Reykskynjari bjargaði lífi fjölskyldu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. desember 2017 18:45 Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar mikill eldur kom upp í bílskúr í Mosfellsbæ í nótt. Heimilisfólk sem var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp telur víst að reykskynjari hafa bjargað lífi þeirra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að einbýlishúsi í Mosfellsbæ upp úr klukkan fjögur í nótt en þar logaði mikill eldur. Sex manna fjölskylda var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp. „Við spruttum bæði fram upp úr fjögur og hlupum og byrjuðum að þefa okkur fram til reyksins og sáum að það kom úr loftinu. Þá hljóp ég út í bílskúr og ætlaði að ná mér í stiga til að kíkja inn á loftið en þá mætti mér bara svartur veggur í bílskúrnum,“ segir Jón Páll Rink, eigandi hússins. Jón segist strax hafa snúið við og hringt eftir aðstoð slökkviliðs og sótt svo slökkvitæki. Elín kona hans fór og vakti börn. „Ég tæmi úr slökkvitækinu og held í mér andanum og stend í gættinni og tæmi úr slökkvitækinu inn og loka hurðinni. Svo var ekkert sem ég gat gert lengur. Þetta var komið úr mínum höndum,“ segir Jón. Inni í bílskúrnum voru þrír gaskútar og þurfti slökkvilið að gera viðeigandi ráðstafanir. Bílskúrinn er gjörónýtur. Að sögn Sigurðar Lárusar Fossberg, varðstjóra, þurfti slökkvilið að saga sér leið inn í bílskúrinn vegna gaskútanna en Jón hafi áður gefið upplýsingar um nákvæma staðsetningu þeirra. Sigurður segir að slökkvilið hafi einbeitt sér í að verja íbúðarhúsið fyrir eldi. „Guð minn almáttugur. Jólin að koma, þannig að sem betur fer,“ segir Elín Helga Rink Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns.Þið hefðuð ekki viljað hugsa það til enda. „Nei. Fjögur börn inni sofandi og ein í heimsókn. Þau stóðu í glugganum þegar þau loksins vöknuðu og fannst þetta voðalega spennandi þar til þau uppgötvuðu að jólagjafirnar brunnu,“ segir Jón Páll. Slökkvilið segir ljóst að reykskynjari hafi bjargað fjölskyldunni og heimilinu í nótt en allt sem í bílskúrnum var sé ónýtt og að tjón sé verulega mikið ekki síst tilfinnanlega. Þetta taka Jón og Elín undir. „Ég held að við hefðum ekkert vaknað,“ segir Elín. „Ég er búinn að íhuga lengi að vera með samtengda reykskynjara og ég tel að það sé engin spurning með reykskynjara og jafnvel jóníska, sem finna lyktina. Það voru í rauninni engar agnir sem komu, þessi reykskynjari fann lyktina, segir Jón Páll. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við rannsókn á vettvangi í dag en líklegt þykir að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar mikill eldur kom upp í bílskúr í Mosfellsbæ í nótt. Heimilisfólk sem var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp telur víst að reykskynjari hafa bjargað lífi þeirra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að einbýlishúsi í Mosfellsbæ upp úr klukkan fjögur í nótt en þar logaði mikill eldur. Sex manna fjölskylda var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp. „Við spruttum bæði fram upp úr fjögur og hlupum og byrjuðum að þefa okkur fram til reyksins og sáum að það kom úr loftinu. Þá hljóp ég út í bílskúr og ætlaði að ná mér í stiga til að kíkja inn á loftið en þá mætti mér bara svartur veggur í bílskúrnum,“ segir Jón Páll Rink, eigandi hússins. Jón segist strax hafa snúið við og hringt eftir aðstoð slökkviliðs og sótt svo slökkvitæki. Elín kona hans fór og vakti börn. „Ég tæmi úr slökkvitækinu og held í mér andanum og stend í gættinni og tæmi úr slökkvitækinu inn og loka hurðinni. Svo var ekkert sem ég gat gert lengur. Þetta var komið úr mínum höndum,“ segir Jón. Inni í bílskúrnum voru þrír gaskútar og þurfti slökkvilið að gera viðeigandi ráðstafanir. Bílskúrinn er gjörónýtur. Að sögn Sigurðar Lárusar Fossberg, varðstjóra, þurfti slökkvilið að saga sér leið inn í bílskúrinn vegna gaskútanna en Jón hafi áður gefið upplýsingar um nákvæma staðsetningu þeirra. Sigurður segir að slökkvilið hafi einbeitt sér í að verja íbúðarhúsið fyrir eldi. „Guð minn almáttugur. Jólin að koma, þannig að sem betur fer,“ segir Elín Helga Rink Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns.Þið hefðuð ekki viljað hugsa það til enda. „Nei. Fjögur börn inni sofandi og ein í heimsókn. Þau stóðu í glugganum þegar þau loksins vöknuðu og fannst þetta voðalega spennandi þar til þau uppgötvuðu að jólagjafirnar brunnu,“ segir Jón Páll. Slökkvilið segir ljóst að reykskynjari hafi bjargað fjölskyldunni og heimilinu í nótt en allt sem í bílskúrnum var sé ónýtt og að tjón sé verulega mikið ekki síst tilfinnanlega. Þetta taka Jón og Elín undir. „Ég held að við hefðum ekkert vaknað,“ segir Elín. „Ég er búinn að íhuga lengi að vera með samtengda reykskynjara og ég tel að það sé engin spurning með reykskynjara og jafnvel jóníska, sem finna lyktina. Það voru í rauninni engar agnir sem komu, þessi reykskynjari fann lyktina, segir Jón Páll. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við rannsókn á vettvangi í dag en líklegt þykir að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira