Grigory Rodchenkov varð heimsfrægur er hann ákvað að greina frá skipulögðu lyfjamisferli Rússa sem hann tók sjálfur mikinn þátt í enda stýrði hann lyfjaeftirlitsstofnun Rússa.
Rodchenkov hefur þurft að vera í felum allar götur síðan en hann flúði til Bandaríkjanna fyrir tveim árum síðan.
Nú greinir lögfræðingur hans, Jim Walden, frá því að Rússar séu að berjast fyrir því að hann verði framseldur aftur heim. Þeir hafi farið leynt með þá baráttu sína.
„Ef hann verður sendur til Rússlands þá verður hann pyntaður og að lokum drepinn,“ segir Walden sem er ekki ánægur með að Alþjóða ólympíunefndin skuli ekki hjálpa skjólstæðingi sínum.
„Þeir hafa ekki svo mikið sem reynt að lyfta litla fingri til þess að hjálpa honum.“
Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn

