Játar manndráp vegna YouTube-hrekks sem fór úr böndunum Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2017 19:54 Monalisa Perez og Pedro Ruiz III. YouTube Tvítug bandarísk kona hefur játað að hafa skotið kærasta sinn til bana Í YouTube-hrekk sem parið hafði vonast til að mynda slá í gegn. Konan heitir Monalisa Perez en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hún hafi játað við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Atvikið átti sér stað sér 26. júní síðastliðinn en Perez sagði við yfirheyrslu að þau hefðu átt von á því að byssukúlan myndi nema staðar í bókinni. Sú varð ekki raunin, kúlan fór í gegnum bókina og hafnaði í bringu Ruiz sem lést skömmu síðar. Hefur Perez játað að hafa gerst sek um manndráp. Það gerir það að verkum að hún mun hljóta vægari refsingu sem hljóðar upp á sex mánaða fangelsisvist og tíu ár á skilorði. Henni verður einnig bannað að eiga skotvopn. Perez og Ruiz höfðu stundað það að setja myndbönd á YouTube af hrekkjum sínum í von um frægð og frama.Þar á meðal mátti sjá Ruiz detta úr tré eða að stökkva í sundlaug ofan af húsþaki. Þá hrekkti Perez kærasta sinn eitt skipti með því að færa honum kleinuhring sem hún hafði stráð barnapúðri yfir í stað flórsykurs. Þau notuðust við GoPro-myndavél þegar þau ætluðu að mynda hrekkinn örlagaríka. Bókin sem Ruiz hélt á var fjögurra sentímetra þykk alfræðiorðabók í harðkápu. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust svo með þegar Perez skaut úr Desert Eagle-skammbyssunni á bókina með fyrrgreindum afleiðingum. Var Perez barnshafandi þegar þetta átti sér stað. Ruiz var úrskurðaður látinn á heimili þeirra í borginni Halstad í Minnesota-ríki Bandaríkjanna.Me and Pedro are probably going to shoot one of the most dangerous videos ever HIS idea not MINE— Monalisa Perez (@MonalisaPerez5) June 26, 2017 Erlent Tengdar fréttir Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Tvítug bandarísk kona hefur játað að hafa skotið kærasta sinn til bana Í YouTube-hrekk sem parið hafði vonast til að mynda slá í gegn. Konan heitir Monalisa Perez en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hún hafi játað við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa skotið úr skammbyssu í bók sem kærasti hennar, hinn 22 ára gamli Pedro Ruiz III, hélt á í um þrjátíu sentímetra fjarlægð frá byssunni. Atvikið átti sér stað sér 26. júní síðastliðinn en Perez sagði við yfirheyrslu að þau hefðu átt von á því að byssukúlan myndi nema staðar í bókinni. Sú varð ekki raunin, kúlan fór í gegnum bókina og hafnaði í bringu Ruiz sem lést skömmu síðar. Hefur Perez játað að hafa gerst sek um manndráp. Það gerir það að verkum að hún mun hljóta vægari refsingu sem hljóðar upp á sex mánaða fangelsisvist og tíu ár á skilorði. Henni verður einnig bannað að eiga skotvopn. Perez og Ruiz höfðu stundað það að setja myndbönd á YouTube af hrekkjum sínum í von um frægð og frama.Þar á meðal mátti sjá Ruiz detta úr tré eða að stökkva í sundlaug ofan af húsþaki. Þá hrekkti Perez kærasta sinn eitt skipti með því að færa honum kleinuhring sem hún hafði stráð barnapúðri yfir í stað flórsykurs. Þau notuðust við GoPro-myndavél þegar þau ætluðu að mynda hrekkinn örlagaríka. Bókin sem Ruiz hélt á var fjögurra sentímetra þykk alfræðiorðabók í harðkápu. Þriggja ára gamalt barn parsins og þrjátíu aðrir fylgdust svo með þegar Perez skaut úr Desert Eagle-skammbyssunni á bókina með fyrrgreindum afleiðingum. Var Perez barnshafandi þegar þetta átti sér stað. Ruiz var úrskurðaður látinn á heimili þeirra í borginni Halstad í Minnesota-ríki Bandaríkjanna.Me and Pedro are probably going to shoot one of the most dangerous videos ever HIS idea not MINE— Monalisa Perez (@MonalisaPerez5) June 26, 2017
Erlent Tengdar fréttir Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Youtube-brella endaði með dauða kærastans Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu. 29. júní 2017 10:12