Hörkuleikur þar sem Dallas marði tíu stiga sigur. Þetta var aðeins tíundi sigur Dallas í vetur sem er búið að tapa 25 leikjum. Þetta var níunda tap Toronto.
Miami vann Flórída-slaginn gegn Orlando. Það má liðið þakka frábærum síðari hálfleik sem liðið vann með 24 stigum.
Chicago vann svo í hörkuslag gegn Milwaukee þar sem Mirotic kom með 24 stig af bekknum hjá Chicago.
Úrslit:
Detroit-Indiana 107-83
Dallas-Toronto 98-93
Miami-Orlando 107-89
Milwaukee-Chicago 106-115
San Antonio-Brooklyn 109-97
Denver-Utah 107-83
Phoenix-Memphis 99-97
LA Clippers-Sacramento 122-95