Trump skaut Repúblikana í fótinn í fagnaðarlátunum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2017 13:24 Donald Trump ásamt þingmönnum Repúblikanaflokksins. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Repúblikanaflokksins, fögnuðu ákaft í gærkvöldi þegar öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Einhverjir Repúblikanar óttast þó að skattabreytingarnar myndu koma niður á þeim í kosningum á næsta ári. Frumvarpið er umdeilt og óvinsælt meðal kjósenda í Bandaríkjunum. Trump mun ekki skrifa undir lögin fyrr en mögulega á næsta ári. Breytingarnar hafa verið harðlegar gagnrýndar fyrir að hygla efnameiri íbúum Bandaríkjanna og fyrirtækjum á kostnað miðstéttarinnar. Þá er talið að milljónir manna muni missa heilbrigðistryggingar sínar vegna frumvarpsins. Repúblikanar hafa þó ávalt haldið því fram að fyrst og fremst sé frumvarpinu ætlað að létta byrði miðstéttarinnar. Repúblikanar treysta á það að hið umdeilda og óvinsæla frumvarp bæti efnahag Bandaríkjanna með hröðum vexti, hærri launagreiðslum og mikilli fjölgun starfa. Þá telja þeir að breytingarnar muni fá fyrirtæki til að hætta að færa störf og hagnað til annarra landa. Á vef Politico segir að gangi það eftir gætu Repúblikanar komið vel út úr kosningum næsta árs og jafnvel tryggt Trump nýtt kjörtímabil árið 2020.Á hinn bóginn, ef breytingarnar leiða til þess sem gagnrýnendur segja að þær muni gera; auka fjárlagahalla ríkisins og setja peninga í vasa hinna ríku án þess að gera nokkuð fyrir miðstéttina, munu Demókratar geta beitt því gegn flokknum um árabil og mögulega með miklum áhrifum.Forsetinn talaði af sér Í fagnaðarlátunum í gær tókst Trump þó að hjálpa Demókrötum við að vopnvæða skattabreytingarnar fyrir komandi kosningar. Forsetinn viðurkenndi að framsetning Repúblikana á frumvarpinu hefði verið afvegaleiðandi. „Frumvarpið lækkar líka skatta á bandarísk fyrirtæki úr 35 prósentum alla leið niður í 21 prósent. Það er líklegast stærsti hluti þessar frumvarps,“ sagði Trump.President Trump says GOP tax plan will lower tax on businesses: “That's probably the biggest factor in this plan.” pic.twitter.com/ntTtnnD55b— MSNBC (@MSNBC) December 20, 2017 Þetta er þvert á það sem Repúblikanar hafa hingað til sagt um frumvarpið og nær því sem gagnrýnendur þess hafa sagt. Fyrst og fremst hafa Repúblikanar selt frumvarpið með áherslu að um skattaafslátt fyrir miðstéttina sé að ræða. „Allur tilgangur þessa er að lækka skatta á miðstéttina,“ sagði Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, til dæmis. Sara Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins sagði eitt sinn: „Fyrst og fremst, og í mestum forgangi, er miðstétt Bandaríkjanna.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði nú á þriðjudaginn að tilgangur frumvarpsins væri að veita miðstéttinni afslátt á sköttum. Í frétt Washington Post segir að um sex af hverjum tíu kjósendum Repúblikanaflokksins trúi því að frumvarpið hygli miðstéttina frekar en hina efnameiri. Þrátt fyrir að stærstu skattaafslættirnir til fyrirtækja og ríkra séu varanlegir á meðan afslættir til miðstéttarinnar séu tímabundnir.Óháðir sérfræðingar segja að um 80 prósent heimila muni greiða minni skatta á næsta ári en um fimm prósent muni greiða hærri skatta.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu aðilar sem þéna minna en 25 þúsund dali á ári greiða 60 dölum minna í skatta. Þeir sem þéna 49 til 86 þúsund dali munu greiða 900 dölum minna og þeir sem þéna meira en 733 þúsund dali munu greiða um 51 þúsund dölum minna. Þá segja sérfræðingar að breytingarnar muni auka skuldir ríkisins um 1,4 billjón dala á næstu tíu árum. Það er 1.400.000.000.000 dali. Til þess að takast á við það hafa Repúblikanar sagt að til standi að skera niður aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuBannaði bandamönnum að ræða sjúkratryggingar Trump sagði einnig í gær að með frumvarpinu væri mikilvægur hluti heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, sem gengur iðulega undir nafninu Obamacare, felldur niður. Forsetinn sagði að í rauninni hefðu Repúblikanar lækkað skatta og fellt niður Obamacare, sem þinginu mistókst fyrr á árinu, í einni andrá. Fellt tvo fugla með sama steininum. Hann bætti við að hann hefði skipað Repúblikönum að ræða þann hluta frumvarpsins alls ekki í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í gær. Trump sagðist hafa skipað bandamönnum sínum að „segja hinum fölsku fjölmiðlum ekkert, því ég vildi ekki að þeir töluðu mikið um það“.