Reykskynjari bjargaði lífi fjölskyldu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. desember 2017 18:45 Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar mikill eldur kom upp í bílskúr í Mosfellsbæ í nótt. Heimilisfólk sem var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp telur víst að reykskynjari hafa bjargað lífi þeirra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að einbýlishúsi í Mosfellsbæ upp úr klukkan fjögur í nótt en þar logaði mikill eldur. Sex manna fjölskylda var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp. „Við spruttum bæði fram upp úr fjögur og hlupum og byrjuðum að þefa okkur fram til reyksins og sáum að það kom úr loftinu. Þá hljóp ég út í bílskúr og ætlaði að ná mér í stiga til að kíkja inn á loftið en þá mætti mér bara svartur veggur í bílskúrnum,“ segir Jón Páll Rink, eigandi hússins. Jón segist strax hafa snúið við og hringt eftir aðstoð slökkviliðs og sótt svo slökkvitæki. Elín kona hans fór og vakti börn. „Ég tæmi úr slökkvitækinu og held í mér andanum og stend í gættinni og tæmi úr slökkvitækinu inn og loka hurðinni. Svo var ekkert sem ég gat gert lengur. Þetta var komið úr mínum höndum,“ segir Jón. Inni í bílskúrnum voru þrír gaskútar og þurfti slökkvilið að gera viðeigandi ráðstafanir. Bílskúrinn er gjörónýtur. Að sögn Sigurðar Lárusar Fossberg, varðstjóra, þurfti slökkvilið að saga sér leið inn í bílskúrinn vegna gaskútanna en Jón hafi áður gefið upplýsingar um nákvæma staðsetningu þeirra. Sigurður segir að slökkvilið hafi einbeitt sér í að verja íbúðarhúsið fyrir eldi. „Guð minn almáttugur. Jólin að koma, þannig að sem betur fer,“ segir Elín Helga Rink Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns.Þið hefðuð ekki viljað hugsa það til enda. „Nei. Fjögur börn inni sofandi og ein í heimsókn. Þau stóðu í glugganum þegar þau loksins vöknuðu og fannst þetta voðalega spennandi þar til þau uppgötvuðu að jólagjafirnar brunnu,“ segir Jón Páll. Slökkvilið segir ljóst að reykskynjari hafi bjargað fjölskyldunni og heimilinu í nótt en allt sem í bílskúrnum var sé ónýtt og að tjón sé verulega mikið ekki síst tilfinnanlega. Þetta taka Jón og Elín undir. „Ég held að við hefðum ekkert vaknað,“ segir Elín. „Ég er búinn að íhuga lengi að vera með samtengda reykskynjara og ég tel að það sé engin spurning með reykskynjara og jafnvel jóníska, sem finna lyktina. Það voru í rauninni engar agnir sem komu, þessi reykskynjari fann lyktina, segir Jón Páll. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við rannsókn á vettvangi í dag en líklegt þykir að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu. Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar mikill eldur kom upp í bílskúr í Mosfellsbæ í nótt. Heimilisfólk sem var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp telur víst að reykskynjari hafa bjargað lífi þeirra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að einbýlishúsi í Mosfellsbæ upp úr klukkan fjögur í nótt en þar logaði mikill eldur. Sex manna fjölskylda var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp. „Við spruttum bæði fram upp úr fjögur og hlupum og byrjuðum að þefa okkur fram til reyksins og sáum að það kom úr loftinu. Þá hljóp ég út í bílskúr og ætlaði að ná mér í stiga til að kíkja inn á loftið en þá mætti mér bara svartur veggur í bílskúrnum,“ segir Jón Páll Rink, eigandi hússins. Jón segist strax hafa snúið við og hringt eftir aðstoð slökkviliðs og sótt svo slökkvitæki. Elín kona hans fór og vakti börn. „Ég tæmi úr slökkvitækinu og held í mér andanum og stend í gættinni og tæmi úr slökkvitækinu inn og loka hurðinni. Svo var ekkert sem ég gat gert lengur. Þetta var komið úr mínum höndum,“ segir Jón. Inni í bílskúrnum voru þrír gaskútar og þurfti slökkvilið að gera viðeigandi ráðstafanir. Bílskúrinn er gjörónýtur. Að sögn Sigurðar Lárusar Fossberg, varðstjóra, þurfti slökkvilið að saga sér leið inn í bílskúrinn vegna gaskútanna en Jón hafi áður gefið upplýsingar um nákvæma staðsetningu þeirra. Sigurður segir að slökkvilið hafi einbeitt sér í að verja íbúðarhúsið fyrir eldi. „Guð minn almáttugur. Jólin að koma, þannig að sem betur fer,“ segir Elín Helga Rink Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns.Þið hefðuð ekki viljað hugsa það til enda. „Nei. Fjögur börn inni sofandi og ein í heimsókn. Þau stóðu í glugganum þegar þau loksins vöknuðu og fannst þetta voðalega spennandi þar til þau uppgötvuðu að jólagjafirnar brunnu,“ segir Jón Páll. Slökkvilið segir ljóst að reykskynjari hafi bjargað fjölskyldunni og heimilinu í nótt en allt sem í bílskúrnum var sé ónýtt og að tjón sé verulega mikið ekki síst tilfinnanlega. Þetta taka Jón og Elín undir. „Ég held að við hefðum ekkert vaknað,“ segir Elín. „Ég er búinn að íhuga lengi að vera með samtengda reykskynjara og ég tel að það sé engin spurning með reykskynjara og jafnvel jóníska, sem finna lyktina. Það voru í rauninni engar agnir sem komu, þessi reykskynjari fann lyktina, segir Jón Páll. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við rannsókn á vettvangi í dag en líklegt þykir að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu.
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira