Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2017 19:54 Monalisa Perez og Pedro Ruiz III. YouTube Tvítug bandarísk kona hefur játað að hafa skotið kærasta sinn til bana Í YouTube-hrekk sem parið hafði vonast til að mynda slá í gegn. Konan heitir Monalisa Perez en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hún hafi játað við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Atvikið átti sér stað sér 26. júní síðastliðinn en Perez sagði við yfirheyrslu að þau hefðu átt von á því að byssukúlan myndi nema staðar í bókinni. Sú varð ekki raunin, kúlan fór í gegnum bókina og hafnaði í bringu Ruiz sem lést skömmu síðar. Hefur Perez játað að hafa gerst sek um manndráp. Það gerir það að verkum að hún mun hljóta vægari refsingu sem hljóðar upp á sex mánaða fangelsisvist og tíu ár á skilorði. Henni verður einnig bannað að eiga skotvopn. Perez og Ruiz höfðu stundað það að setja myndbönd á YouTube af hrekkjum sínum í von um frægð og frama.Þar á meðal mátti sjá Ruiz detta úr tré eða að stökkva í sundlaug ofan af húsþaki. Þá hrekkti Perez kærasta sinn eitt skipti með því að færa honum kleinuhring sem hún hafði stráð barnapúðri yfir í stað flórsykurs. Þau notuðust við GoPro-myndavél þegar þau ætluðu að mynda hrekkinn örlagaríka. Bókin sem Ruiz hélt á var fjögurra sentímetra þykk alfræðiorðabók í harðkápu. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust svo með þegar Perez skaut úr Desert Eagle-skammbyssunni á bókina með fyrrgreindum afleiðingum. Var Perez barnshafandi þegar þetta átti sér stað. Ruiz var úrskurðaður látinn á heimili þeirra í borginni Halstad í Minnesota-ríki Bandaríkjanna.Me and Pedro are probably going to shoot one of the most dangerous videos ever HIS idea not MINE— Monalisa Perez (@MonalisaPerez5) June 26, 2017 Erlent Tengdar fréttir Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Tvítug bandarísk kona hefur játað að hafa skotið kærasta sinn til bana Í YouTube-hrekk sem parið hafði vonast til að mynda slá í gegn. Konan heitir Monalisa Perez en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hún hafi játað við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Atvikið átti sér stað sér 26. júní síðastliðinn en Perez sagði við yfirheyrslu að þau hefðu átt von á því að byssukúlan myndi nema staðar í bókinni. Sú varð ekki raunin, kúlan fór í gegnum bókina og hafnaði í bringu Ruiz sem lést skömmu síðar. Hefur Perez játað að hafa gerst sek um manndráp. Það gerir það að verkum að hún mun hljóta vægari refsingu sem hljóðar upp á sex mánaða fangelsisvist og tíu ár á skilorði. Henni verður einnig bannað að eiga skotvopn. Perez og Ruiz höfðu stundað það að setja myndbönd á YouTube af hrekkjum sínum í von um frægð og frama.Þar á meðal mátti sjá Ruiz detta úr tré eða að stökkva í sundlaug ofan af húsþaki. Þá hrekkti Perez kærasta sinn eitt skipti með því að færa honum kleinuhring sem hún hafði stráð barnapúðri yfir í stað flórsykurs. Þau notuðust við GoPro-myndavél þegar þau ætluðu að mynda hrekkinn örlagaríka. Bókin sem Ruiz hélt á var fjögurra sentímetra þykk alfræðiorðabók í harðkápu. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust svo með þegar Perez skaut úr Desert Eagle-skammbyssunni á bókina með fyrrgreindum afleiðingum. Var Perez barnshafandi þegar þetta átti sér stað. Ruiz var úrskurðaður látinn á heimili þeirra í borginni Halstad í Minnesota-ríki Bandaríkjanna.Me and Pedro are probably going to shoot one of the most dangerous videos ever HIS idea not MINE— Monalisa Perez (@MonalisaPerez5) June 26, 2017
Erlent Tengdar fréttir Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12