Jólagjafir fyrirtækjanna: Sous Vide-tæki, þrettándi mánuðurinn og vegleg gjafabréf Birgir Olgeirsson skrifar 25. desember 2017 13:00 Vísir tók saman lista yfir jólagjafir íslenskra fyrirtækja til starfsmanna. Vísir/Getty Fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu margvíslegar jólagjafir í ár, allt frá sokkum, matarkörfum, Sous vide-tækjum og gjafabréfum hjá Icelandair. Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur greiddu þrettánda mánuðinn en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér fyrir neðan: Íslandsbanki gaf sínu starfsfólki 40 þúsund króna Garmin-heilsuúr en starfsfólk Landsbankans fékk heyrnartól sem útilokar umhverfishljóð. Kauphöllin gaf starfsmönnum sínum 25 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Starfsfólk Meniga fékk Marshall-hátalar í gjöf og þá veitti fyrirtækið starfsmönnum sínum frí á milli jóla og nýárs. Borgun gaf starfsfólki sínu 35 þúsund króna gjafabréf í 66° norður.Leikhúsmiðar og hlýjar flíkur Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu teppi úr Geysi og fengu starfsmenn Reykjavíkurborgar miða í Borgarleikhúsið. Starfsmenn Ríkisútvarpsins fengu miða í Þjóðleikhúsið en starfsfólk Sinfóníuhljómsveitar Íslands fékk matarkörfu. Starfsmenn Viðskiptablaðsins fengu hamborgarhrygg, lambalæri og osta, starfsfólk Morgunblaðsins fékk 30 þúsund króna gjafabréf í 66 norður, ólífuolíu og balsamedik. Starfsfólk Fréttablaðsins fékk 45 þúsund króna gjafabréf í Cintamani og vínflösku. Starfsfólk Vodafone fékk að velja á milli 45 þúsund króna gjafabréfs hjá Cintamani, Bose-heyrnartóla og Garmin-heilsuúrs. Sous Vide-tæki og uppskriftabækur Pósturinn gaf starfsfólki sínu matarkörfu en starfsfólk Vátryggingafélags Íslands fékk Sous Vide-tæki, Sous Vide-uppskriftarbók og mat. Starfsfólk Nýherja getur einnig farið að hita í lofttæmi því það fékk líka Sous Vide-græju, uppskriftarbók og mat. Lögfræðistofan BBA Legal gaf starfsfólki sínu gjafabréf hjá Icelandair, vín, súkkulaði og jólabónus. Starfsmenn Íslensku auglýsingastofunnar fengu matarkörfu og vínflösku en starfsfólk Seltjarnarnessbæjar fékk matarkörfu. Starfsmenn skrifstofu Eimskips fékk 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna, 12 þúsund króna gjafabréf í Bónus og konfekt. Vegagerðin gaf starfsfólki sínu kassa með kjöti frá Sláturgerð Suðurlands en í honum var meðal annars hangikjöt, tapas-skinka, grísa-paté og grafið kindafille. Vífilfell gaf starfsfólki sínu matarkörfu og drykki en Landspítalinn gaf starfsfólki sínu átta þúsund króna gjafabréf hjá 66 Norður.13. mánuðurinn og frí milli hátíða EFLA verkfræðistofa gaf starfsfólki sínu ullarnærföt úr Merino-ull og fékk starfsfólkið einnig þrettánda mánuðinn greiddan*. Verkís gaf 75 þúsund króna gjafabréf og greiddi starfsfólki sínu desemberuppbót. Verktakafyrirtækið Ístak gaf starfsmönnum sínum matargjöf og veitti þeim frídaga á milli jóla og nýárs. Hjá Icelandair fékk starfsfólk hamborgarhrygg, lambakjöt, ýmiskonar sælgæti, þar á meðal konfekt, og 6.000 króna gjafabréf hjá Icelandair Hotels. tarfsfólk Isavia fékk meðal annars 30 þúsund króna gjafabréf hjá 66 Norður en starfsfólk Bónuss fékk sokka og mittisveski. Össur gaf starfsfólki sínu 35 þúsund króna gjafabréf í Kringluna en Marel gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna bankagjafakort. Blá lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafabréf