Rússar segja Bandaríkin stuðla að blóðsúthellingum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2017 17:44 Aðskilnaðarsinni stendur vörð í Úkraínu. Vísir/AFP Yfirvöld Rússlands vöruðu í dag við því að vopnasendingar Bandaríkjanna til Úkraínu myndu leiða til nýrra blóðsúthellinga í austurhluta landsins, þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum ráða ríkjum. Nýtt vopnahléssamkomulag tók gildi í nótt en báðar hliðar hafa þegar sakað hina um að brjóta gegn samkomulaginu. Í yfirlýsingu frá aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sakar hann Bandaríkin um að fara yfir strikið og skapa til óaldar í héraðinu. „Í dag eru Bandaríkin greinilega að ýta yfirvöldum Úkraínu í átt að blóðsúthellingum,“ sagði Ryabkov samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Hann bætti við að bandarísk vopn myndu leiða til nýrra fórnarlamba. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ríkið myndi útvega Úkraínumönnum vopn svo þeir gætu byggt upp varnir sínar til lengri tíma. Um er að ræða flugskeyti sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum.Segja að um innri deilur sé að ræða Annar aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Grigory Karasin, sagði að aðgerðir Bandaríkjanna myndu draga úr líkum á samkomulagi á milli stríðandi fylkinga í Úkraínu. Hann ítrekaði þá kröfu Rússlands að yfirvöld í Kænugarði semji við aðskilnaðarsinnana og sagði að „engin önnur leið til að leysa þessar innri deilur Úkraínu“ væru til staðar. Átökin í Úkraínu hófust í apríl 2014, skömmu eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að styðja aðskilnaðarsinnana með vopnum, hermönnum og jafnvel beinni þátttöku í átökum í Úkraínu. Rússar hafa ávalt neitað þessum ásökunum, þrátt fyrir sterkar sannanir gegn þeim. Þeir hafa þó viðurkennt að rússneskir hermenn hafi barist í Úkraínu en segja þá hafa farið til Úkraínu sem sjálfboðaliða og jafnvel hafa verið í fríi frá hernum. Minnst tíu þúsund hafa dáið í átökunum og um 24 þúsund hafa særst. Frá því að átökin hófust hefur rúmlega tíu sinnum verið samið um frið. Vopnahléin hafa aldrei haldið. Yfirvöld í Kænugarði fagna ákvörðun Bandaríkjanna og segja að um varnarvopn sé að ræða. Flugskeytin muni gera þeim auðveldara að halda aftur af „óvinum“ sínum. Bandaríkin hafa stutt Úkraínu frá því að átökin hófust en aldrei veitt þeim vopn áður, svo vitað sé. Úkraína Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
Yfirvöld Rússlands vöruðu í dag við því að vopnasendingar Bandaríkjanna til Úkraínu myndu leiða til nýrra blóðsúthellinga í austurhluta landsins, þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum ráða ríkjum. Nýtt vopnahléssamkomulag tók gildi í nótt en báðar hliðar hafa þegar sakað hina um að brjóta gegn samkomulaginu. Í yfirlýsingu frá aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Sergei Ryabkov, sakar hann Bandaríkin um að fara yfir strikið og skapa til óaldar í héraðinu. „Í dag eru Bandaríkin greinilega að ýta yfirvöldum Úkraínu í átt að blóðsúthellingum,“ sagði Ryabkov samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Hann bætti við að bandarísk vopn myndu leiða til nýrra fórnarlamba. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að ríkið myndi útvega Úkraínumönnum vopn svo þeir gætu byggt upp varnir sínar til lengri tíma. Um er að ræða flugskeyti sem hönnuð eru til að granda skriðdrekum.Segja að um innri deilur sé að ræða Annar aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Grigory Karasin, sagði að aðgerðir Bandaríkjanna myndu draga úr líkum á samkomulagi á milli stríðandi fylkinga í Úkraínu. Hann ítrekaði þá kröfu Rússlands að yfirvöld í Kænugarði semji við aðskilnaðarsinnana og sagði að „engin önnur leið til að leysa þessar innri deilur Úkraínu“ væru til staðar. Átökin í Úkraínu hófust í apríl 2014, skömmu eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að styðja aðskilnaðarsinnana með vopnum, hermönnum og jafnvel beinni þátttöku í átökum í Úkraínu. Rússar hafa ávalt neitað þessum ásökunum, þrátt fyrir sterkar sannanir gegn þeim. Þeir hafa þó viðurkennt að rússneskir hermenn hafi barist í Úkraínu en segja þá hafa farið til Úkraínu sem sjálfboðaliða og jafnvel hafa verið í fríi frá hernum. Minnst tíu þúsund hafa dáið í átökunum og um 24 þúsund hafa særst. Frá því að átökin hófust hefur rúmlega tíu sinnum verið samið um frið. Vopnahléin hafa aldrei haldið. Yfirvöld í Kænugarði fagna ákvörðun Bandaríkjanna og segja að um varnarvopn sé að ræða. Flugskeytin muni gera þeim auðveldara að halda aftur af „óvinum“ sínum. Bandaríkin hafa stutt Úkraínu frá því að átökin hófust en aldrei veitt þeim vopn áður, svo vitað sé.
Úkraína Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira