Hún var fyrsti innfæddi Ástralinn til að ná lagi í fyrsta sæti á vinsældarlista þar í landi en hún komst í sviðsljósið þegar hún hafnaði í öðru sæti í raunveruleikaþættinum Australian Idol árið 2006.
Hún hefur selt 3,4 milljónir platna um heim allan, en lögum hennar hefur verið streymt um 158 milljón sinnum á streymisveitum.
Ástralía hefur verið þátttakandi í Eurovision frá árinu 2015. Keppnin hefur verið sýnd þar í landi í 30 ár og nýtur mikilla vinsælda. Horfa að jafnaði þrjár milljónir Ástrala á keppnina.
Þeir höfnuðu í fimmta sæti árið 2015, öðru sæti árið 2016 og í níunda sæti í fyrra.