og körfu sem innihélt Blue Lagoon vörur. Síldarvinnslan gaf starfsfólki sínu ferð til Póllands, 114 þúsund króna launauppbót og matarkassa upp á 60 til 70 þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn Brim 20 þúsund króna gjafabréf frá 66°norður og húfu frá þeim framleiðanda.150 þúsund króna gjafabréf Starfsmenn WOW Air fengu flugfreyjutösku merkta flugfélaginu og 50% afslátt af flugmiða. Kópavogsbær gaf starfsmönnum sínum Salt cellar skál frá Rosendahl. Útgerðarfyritækið Gjögur gaf starfsfólki fiskvinnslu fyrirtækisins á Grenivík, 150.000 kr gjafabréf og veglega matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, læri, reyktan og grafin lax ásamt fleiru. Arion banki gaf 50.000 kr gjafakort og ostakörfu. Sömuleiðis ostahníf og ostadisk frá Rosendahl. Þá fékk starfsfólk Garðheima gjafabréf í Garðheimum, konfektkassa og léttvínspar, hvítt og rautt.Starfsfólk 10-11 fékk 5000 króna gjafabréf í verslunum Iceland eða 10-11. Starfsmenn í Eymundsson fengu 12 þúsund króna gjafabréf í Eymundsson og hlutastarfsfólk helminginn af þeirri upphæð. Þá fékk starfsfólk Fjölnets Bose heyrnartól sem útiloka umhverfisáhrif og frí á milli jóla og nýárs. Starfsmenn Hagstofu Íslands fengu 15 þúsund krónu gjafabréf og frí milli jóla og nýárs. Starfsfólk í hlutastarfi fékk 5 þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Costco fengu 3500 króna gjafabréf í Costco. Þá fékk starfsfólk HB Granda fjölnota poka merktan fyrirtækinu og 40 þúsund króna gjafabréf frá Arion banka. *Rétt er að taka fram að ekki er litið svo á hjá EFLU að 13. mánuðurinn sé jólagjöf. Starfsmenn fá 13. mánuðinn greiddan í desember ef rekstrarskilyrði eru fyrir hendi.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta. Jól Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu margvíslegar jólagjafir í ár, allt frá sokkum, matarkörfum, Sous vide-tækjum og gjafabréfum hjá Icelandair. Sum fyrirtæki borguðu starfsmönnum sínum jólabónus og önnur greiddu þrettánda mánuðinn en ljóst er að gjafirnar voru afar fjölbreyttar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér fyrir neðan: Íslandsbanki gaf sínu starfsfólki 40 þúsund króna Garmin-heilsuúr en starfsfólk Landsbankans fékk heyrnartól sem útilokar umhverfishljóð. Kauphöllin gaf starfsmönnum sínum 25 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Starfsfólk Meniga fékk Marshall-hátalar í gjöf og þá veitti fyrirtækið starfsmönnum sínum frí á milli jóla og nýárs. Borgun gaf starfsfólki sínu 35 þúsund króna gjafabréf í 66° norður.Leikhúsmiðar og hlýjar flíkur Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu teppi úr Geysi og fengu starfsmenn Reykjavíkurborgar miða í Borgarleikhúsið. Starfsmenn Ríkisútvarpsins fengu miða í Þjóðleikhúsið en starfsfólk Sinfóníuhljómsveitar Íslands fékk matarkörfu. Starfsmenn Viðskiptablaðsins fengu hamborgarhrygg, lambalæri og osta, starfsfólk Morgunblaðsins fékk 30 þúsund króna gjafabréf í 66 norður, ólífuolíu og balsamedik. Starfsfólk Fréttablaðsins fékk 45 þúsund króna gjafabréf í Cintamani og vínflösku. Starfsfólk Vodafone fékk að velja á milli 45 þúsund króna gjafabréfs hjá Cintamani, Bose-heyrnartóla og Garmin-heilsuúrs. Sous Vide-tæki og uppskriftabækur Pósturinn gaf starfsfólki sínu matarkörfu en starfsfólk Vátryggingafélags Íslands fékk Sous Vide-tæki, Sous Vide-uppskriftarbók og mat. Starfsfólk