Skotheld ráð til að hjálpa þér að taka þátt í Veganúar Guðný Hrönn skrifar 22. desember 2017 11:15 Þetta er í fjórða sinn sem Veganúar er haldinn á Íslandi og Vala skorar á alla að kynna sér um hvað málið snýst. VÍSIR/EYÞÓR Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, skorar á fólk að prófa að taka þátt í áskoruninni. Hún setti saman góð ráð fyrir áhugasama um vegan-lífsstílinn. Hún segir hvern sem er geta tekið þátt. Spurð út í hvers vegna fólk ætti að taka þátt í Veganúar í ár að hennar mati segir Vala: „Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan. Suma langar að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina. Aðrir sækjast eftir áskoruninni en margir nota Veganúar sem áramótaheit og líta á mánuðinn sem heilsusamlega byrjun á árinu.“„En fyrir flesta er dýravernd aðalhvatinn. Veganismi er stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.“ Vala segir mikinn misskilning að vegan-mataræði sé einhæft. „Prófaðu að gerast vegan í mánuð og upplifðu nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því í lok Veganúar.“ Ekki kál í öll málVala minnir á að Veganúar sé ekki megrunarátak eins og sumir virðast halda. „Sykur og hveiti er til dæmis vegan og það er fullt af snakki og nammi vegan án þess þú vitir það, eins og Oreo-kex, margt dökkt súkkulaði, svart Doritos-snakk og flest snakk. Það er hægt að fá djúsí vegan-hamborgara og franskar á flestum stöðum bæjarins og pitsur með vegan-osti eða án osts, það kemur á óvart að hann þarf ekki. Það verða tilboð frá veitingastöðum á síðunni veganuar.is,“ segir Vala sem setti svo saman eftirfarandi ráð fyrir þá lesendur sem langar til að prófa að taka þátt í Veganúar en vita ekki hvernig er best að byrja. Góð ráð til að byrja Klára eða gefa matvöru með dýraafurðum milli jóla og nýársSækja matarplan á veganuar.is og kaupa í matinn út frá því.Fá þér vegan-sponsor sem fer með í verslun að kaupa inn og eldar jafnvel með þér (hægt verður að sækja um vegan-sponsor á veganuar.is eða á kynningarfundi Veganúar 3. janúar).Gerast meðlimur í Vegan Ísland-hópnum á Facebook.Fylgjast með Veganúar-snappinu en þar miðlar nýr aðili upplýsingum og fræðslu daglega í janúar.Vala mælir með að áhugasamir um vegan-lífsstíl kynni sér eftirfarandi: l Cowspiracy – heimildarmynd sem fjallar um áhrif dýraafurðaiðnaðarins á umhverfið/ náttúruna. Forks over Knives – heimildarmynd sem fjallar um heilsusamlegan ávinning af því að vera vegan. Earthlings – mynd sem fjallar um aðbúnað dýra í iðnaðinum. Einnig eru margar bækur gagnlegar eins og Eating Animals eftir Jonathon Safran Foer, How Not to Die eftir Michael Greger M.D. og Animal Liberation eftir Peter Singer. Matur Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir Tæknilega flókin sýning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Vala Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, skorar á fólk að prófa að taka þátt í áskoruninni. Hún setti saman góð ráð fyrir áhugasama um vegan-lífsstílinn. Hún segir hvern sem er geta tekið þátt. Spurð út í hvers vegna fólk ætti að taka þátt í Veganúar í ár að hennar mati segir Vala: „Það eru margar og fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk gerist vegan. Suma langar að líða betur og hafa jákvæð áhrif á jörðina. Aðrir sækjast eftir áskoruninni en margir nota Veganúar sem áramótaheit og líta á mánuðinn sem heilsusamlega byrjun á árinu.“„En fyrir flesta er dýravernd aðalhvatinn. Veganismi er stærsta réttlætisbaráttuhreyfingin í heiminum í dag.“ Vala segir mikinn misskilning að vegan-mataræði sé einhæft. „Prófaðu að gerast vegan í mánuð og upplifðu nýjar víddir í matargerð og líkamlegri og andlegri vellíðan. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því í lok Veganúar.“ Ekki kál í öll málVala minnir á að Veganúar sé ekki megrunarátak eins og sumir virðast halda. „Sykur og hveiti er til dæmis vegan og það er fullt af snakki og nammi vegan án þess þú vitir það, eins og Oreo-kex, margt dökkt súkkulaði, svart Doritos-snakk og flest snakk. Það er hægt að fá djúsí vegan-hamborgara og franskar á flestum stöðum bæjarins og pitsur með vegan-osti eða án osts, það kemur á óvart að hann þarf ekki. Það verða tilboð frá veitingastöðum á síðunni veganuar.is,“ segir Vala sem setti svo saman eftirfarandi ráð fyrir þá lesendur sem langar til að prófa að taka þátt í Veganúar en vita ekki hvernig er best að byrja. Góð ráð til að byrja Klára eða gefa matvöru með dýraafurðum milli jóla og nýársSækja matarplan á veganuar.is og kaupa í matinn út frá því.Fá þér vegan-sponsor sem fer með í verslun að kaupa inn og eldar jafnvel með þér (hægt verður að sækja um vegan-sponsor á veganuar.is eða á kynningarfundi Veganúar 3. janúar).Gerast meðlimur í Vegan Ísland-hópnum á Facebook.Fylgjast með Veganúar-snappinu en þar miðlar nýr aðili upplýsingum og fræðslu daglega í janúar.Vala mælir með að áhugasamir um vegan-lífsstíl kynni sér eftirfarandi: l Cowspiracy – heimildarmynd sem fjallar um áhrif dýraafurðaiðnaðarins á umhverfið/ náttúruna. Forks over Knives – heimildarmynd sem fjallar um heilsusamlegan ávinning af því að vera vegan. Earthlings – mynd sem fjallar um aðbúnað dýra í iðnaðinum. Einnig eru margar bækur gagnlegar eins og Eating Animals eftir Jonathon Safran Foer, How Not to Die eftir Michael Greger M.D. og Animal Liberation eftir Peter Singer.
Matur Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir Tæknilega flókin sýning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“