„Nú þegar það er búið að samþykkja frumvarpið, get ég sagt það.“Vopn í höndum DemókrataMeð ummælum sínum hefur Donald Trump fært Demókrötum verðmæta gjöf fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Demókratar munu geta haldið því yfir höfðinu á andstæðingum sínum að þeir hafi logið að kjósendum um tilgang skattafrumvarpsins og þeir hafi kostað fjölda fólks sjúkratryggingar sínar og haldið þá til ábyrgðar varðandi hvað koma mun fyrir sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn vinnur sinn fyrsta stóra sigur á Bandaríkjaþingi Fyrsti sigur Donalds Trump á sviði löggjafar er unninn. Bandaríkjaþing samþykkti að breyta skattalöggjöf og lækka til dæmis skatta á fyrirtæki um þriðjung. Demókratar segja vinnubrögð Repúblikana hroðvirknisleg. 21. desember 2017 07:15 Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Samþykktu umfangsmestu breytingarnar á skattkerfinu í áratugi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti snemma í morgun umdeilt skattalagafrumvarp. 20. desember 2017 08:16 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Repúblikanaflokksins, fögnuðu ákaft í gærkvöldi þegar öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Einhverjir Repúblikanar óttast þó að skattabreytingarnar myndu koma niður á þeim í kosningum á næsta ári. Frumvarpið er umdeilt og óvinsælt meðal kjósenda í Bandaríkjunum. Trump mun ekki skrifa undir lögin fyrr en mögulega á næsta ári. Breytingarnar hafa verið harðlegar gagnrýndar fyrir að hygla efnameiri íbúum Bandaríkjanna og fyrirtækjum á kostnað miðstéttarinnar. Þá er talið að milljónir manna muni missa heilbrigðistryggingar sínar vegna frumvarpsins. Repúblikanar hafa þó ávalt haldið því fram að fyrst og fremst sé frumvarpinu ætlað að létta byrði miðstéttarinnar. Repúblikanar treysta á það að hið umdeilda og óvinsæla frumvarp bæti efnahag Bandaríkjanna með hröðum vexti, hærri launagreiðslum og mikilli fjölgun starfa. Þá telja þeir að breytingarnar muni fá fyrirtæki til að hætta að færa störf og hagnað til annarra landa. Á vef Politico segir að gangi það eftir gætu Repúblikanar komið vel út úr kosningum næsta árs og jafnvel tryggt Trump nýtt kjörtímabil árið 2020.Á hinn bóginn, ef breytingarnar leiða til þess sem gagnrýnendur segja að þær muni gera; auka fjárlagahalla ríkisins og setja peninga í vasa hinna ríku án þess að gera nokkuð fyrir miðstéttina, munu Demókratar geta beitt því gegn flokknum um árabil og mögulega með miklum áhrifum.Forsetinn talaði af sér Í fagnaðarlátunum í gær tókst Trump þó að hjálpa Demókrötum við að vopnvæða skattabreytingarnar fyrir komandi kosningar. Forsetinn viðurkenndi að framsetning Repúblikana á frumvarpinu hefði verið afvegaleiðandi. „Frumvarpið lækkar líka skatta á bandarísk fyrirtæki úr 35 prósentum alla leið niður í 21 prósent. Það er líklegast stærsti hluti þessar frumvarps,“ sagði Trump.President Trump says GOP tax plan will lower tax on businesses: “That's probably the biggest factor in this plan.” pic.twitter.com/ntTtnnD55b— MSNBC (@MSNBC) December 20, 2017 Þetta er þvert á það sem Repúblikanar hafa hingað til sagt um frumvarpið og nær því sem gagnrýnendur þess hafa sagt. Fyrst og fremst hafa Repúblikanar selt frumvarpið með áherslu að um skattaafslátt fyrir miðstéttina sé að ræða. „Allur tilgangur þessa er að lækka skatta á miðstéttina,“ sagði Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, til dæmis. Sara Huckabee Sanders, talskona Hvíta hússins sagði eitt sinn: „Fyrst og fremst, og í mestum forgangi, er miðstétt Bandaríkjanna.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagði nú á þriðjudaginn að tilgangur frumvarpsins væri að veita miðstéttinni afslátt á sköttum. Í frétt Washington Post segir að um sex af hverjum tíu kjósendum Repúblikanaflokksins trúi því að frumvarpið hygli miðstéttina frekar en hina efnameiri. Þrátt fyrir að stærstu skattaafslættirnir til fyrirtækja og ríkra séu varanlegir á meðan afslættir til miðstéttarinnar séu tímabundnir.Óháðir sérfræðingar segja að um 80 prósent heimila muni greiða minni skatta á næsta ári en um fimm prósent muni greiða hærri skatta.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu aðilar sem þéna minna en 25 þúsund dali á ári greiða 60 dölum minna í skatta. Þeir sem þéna 49 til 86 þúsund dali munu greiða 900 dölum minna og þeir sem þéna meira en 733 þúsund dali munu greiða um 51 þúsund dölum minna. Þá segja sérfræðingar að breytingarnar muni auka skuldir ríkisins um 1,4 billjón dala á næstu tíu árum. Það er 1.400.000.000.000 dali. Til þess að takast á við það hafa Repúblikanar sagt að til standi að skera niður aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári.Sjá einnig: Fátækum fórnað á altari hinna ríkuBannaði bandamönnum að ræða sjúkratryggingar Trump sagði einnig í gær að með frumvarpinu væri mikilvægur hluti heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, sem gengur iðulega undir nafninu Obamacare, felldur niður. Forsetinn sagði að í rauninni hefðu Repúblikanar lækkað skatta og fellt niður Obamacare, sem þinginu mistókst fyrr á árinu, í einni andrá. Fellt tvo fugla með sama steininum. Hann bætti við að hann hefði skipað Repúblikönum að ræða þann hluta frumvarpsins alls ekki í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar í gær. Trump sagðist hafa skipað bandamönnum sínum að „segja hinum fölsku fjölmiðlum ekkert, því ég vildi ekki að þeir töluðu mikið um það“.„Nú þegar það er búið að samþykkja frumvarpið, get ég sagt það.“Vopn í höndum DemókrataMeð ummælum sínum hefur Donald Trump fært Demókrötum verðmæta gjöf fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Demókratar munu geta haldið því yfir höfðinu á andstæðingum sínum að þeir hafi logið að kjósendum um tilgang skattafrumvarpsins og þeir hafi kostað fjölda fólks sjúkratryggingar sínar og haldið þá til ábyrgðar varðandi hvað koma mun fyrir sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Forsetinn vinnur sinn fyrsta stóra sigur á Bandaríkjaþingi Fyrsti sigur Donalds Trump á sviði löggjafar er unninn. Bandaríkjaþing samþykkti að breyta skattalöggjöf og lækka til dæmis skatta á fyrirtæki um þriðjung. Demókratar segja vinnubrögð Repúblikana hroðvirknisleg. 21. desember 2017 07:15 Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36 Samþykktu umfangsmestu breytingarnar á skattkerfinu í áratugi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti snemma í morgun umdeilt skattalagafrumvarp. 20. desember 2017 08:16 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Forsetinn vinnur sinn fyrsta stóra sigur á Bandaríkjaþingi Fyrsti sigur Donalds Trump á sviði löggjafar er unninn. Bandaríkjaþing samþykkti að breyta skattalöggjöf og lækka til dæmis skatta á fyrirtæki um þriðjung. Demókratar segja vinnubrögð Repúblikana hroðvirknisleg. 21. desember 2017 07:15
Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Utanríkisráðherra Íslands segir bréf sendiherra Bandaríkjanna við SÞ um að fylgst verði með atkvæðum ríkja í allsherjarþinginu á morgun óvenjulegt. 20. desember 2017 19:36
Samþykktu umfangsmestu breytingarnar á skattkerfinu í áratugi Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti snemma í morgun umdeilt skattalagafrumvarp. 20. desember 2017 08:16
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43