Nýherja getur einnig farið að hita í lofttæmi því það fékk líka Sous Vide-græju, uppskriftarbók og mat. Lögfræðistofan BBA Legal gaf starfsfólki sínu gjafabréf hjá Icelandair, vín, súkkulaði og jólabónus. Starfsmenn Íslensku auglýsingastofunnar fengu matarkörfu og vínflösku en starfsfólk Seltjarnarnessbæjar fékk matarkörfu. Starfsmenn skrifstofu Eimskips fékk 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna, 12 þúsund króna gjafabréf í Bónus og konfekt. Vegagerðin gaf starfsfólki sínu kassa með kjöti frá Sláturgerð Suðurlands en í honum var meðal annars hangikjöt, tapas-skinka, grísa-paté og grafið kindafille. Vífilfell gaf starfsfólki sínu matarkörfu og drykki en Landspítalinn gaf starfsfólki sínu átta þúsund króna gjafabréf hjá 66 Norður.13. mánuðurinn og frí milli hátíða EFLA verkfræðistofa gaf starfsfólki sínu ullarnærföt úr Merino-ull og fékk starfsfólkið einnig þrettánda mánuðinn greiddan*. Verkís gaf 75 þúsund króna gjafabréf og greiddi starfsfólki sínu desemberuppbót. Verktakafyrirtækið Ístak gaf starfsmönnum sínum matargjöf og veitti þeim frídaga á milli jóla og nýárs. Hjá Icelandair fékk starfsfólk hamborgarhrygg, lambakjöt, ýmiskonar sælgæti, þar á meðal konfekt, og 6.000 króna gjafabréf hjá Icelandair Hotels. tarfsfólk Isavia fékk meðal annars 30 þúsund króna gjafabréf hjá 66 Norður en starfsfólk Bónuss fékk sokka og mittisveski. Össur gaf starfsfólki sínu 35 þúsund króna gjafabréf í Kringluna en Marel gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna bankagjafakort. Blá lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafabréf og körfu sem innihélt Blue Lagoon vörur. Síldarvinnslan gaf starfsfólki sínu ferð til Póllands, 114 þúsund króna launauppbót og matarkassa upp á 60 til 70 þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn Brim 20 þúsund króna gjafabréf frá 66°norður og húfu frá þeim framleiðanda.150 þúsund króna gjafabréf Starfsmenn WOW Air fengu flugfreyjutösku merkta flugfélaginu og 50% afslátt af flugmiða. Kópavogsbær gaf starfsmönnum sínum Salt cellar skál frá Rosendahl. Útgerðarfyritækið Gjögur gaf starfsfólki fiskvinnslu fyrirtækisins á Grenivík, 150.000 kr gjafabréf og veglega matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, læri, reyktan og grafin lax ásamt fleiru. Arion banki gaf 50.000 kr gjafakort og ostakörfu. Sömuleiðis ostahníf og ostadisk frá Rosendahl. Þá fékk starfsfólk Garðheima gjafabréf í Garðheimum, konfektkassa og léttvínspar, hvítt og rautt.Starfsfólk 10-11 fékk 5000 króna gjafabréf í verslunum Iceland eða 10-11. Starfsmenn í Eymundsson fengu 12 þúsund króna gjafabréf í Eymundsson og hlutastarfsfólk helminginn af þeirri upphæð. Þá fékk starfsfólk Fjölnets Bose heyrnartól sem útiloka umhverfisáhrif og frí á milli jóla og nýárs. Starfsmenn Hagstofu Íslands fengu 15 þúsund krónu gjafabréf og frí milli jóla og nýárs. Starfsfólk í hlutastarfi fékk 5 þúsund króna gjafabréf. Starfsmenn Costco fengu 3500 króna gjafabréf í Costco. Þá fékk starfsfólk HB Granda fjölnota poka merktan fyrirtækinu og 40 þúsund króna gjafabréf frá Arion banka. *Rétt er að taka fram að ekki er litið svo á hjá EFLU að 13. mánuðurinn sé jólagjöf. Starfsmenn fá 13. mánuðinn greiddan í desember ef rekstrarskilyrði eru fyrir hendi.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta.
Jól Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira