Skoða greiðsluþátttöku vegna ferðalaga til læknis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. desember 2017 20:30 Greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferðalaga fólks sem þarf að sækja læknisþjónustu utan heimabyggðar verður endurskoðuð, að sögn heilbrigðisráðherra. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi á dögunum við konu úr Vestmannaeyjum sem gengin var 40 vikur og þurfti að eyða síðustu vikum meðgöngunnar aðskilin fjölskyldunni þar sem hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Eyjum og getur fæðingin þar því verið áhættusöm. Rúmlega 75% allra mæðra fæða börn sín í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar fæðingar á Akureyri. Eftir að skurðstofunni í Eyjum var lokað um mitt ár 2013 hefur fæðingum þar fækkað snarlega. Þá voru þær 25, árið 2014 voru þær níu en síðan þá hafa einungis fæðst þrjú börn á ári á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Heilbrigðisráðherra segir þetta bæði vera byggða- og heilbrigðismál. Hún segir ekki til sérstakrar skoðunar að fjölga fullbúnum fæðingardeildum en til skoðunar er að ríkið taki þátt í kostnaðinum sem af hlýst þegar fólk þarf að dvelja langdvölum utan heimabyggðar vegna barneigna. „Þetta er auðvitað allt saman undir en það sem ég er fyrst og fremst að horfa til núna er greiðsluþátttakan. Það er hversu mikið fólk þarf að greiða úr eigin vasa til þess að geta notið jafnrar aðkomu og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga og er þetta eitt af mörgu sem er til skoðunar. „Við höfum verið að skoða sálfræðiþjónustuna, við höfum verið að skoða tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja og við erum líka að skoða þessi mál sem lúta að ferðakostnaði, uppihaldi og öðru slíku sem er undir eins og í þessu dæmi sem hér er rætt. Þannig allt er þetta til skoðunar og allt er það með þaða að leiðarljósi númer eitt, tvö og þrjú að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu," segir Svandís. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferðalaga fólks sem þarf að sækja læknisþjónustu utan heimabyggðar verður endurskoðuð, að sögn heilbrigðisráðherra. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi á dögunum við konu úr Vestmannaeyjum sem gengin var 40 vikur og þurfti að eyða síðustu vikum meðgöngunnar aðskilin fjölskyldunni þar sem hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Eyjum og getur fæðingin þar því verið áhættusöm. Rúmlega 75% allra mæðra fæða börn sín í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar fæðingar á Akureyri. Eftir að skurðstofunni í Eyjum var lokað um mitt ár 2013 hefur fæðingum þar fækkað snarlega. Þá voru þær 25, árið 2014 voru þær níu en síðan þá hafa einungis fæðst þrjú börn á ári á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Heilbrigðisráðherra segir þetta bæði vera byggða- og heilbrigðismál. Hún segir ekki til sérstakrar skoðunar að fjölga fullbúnum fæðingardeildum en til skoðunar er að ríkið taki þátt í kostnaðinum sem af hlýst þegar fólk þarf að dvelja langdvölum utan heimabyggðar vegna barneigna. „Þetta er auðvitað allt saman undir en það sem ég er fyrst og fremst að horfa til núna er greiðsluþátttakan. Það er hversu mikið fólk þarf að greiða úr eigin vasa til þess að geta notið jafnrar aðkomu og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga og er þetta eitt af mörgu sem er til skoðunar. „Við höfum verið að skoða sálfræðiþjónustuna, við höfum verið að skoða tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja og við erum líka að skoða þessi mál sem lúta að ferðakostnaði, uppihaldi og öðru slíku sem er undir eins og í þessu dæmi sem hér er rætt. Þannig allt er þetta til skoðunar og allt er það með þaða að leiðarljósi númer eitt, tvö og þrjú að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu," segir Svandís.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira