Það muna eflaust margir eftir NBA-dómaranum Tim Donaghy sem var stungið í steininn er upp komst að hann veðjaði á leiki sem hann var að dæma í deildinni.
Hann er aftur í fréttunum í dag en að þessu sinni út af líkamsárás. Donaghy var handtekinn í Flórída í gær.
Dómarinn fyrrverandi óttaðist að dóttir sín væri að nota eiturlyf heima hjá vini sínum og fór þangað með hamar í hendinni. Þar mætti honum faðir vinarins og sló í brýnu á milli þeirra þar sem Donaghy er sakaður um að hafa lamið frá sér með hamrinum. Hann hefur neitað sök í málinu.
Donaghy dæmdi yfir 200 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma og 20 leiki í úrslitakeppninni. FBI byrjaði að rannsaka hann árið 2007 og hans mál enduðu með því að hann játaði sekt sína. Fékk hann fyrir fimmtán mánaða fangelsisdóm.
Spillti NBA-dómarinn handtekinn fyrir líkamsárás
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn