Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. desember 2017 09:30 Medis er staðsett í Dalshrauni en Actavis við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Vísir/Eyþór Starfsfólk lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis á Íslandi fékk engar jólagjafir eða bónusa á þessu ári. Að sama skapi var jólahlaðborð á vegum fyrirtækjanna blásið af með um það bil tveggja vikna fyrirvara, starfsfólki til töluverðrar óánægju. Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja, en það staðfestir fulltrúi samskiptasviðs Actavis og Medis í samtali við Vísi. Ónefndur starfsmaður Actavis segir að ákvörðunin um að slá af jólahlaðborðið og gjafir með svo stuttum fyrirvara hafi farið illa ofan í starfsfólk. Undanfarin ár hafi jólahlaðborð verið haldin og gjafirnar verið veglegar. Starfsmenn hafa fengið hundrað þúsund krónur í desember í áratug eða svo. Starfsmaðurinn segir sömuleiðis að töluverð óvissa hafi ríkt undanfarið vegna fregna af skuldavanda Teva. Þessi ákvörðun bæti því ekki úr skák.Sögðu upp 14 þúsund manns nýlegaGreint var frá því fyrir tveimur vikum að Teva hefði í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna, eða um 14 þúsund manns. Skuldabyrði félagsins hefur þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis og þar með Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Samskiptafulltrúi Actavis segir í samtali við Vísi að ekki sé ljóst hvort uppsagnir starfsfólks hér á landi séu í kortunum. Engin fyrirmæli hafi komið frá Teva þess efnis. Þess má geta að Actavis lagði fyrr á þessu ári niður starfsemi lyfjaframleiðslu hér á landi. Gera má ráð fyrir að við þær breytingar hafi um 300 störf flust úr landinu. Til þess að grynnka á skuldum sínum hefur Teva sett Medis í söluferli og segir fulltrúi samskiptasviðs að það ferli sé enn í gangi. Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16 Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33 Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Starfsfólk lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis á Íslandi fékk engar jólagjafir eða bónusa á þessu ári. Að sama skapi var jólahlaðborð á vegum fyrirtækjanna blásið af með um það bil tveggja vikna fyrirvara, starfsfólki til töluverðrar óánægju. Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja, en það staðfestir fulltrúi samskiptasviðs Actavis og Medis í samtali við Vísi. Ónefndur starfsmaður Actavis segir að ákvörðunin um að slá af jólahlaðborðið og gjafir með svo stuttum fyrirvara hafi farið illa ofan í starfsfólk. Undanfarin ár hafi jólahlaðborð verið haldin og gjafirnar verið veglegar. Starfsmenn hafa fengið hundrað þúsund krónur í desember í áratug eða svo. Starfsmaðurinn segir sömuleiðis að töluverð óvissa hafi ríkt undanfarið vegna fregna af skuldavanda Teva. Þessi ákvörðun bæti því ekki úr skák.Sögðu upp 14 þúsund manns nýlegaGreint var frá því fyrir tveimur vikum að Teva hefði í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna, eða um 14 þúsund manns. Skuldabyrði félagsins hefur þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis og þar með Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Samskiptafulltrúi Actavis segir í samtali við Vísi að ekki sé ljóst hvort uppsagnir starfsfólks hér á landi séu í kortunum. Engin fyrirmæli hafi komið frá Teva þess efnis. Þess má geta að Actavis lagði fyrr á þessu ári niður starfsemi lyfjaframleiðslu hér á landi. Gera má ráð fyrir að við þær breytingar hafi um 300 störf flust úr landinu. Til þess að grynnka á skuldum sínum hefur Teva sett Medis í söluferli og segir fulltrúi samskiptasviðs að það ferli sé enn í gangi.
Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16 Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33 Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16
Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00