Úr marki meistaranna yfir í spjótkastið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2017 06:30 Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur Íslandsmeistarabikarinn hátt á loft. Vísir/Þórir Tryggvason Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Þórs/KA, greindi frá því á Twitter í vikunni að takkaskórnir væru komnir ofan í skúffu og hún hefði ákveðið að snúa sér að frjálsum íþróttum. Hér var ekki á ferðinni snemmbúið aprílgabb eða einhvers konar vinnustaðahrekkur eins og blaðamaður Vísis komst að raun um þegar hann hafði samband við Bryndísi Láru. „Það er ekkert jólasprell í þessu,“ sagði Bryndís Lára hlæjandi. En af hverju tók hún þessa ákvörðun, að skipta um íþrótt?Réttur tímapunktur„Satt að segja hef ég pælt í þessu í smá tíma og fannst tímapunkturinn núna réttur til að taka mér smá pásu. Fótboltaskórnir eru komnir í skúffuna en ekki á hilluna. Þetta er tímabundið. Ég ætla að taka mér smá pásu og kíkja aftur á frjálsar íþróttir.“ Bryndís Lára æfði frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og grunnurinn er því til staðar. Hennar sterkasta grein var spjótkast og hún ætlar að einbeita sér að því á nýjan leik. „Ég var í spjótkasti og ætla að láta reyna á það aftur. Þetta er búið að blunda í mér í tvö ár. Ég var líka í kúluvarpi og stangarstökki en aðallega í spjótkasti,“ sagði Bryndís Lára sem æfði með Dímon á Hvolsvelli og keppti fyrir HSK. Hún ætlar að finna sér lið til að æfa með í janúar og taka spjótkastið föstum tökum. „Ég myndi ekki nenna að dúlla mér í þessu. Ég ætla að keyra á fullu á þetta.“Donni ekkert káturBryndís Lára segir að Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, hafi ekki verið hoppandi glaður þegar hún tilkynnti honum ákvörðun sína. „Donni var ekkert kátur með mig en fannst þetta besta lausnin, að ég myndi taka pásu í staðinn fyrir að fara frá þeim. Það skilja þetta allir. Aldurinn er ekkert að vinna með manni, þannig að það var núna eða aldrei,“ segir hin 26 ára gamla Bryndís Lára. Óhætt er að segja að Bryndís Lára hætti, þótt það sé bara tímabundið, á toppnum. Hún gekk í raðir Þórs/KA frá ÍBV fyrir síðasta tímabil og átti glimrandi gott sumar í marki Akureyrarliðsins. Bryndís Lára lék alla 18 leiki Þórs/KA í Pepsi-deildinni, fékk aðeins 15 mörk á sig, hélt hreinu í helmingi leikjanna og átti stóran þátt í að liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn. Bryndís Lára er á því að síðasta tímabil hafi verið hennar besta á ferlinum.Færri mistök en áður„Ég var mjög ánægð með frammistöðuna. Ég gerði færri mistök en ég hef gert og var mjög sátt við það,“ sagði Bryndís Lára sem tók svo sannarlega rétta ákvörðun þegar hún færði sig um set frá ÍBV til Þórs/KA. „Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt og sé alls ekki eftir því að hafa farið norður og kynnst umhverfinu þar.“ Það afrek Þórs/KA að verða Íslandsmeistari var mikið, sérstaklega í ljósi þess að um veturinn var tvísýnt hvort samstarfi Þórs og KA yrði haldið áfram. „Það var mjög gott að ná að sýna samfélaginu fyrir norðan að það var vitleysa að slíta þessu. Miðað við fjöldann sem mætti á leiki hjá okkur held ég að flestir hafi verið sammála um það,“ segir hún. Bryndís Lára hlaut ekki náð fyrir augum Freys Alexanderssonar þegar hann valdi íslenska landsliðshópinn sem fór á EM í Hollandi. Hún var ekki sátt og sagði að valið hefði með eitthvað allt annað en frammistöðu hennar að gera. Aðspurð vill Bryndís Lára lítið tjá sig um landsliðsvalið.Óþarfi að gera mál úr þessu„Það hefur ekkert upp á sig. Ég lét óánægju mína í ljós og það er eðlilegt fyrir einhvern sem er með mikið keppnisskap. Ég held að það sé óþarfi að gera eitthvað mál úr þessu. Ég er að horfa í aðrar áttir núna,“ segir Bryndís Lára og bætir við að landsliðsvalið hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun hennar um að setja takkaskóna ofan í skúffu. Hún neitar því þó ekki að það hefði toppað frábært sumar að vera valin í landsliðið. „Auðvitað hefði ég verið mjög kát með það. En svo var ekki. Núna eru það bara frjálsar og sjáum hvernig það fer,“ segir Bryndís Lára að lokum. Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Þórs/KA, greindi frá því á Twitter í vikunni að takkaskórnir væru komnir ofan í skúffu og hún hefði ákveðið að snúa sér að frjálsum íþróttum. Hér var ekki á ferðinni snemmbúið aprílgabb eða einhvers konar vinnustaðahrekkur eins og blaðamaður Vísis komst að raun um þegar hann hafði samband við Bryndísi Láru. „Það er ekkert jólasprell í þessu,“ sagði Bryndís Lára hlæjandi. En af hverju tók hún þessa ákvörðun, að skipta um íþrótt?Réttur tímapunktur„Satt að segja hef ég pælt í þessu í smá tíma og fannst tímapunkturinn núna réttur til að taka mér smá pásu. Fótboltaskórnir eru komnir í skúffuna en ekki á hilluna. Þetta er tímabundið. Ég ætla að taka mér smá pásu og kíkja aftur á frjálsar íþróttir.“ Bryndís Lára æfði frjálsar íþróttir á sínum yngri árum og grunnurinn er því til staðar. Hennar sterkasta grein var spjótkast og hún ætlar að einbeita sér að því á nýjan leik. „Ég var í spjótkasti og ætla að láta reyna á það aftur. Þetta er búið að blunda í mér í tvö ár. Ég var líka í kúluvarpi og stangarstökki en aðallega í spjótkasti,“ sagði Bryndís Lára sem æfði með Dímon á Hvolsvelli og keppti fyrir HSK. Hún ætlar að finna sér lið til að æfa með í janúar og taka spjótkastið föstum tökum. „Ég myndi ekki nenna að dúlla mér í þessu. Ég ætla að keyra á fullu á þetta.“Donni ekkert káturBryndís Lára segir að Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, hafi ekki verið hoppandi glaður þegar hún tilkynnti honum ákvörðun sína. „Donni var ekkert kátur með mig en fannst þetta besta lausnin, að ég myndi taka pásu í staðinn fyrir að fara frá þeim. Það skilja þetta allir. Aldurinn er ekkert að vinna með manni, þannig að það var núna eða aldrei,“ segir hin 26 ára gamla Bryndís Lára. Óhætt er að segja að Bryndís Lára hætti, þótt það sé bara tímabundið, á toppnum. Hún gekk í raðir Þórs/KA frá ÍBV fyrir síðasta tímabil og átti glimrandi gott sumar í marki Akureyrarliðsins. Bryndís Lára lék alla 18 leiki Þórs/KA í Pepsi-deildinni, fékk aðeins 15 mörk á sig, hélt hreinu í helmingi leikjanna og átti stóran þátt í að liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn. Bryndís Lára er á því að síðasta tímabil hafi verið hennar besta á ferlinum.Færri mistök en áður„Ég var mjög ánægð með frammistöðuna. Ég gerði færri mistök en ég hef gert og var mjög sátt við það,“ sagði Bryndís Lára sem tók svo sannarlega rétta ákvörðun þegar hún færði sig um set frá ÍBV til Þórs/KA. „Ég er alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt og sé alls ekki eftir því að hafa farið norður og kynnst umhverfinu þar.“ Það afrek Þórs/KA að verða Íslandsmeistari var mikið, sérstaklega í ljósi þess að um veturinn var tvísýnt hvort samstarfi Þórs og KA yrði haldið áfram. „Það var mjög gott að ná að sýna samfélaginu fyrir norðan að það var vitleysa að slíta þessu. Miðað við fjöldann sem mætti á leiki hjá okkur held ég að flestir hafi verið sammála um það,“ segir hún. Bryndís Lára hlaut ekki náð fyrir augum Freys Alexanderssonar þegar hann valdi íslenska landsliðshópinn sem fór á EM í Hollandi. Hún var ekki sátt og sagði að valið hefði með eitthvað allt annað en frammistöðu hennar að gera. Aðspurð vill Bryndís Lára lítið tjá sig um landsliðsvalið.Óþarfi að gera mál úr þessu„Það hefur ekkert upp á sig. Ég lét óánægju mína í ljós og það er eðlilegt fyrir einhvern sem er með mikið keppnisskap. Ég held að það sé óþarfi að gera eitthvað mál úr þessu. Ég er að horfa í aðrar áttir núna,“ segir Bryndís Lára og bætir við að landsliðsvalið hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun hennar um að setja takkaskóna ofan í skúffu. Hún neitar því þó ekki að það hefði toppað frábært sumar að vera valin í landsliðið. „Auðvitað hefði ég verið mjög kát með það. En svo var ekki. Núna eru það bara frjálsar og sjáum hvernig það fer,“ segir Bryndís Lára að lokum.
Frjálsar íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn