Snæfell fer í undanúrslit eftir hörkuspennu í Stykkishólmi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 20:52 Berglind Gunnarsdóttir tryggði sínum konum sigurinn Vísir/Eyþór Berglind Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sæti í undanúrslitum Maltbikars kvenna á lokasekúndum viðureignar liðsins við Val í Stykkishólmi í kvöld. Jafnt var með liðunum 73-73 þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, tók leikhlé. Það fór þó ekki betur en svo að Snæfellskonur náðu boltanum, Berglind átti skot sem geigaði, hún fór sjálf í sóknarfrákastið og skoraði úr sniðskoti á síðustu sekúndubrotum leiksins. Leikurinn var í járnum allan tímann, en jafnt var eftir fyrsta leikhlutann. Valskonur komust tveimur stigum yfir fyrir leikhlé, en Snæfellskonur náðu forystunni aftur fyrir síðasta leikhlutann. Bæði lið skoruðu jafn mörg stig í síðasta fjórðungnum og Snæfell fór því með tvegga stiga sigur, 75-73. Skallagrímur valtaði yfir 1. deildar lið ÍR í Borgarnesi. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu, en staðan var 24-7 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir úr Breiðholti náðu að standa ágætlega í Skallagrímskonum í öðrum leikhluta, en úrslitin voru í raun ráðin eftir fyrsta fjórðunginn því ÍR-ingar náðu aldrei að saxa neitt á forystuna. Svo fór að lokum að Skallagrímur fór með 45 stiga sigur, 92-47. Njarðvíkingar sigruðu lið Breiðabliks suður með sjó. Njarðvík hefur ekki enn náð að vinna leik í Domino's deildinni, en er nú komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Breiðablik byrjaði leikinn betur og fór með 18-13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Þá skelltu heimakonur í lás í vörninni og unnu annan leikhluta með 15 stigum. Blikar klóruðu í bakkann í þriðja leikhluta en heimakonur náðu að halda út leikinn og fóru með þriggja stiga sigur, 77-74. Fyrr í dag hafði Keflavík unnið KR sannfærandi. Það verða því Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Skallagrímur sem verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita.Snæfell-Valur 75-73 (21-21, 18-20, 20-16, 16-16)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 26/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Valur: Hallveig Jónsdóttir 26/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 16/8 fráköst, Alexandra Petersen 16/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 1.Njarðvík-Breiðablik 77-74 (13-18, 29-14, 17-26, 18-16) Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/26 fráköst/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 10/15 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 8, Erna Freydís Traustadóttir 7, Hrund Skúladóttir 6, Hulda Bergsteinsdóttir 2.Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 21/9 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/14 fráköst/5 varin skot, Ivory Crawford 14/19 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 stoðsendingar.Skallagrímur-ÍR 92-47 (24-7, 21-20, 26-13, 21-7)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8/6 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Lidia Mirchandani Villar 4/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1/4 fráköst.ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 10/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Hanna Þráinsdóttir 5, Bryndís Gunnlaugsdóttir 4, Hlín Sveinsdóttir 4, Sigríður Antonsdóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 1, Snædís Birna Árnadóttir 1/4 fráköst, Rannveig Bára Bjarnadóttir 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Berglind Gunnarsdóttir tryggði Snæfelli sæti í undanúrslitum Maltbikars kvenna á lokasekúndum viðureignar liðsins við Val í Stykkishólmi í kvöld. Jafnt var með liðunum 73-73 þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, tók leikhlé. Það fór þó ekki betur en svo að Snæfellskonur náðu boltanum, Berglind átti skot sem geigaði, hún fór sjálf í sóknarfrákastið og skoraði úr sniðskoti á síðustu sekúndubrotum leiksins. Leikurinn var í járnum allan tímann, en jafnt var eftir fyrsta leikhlutann. Valskonur komust tveimur stigum yfir fyrir leikhlé, en Snæfellskonur náðu forystunni aftur fyrir síðasta leikhlutann. Bæði lið skoruðu jafn mörg stig í síðasta fjórðungnum og Snæfell fór því með tvegga stiga sigur, 75-73. Skallagrímur valtaði yfir 1. deildar lið ÍR í Borgarnesi. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu, en staðan var 24-7 eftir fyrsta leikhlutann. Gestirnir úr Breiðholti náðu að standa ágætlega í Skallagrímskonum í öðrum leikhluta, en úrslitin voru í raun ráðin eftir fyrsta fjórðunginn því ÍR-ingar náðu aldrei að saxa neitt á forystuna. Svo fór að lokum að Skallagrímur fór með 45 stiga sigur, 92-47. Njarðvíkingar sigruðu lið Breiðabliks suður með sjó. Njarðvík hefur ekki enn náð að vinna leik í Domino's deildinni, en er nú komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Breiðablik byrjaði leikinn betur og fór með 18-13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Þá skelltu heimakonur í lás í vörninni og unnu annan leikhluta með 15 stigum. Blikar klóruðu í bakkann í þriðja leikhluta en heimakonur náðu að halda út leikinn og fóru með þriggja stiga sigur, 77-74. Fyrr í dag hafði Keflavík unnið KR sannfærandi. Það verða því Keflavík, Njarðvík, Snæfell og Skallagrímur sem verða í pottinum þegar dregið verður til undanúrslita.Snæfell-Valur 75-73 (21-21, 18-20, 20-16, 16-16)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 26/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/7 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 7/4 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 6, Anna Soffía Lárusdóttir 2.Valur: Hallveig Jónsdóttir 26/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 16/8 fráköst, Alexandra Petersen 16/8 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/13 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 4/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 1.Njarðvík-Breiðablik 77-74 (13-18, 29-14, 17-26, 18-16) Njarðvík: Shalonda R. Winton 36/26 fráköst/8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 10/15 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8/7 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 8, Erna Freydís Traustadóttir 7, Hrund Skúladóttir 6, Hulda Bergsteinsdóttir 2.Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 21/9 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/14 fráköst/5 varin skot, Ivory Crawford 14/19 fráköst/5 stoðsendingar, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 stoðsendingar.Skallagrímur-ÍR 92-47 (24-7, 21-20, 26-13, 21-7)Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12/9 fráköst/7 stoðsendingar, Fanney Lind G. Thomas 10, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 10/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 8/6 fráköst, Karen Munda Jónsdóttir 7, Bríet Lilja Sigurðardóttir 6/8 fráköst, Lidia Mirchandani Villar 4/6 fráköst, Arna Hrönn Ámundaóttir 1/4 fráköst.ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 10/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6, Hanna Þráinsdóttir 5, Bryndís Gunnlaugsdóttir 4, Hlín Sveinsdóttir 4, Sigríður Antonsdóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 1, Snædís Birna Árnadóttir 1/4 fráköst, Rannveig Bára Bjarnadóttir 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira