönnuði Further North, hefur tekist að skapa afar notalega stemningu heima hjá sér. Lífið kíkti í heimsókn og fékk góð ráð um hvernig má gera rými notaleg og kósí. „Ég held að til að heimili geti verið virkilega góð varðandi stemningu, þá þurfi að hugsa vel út í lýsingu. Það skiptir höfuðmáli, of mikið lýst eða of lítið lýst rými geta virkað mjög fráhrindandi þótt að öðru leyti sé allt eins og það á að vera,“ segir Auður Gná spurð út í hver galdurinn á bak við góða stemningu sé.„Lampar eru oft á tíðum eins og litlir skúlptúrar og margir hverjir alveg tímalausir, þannig að það skiptir miklu máli að eiga falleg ljós. Án réttrar lýsingar er erfitt að ná hlýlegu andrúmslofti, þannig að hún er alltaf grunnurinn að mínu mati.“ Bækur eru áberandi heima hjá Auði Gná, henni þykir nefnilega ómissandi að hafa fallegar bækur í kringum sig. „Mér þykir vænt um bækurnar mínar og finnst gott að grípa í þær þegar ég fæ einhverja hugmynd sem mig langar til að útfæra, sama hvort það er varðandi innanhússarkitektúr eða vörurnar mínar frá Further North. Jafnvel matreiðslubækur…sem verður að játast að á mínu heimili eru ekki mikið notaðar til að elda upp úr þótt það standi alltaf til,“ segir Auður sem fær innblásturinn víða að. Púðar, teppi og myndlist gera gæfumunAuður hefur náð að blanda nýju og gömlu saman á smart hátt. "Ég er dálítill "second hand-isti“ í þeim skilningi að ég verð sjaldan glaðari en þegar ég finn fallegt notað en vandað húsgagn sem hefur staðist tímans tönn.“vísir/anton brinkPúðar, gærur og hlý teppi setja svip á sófa Auðar. „Ég verð að eiga góð ullarteppi, án þeirra gæti ég ekki lifað,“ segir Auður sem hannaði sjálf dúskateppið sem prýðir sófann hennar. Þau fást í Rammagerðinni. „Það var frábært að Rammagerðin skyldi sýna þessu áhuga sem var nú ekki sjálfgefið, þar sem teppin eru langt frá því að teljast hefðbundin ullarteppi. Þau eru í grunninn dökk að lit og svo lét ég útbúa úr lopa frábæra dúska sem festir eru á teppin, átta dúskar á hvert teppi,“ segir Auður.Dúskateppið í sófanum er hönnun Auðar. „Dúskarnir eru gerðir í svokallaðri dúskavél hjá Varma, sem hljómar eins og eitthvert ótrúlega spennandi leikfang í mínum eyrum.“vísir/anton brinkGærurnar í sófanum lét Auður svo súta og lita fyrir sig fyrir norðan en hún hefur notað gærur mikið í hönnun sína. Hún hefur lagt áherslu á að fylgjast vel með vinnuferlinu í kringum gærurnar. „Það hefur ákveðið gildi fyrir mig að vita næstum upp á hár hvaða aðili sá um að vinna skinnin. Mér þykir vænt um að vita hvað það tók mörg handtök að vinna skinnin og þekkja fólkið sem kom að því.“Myndlist prýðir flesta veggi heima hjá Auði.vísir/anton brinkPunkturinn yfir i-ið er svo öll myndlistin sem prýðir heimili.„Myndlistarverkin mín eru mér kannski kærust, örugglega af því að þau eru svo einkennandi fyrir mitt heimili. Það er einmitt það góða við myndlist, hún býr til sérkenni á heimili fólks ef verkin er ekki að finna á neinu öðru heimili,“ útskýrir Auður sem þykir mikilvægt að styðja við myndlistarfólk. Hún segir myndlist einmitt vera tilvalda í jólapakkann. „Það er um að gera að gefa myndlist í jólagjöf, sérstaklega ungu fólki. Þannig kviknar áhuginn og getur orðið að alvarlegri söfnunaráráttu,“ segir hún glöð í bragði.Munir úr ýmsum áttum sem Auður hefur safnað á ferðalögum.
Tíska og hönnun Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira