Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, segir að þær íþróttastjörnur sem láti ekki gott af sér leiða séu hálfvitar.
„Við erum drulluríkir og þurfum ekki alla þessa peninga. Það er til fullt af fólki sem þarf meira á peningum að halda. Ef þú ert í svona stöðu og gefur ekki af þér til samfélagsins þá ertu hálfviti,“ sagði Popovich en hann er mjög virkur í samfélagsstarfi og leggur til fé víða þar sem þörf er á þeim.
Það fer ekki alltaf hátt þegar Popovich er að gefa af sér en hann tekur sífellt þátt í fleiri verkefnum og hvetur aðra til þess að gera slíkt hið sama.
Þessa dagana er hann að vinna við að safna fé til fórnarlamba fellibyljanna í karabíska hafinu.
Popovich: Við erum drulluríkir og þurfum ekki alla þessa peninga
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

