Vill bara skynsamlegar viðræður við Katalóna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, vill ekki funda með Puigdemont í Belgíu. Nordicphotos/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, neitaði bón Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, um að viðræður um sjálfstæði Katalóníu færu fram í Belgíu. Þar er Puigdemont í sjálfskipaðri útlegð eftir að hann var ákærður fyrir uppreisn vegna aðkomu sinnar að kosningum um sjálfstæði héraðsins og sjálfstæðisyfirlýsingunni sem fylgdi í kjölfarið. Sagði Rajoy að hann væri tilbúinn til þess að ræða við þá flokka sem mynda héraðsstjórn. Allar viðræður þurfi þó að vera skynsamlegar og innan ramma laganna. „Þetta býð ég Katalónum vegna þess að mér er annt um þá,“ sagði forsætisráðherrann.Carles Puigdemont, leiðtogi JxCat.NordicphotoS/AFPBoðað var til kosninganna eftir að Rajoy rak héraðsstjórnina og leysti upp þingið. Var Puigdemont harðorður í garð forsætisráðherrans fyrir kosningarnar. „Sjálfstæði er vilji katalónsku þjóðarinnar,“ sagði Puigdemont í gær. Aðskilnaðarsinnar unnu kosningasigur í héraðsþingkosningum fimmtudagsins. Fengu þeir sjötíu þingsæti og hafa því þriggja þingmanna meirihluta. Blokkin samanstendur af JxCat, flokki Puigdemont, auk Vinstri-Lýðveldisflokksins (ERC) og smáflokksins CUP. Stærsti flokkurinn á héraðsþinginu verður þó hinn sambandssinnaði Borgaraflokkur. Sá fékk 37 þingmenn og er langstærstur sambandssinnaflokka. Samanlagður er þingstyrkur sambandsblokkarinnar 57 þingmenn en Comu-Podem, sem hefur ekki tekið afstöðu til sjálfstæðismálsins, hefur átta. Að sögn Rajoy var Ines Arrimadas, leiðtogi Borgaraflokksins, sigurvegari kosninganna. Flokkur Rajoy, Þjóðarflokkurinn (PP), fékk sína verstu kosningu í sögunni í héraðinu og uppskar þrjú þingsæti. Hefð er fyrir því í Katalóníu að leiðtogi stærsta flokksins geri fyrstu atlögu að héraðsstjórnarmyndun. Sagði Arrimadas þegar úrslit lágu fyrir að erfitt yrði að mynda meirihluta. Það myndi hún samt reyna. Þrátt fyrir að hafa fengið þingmeirihluta fengu aðskilnaðarsinnar ekki meirihluta atkvæða í kosningunum. Katalónska blaðið El Periódico sagði í gær frá því að niðurstöðurnar sýndu fram á að katalónska þjóðin væri klofin. „Kosningarnar sem Mariano Rajoy boðaði til hafa sýnt að Katalónía er klofin í tvær blokkir.“ Önnur blöð tóku einarðari afstöðu með annarri hvorri blokkinni. Þannig sagði í hinu katalónska El Nacional að spænski forsætisráðherrann hefði verið niðurlægður en í spænska blaðinu La Razón sagði að aðskilnaðarsinnar gætu ekki lengur sagst vera að framfylgja vilja Katalóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, neitaði bón Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, um að viðræður um sjálfstæði Katalóníu færu fram í Belgíu. Þar er Puigdemont í sjálfskipaðri útlegð eftir að hann var ákærður fyrir uppreisn vegna aðkomu sinnar að kosningum um sjálfstæði héraðsins og sjálfstæðisyfirlýsingunni sem fylgdi í kjölfarið. Sagði Rajoy að hann væri tilbúinn til þess að ræða við þá flokka sem mynda héraðsstjórn. Allar viðræður þurfi þó að vera skynsamlegar og innan ramma laganna. „Þetta býð ég Katalónum vegna þess að mér er annt um þá,“ sagði forsætisráðherrann.Carles Puigdemont, leiðtogi JxCat.NordicphotoS/AFPBoðað var til kosninganna eftir að Rajoy rak héraðsstjórnina og leysti upp þingið. Var Puigdemont harðorður í garð forsætisráðherrans fyrir kosningarnar. „Sjálfstæði er vilji katalónsku þjóðarinnar,“ sagði Puigdemont í gær. Aðskilnaðarsinnar unnu kosningasigur í héraðsþingkosningum fimmtudagsins. Fengu þeir sjötíu þingsæti og hafa því þriggja þingmanna meirihluta. Blokkin samanstendur af JxCat, flokki Puigdemont, auk Vinstri-Lýðveldisflokksins (ERC) og smáflokksins CUP. Stærsti flokkurinn á héraðsþinginu verður þó hinn sambandssinnaði Borgaraflokkur. Sá fékk 37 þingmenn og er langstærstur sambandssinnaflokka. Samanlagður er þingstyrkur sambandsblokkarinnar 57 þingmenn en Comu-Podem, sem hefur ekki tekið afstöðu til sjálfstæðismálsins, hefur átta. Að sögn Rajoy var Ines Arrimadas, leiðtogi Borgaraflokksins, sigurvegari kosninganna. Flokkur Rajoy, Þjóðarflokkurinn (PP), fékk sína verstu kosningu í sögunni í héraðinu og uppskar þrjú þingsæti. Hefð er fyrir því í Katalóníu að leiðtogi stærsta flokksins geri fyrstu atlögu að héraðsstjórnarmyndun. Sagði Arrimadas þegar úrslit lágu fyrir að erfitt yrði að mynda meirihluta. Það myndi hún samt reyna. Þrátt fyrir að hafa fengið þingmeirihluta fengu aðskilnaðarsinnar ekki meirihluta atkvæða í kosningunum. Katalónska blaðið El Periódico sagði í gær frá því að niðurstöðurnar sýndu fram á að katalónska þjóðin væri klofin. „Kosningarnar sem Mariano Rajoy boðaði til hafa sýnt að Katalónía er klofin í tvær blokkir.“ Önnur blöð tóku einarðari afstöðu með annarri hvorri blokkinni. Þannig sagði í hinu katalónska El Nacional að spænski forsætisráðherrann hefði verið niðurlægður en í spænska blaðinu La Razón sagði að aðskilnaðarsinnar gætu ekki lengur sagst vera að framfylgja vilja Katalóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Sjá meira