Sjö milljónir króna til „ýmissa verkefna“ Ólafs Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 10:50 Ólafur Ragnar, eiginkona hans Dorrit Moussaieff, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur. Vísir/Pjetur Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu að sjö milljóna tímabundnu framlagi til utanríkisþjónustunnar í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Peningarnir eru ætlaðir Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, til ýmissa verkefna sem séu enn á hans borði eftir að hann lét af embætti árið 2016. Áætlað er að viðbótarkostnaður utanríkisráðuneytis vegna þessa nemi allt að 7 millj. kr. á ári, um 5,5 millj. kr. vegna launakostnaðar og um 1,5 millj. kr. vegna ferðakostnaðar að því er segir í álitinu. Vísar nefndin til þess að í nágrannalöndunum sé viðtekin venja að fyrrverandi þjóðarleiðtogum bjóðist slík þjónusta. Þá hafi fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verið tryggð aðstoð og þjónusta af þessu tagi. Lífið eftir Bessastaði Ólafur Ragnar hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í september upplifa meira frelsi en hann hefði gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann hefur farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku á undnaförnu ári. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“ Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar gerir tillögu að sjö milljóna tímabundnu framlagi til utanríkisþjónustunnar í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga. Peningarnir eru ætlaðir Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta Íslands, til ýmissa verkefna sem séu enn á hans borði eftir að hann lét af embætti árið 2016. Áætlað er að viðbótarkostnaður utanríkisráðuneytis vegna þessa nemi allt að 7 millj. kr. á ári, um 5,5 millj. kr. vegna launakostnaðar og um 1,5 millj. kr. vegna ferðakostnaðar að því er segir í álitinu. Vísar nefndin til þess að í nágrannalöndunum sé viðtekin venja að fyrrverandi þjóðarleiðtogum bjóðist slík þjónusta. Þá hafi fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, verið tryggð aðstoð og þjónusta af þessu tagi. Lífið eftir Bessastaði Ólafur Ragnar hefur verið á faraldsfæti undanfarna mánuði og sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í september upplifa meira frelsi en hann hefði gert um áratuga skeið. „Þetta hefur að mörgu leyti verið mjög skemmtilegur og gefandi tími, þó að ferðalögin hafi kannski verið nokkuð mikil. Það var tekið saman í fjölskyldunni fyrir skömmu að á þessu rúma ári síðan ég hætti sem forseti væri ég búinn að halda fyrirlestra og ræður á ráðstefnum og þingum í 15 borgum í fimm heimsálfum,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann hefur farið til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Rússlands, Kína, Kasakstan, Miðausturlanda, Afríku og Suður-Ameríku á undnaförnu ári. „Tíminn hefur því að mörgu leyti verið annasamari en hann var á tíðum meðan ég var á Bessastöðum. Þá tóku daglegar annir og föst verkefni forsetaembættisins ansi mikinn tíma. Það var oft erfitt að sinna meginmálum og höfuðáherslum sem ég hafði haft mikinn áhuga á og skipta Ísland miklu máli. En eftir að ég lét af embætti þá hef ég frelsi til að velja og hafna. Það eru ánægjuleg viðbrigði. Það er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef haft það vegna þess að meðan ég var þingmaður og ráðherra þá voru skyldurnar, kvöðin að vera á vettvangi dagsdaglega svo mikil að ég hafði ekki slíkt frelsi.“
Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira