Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2017 21:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill senda geimfara aftur til tunglsins og því næst til Mars. Þetta tilkynnti Trump við athöfn í Hvíta húsinu í dag þar sem hann fól Robert M. Lightfoot, starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, að leiða verkefnið. Nýrri tilskipun forsetans, sem kallast Space Policy Directive-1, er ætlað að beina NASA aftur að þeirri grunnstefnu að kanna geiminn, samkvæmt Trump, og staðfesta forystu Bandaríkjanna í geimnum. Enginn hefur lent á tunglinu frá árinu 1972. „Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar. Við munum byggja grunn að ferð til Mars og mögulega einhvern tímann til margra annarra heima,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt NPR er það þó erfiðara en að segja það fyrir Bandaríkin að senda menn til tunglsins. NASA á ekki lengur geimfar sem getur borið menn síðan notkun geimskutlnanna var hætt árið 2011. Geimfarar sem ferðast til geimstöðvarinnar eru sendir þangað í rússneskum geimförum.Búist er við því að einkafyrirtækið eins og SpaceX og Boeing muni jafnvel senda menn til geimstöðvarinnar á næsta ári. NASA hefur þó unnið að smíði nýrrar geimflaugar í um tíu ár. Til stendur að framkvæma tilraunaskot árið 2019 og senda ómannað far á braut um tunglið og til baka. Nokkrir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að snúa aftur til tunglsins og jafnvel byggja þar bækistöð. Nægir fjármunir hafa þó ekki fengist til verksins hingað til. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort Hvíta húsið og NASA muni leita til þingsins til að fjármagna verkefnið.A journey of a thousand miles begins with a single step. Today, the first step was made to return humans to the Moon and ultimately to Mars. Details: https://t.co/RdxiMkPfaK pic.twitter.com/7AmlzjIbte— NASA (@NASA) December 11, 2017 Tune in as President Trump signs Space Policy Directive – 1: https://t.co/huc4PDVyoC— The White House (@WhiteHouse) December 11, 2017 Donald Trump SpaceX Vísindi Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill senda geimfara aftur til tunglsins og því næst til Mars. Þetta tilkynnti Trump við athöfn í Hvíta húsinu í dag þar sem hann fól Robert M. Lightfoot, starfandi yfirmanni Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, að leiða verkefnið. Nýrri tilskipun forsetans, sem kallast Space Policy Directive-1, er ætlað að beina NASA aftur að þeirri grunnstefnu að kanna geiminn, samkvæmt Trump, og staðfesta forystu Bandaríkjanna í geimnum. Enginn hefur lent á tunglinu frá árinu 1972. „Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar. Við munum byggja grunn að ferð til Mars og mögulega einhvern tímann til margra annarra heima,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt NPR er það þó erfiðara en að segja það fyrir Bandaríkin að senda menn til tunglsins. NASA á ekki lengur geimfar sem getur borið menn síðan notkun geimskutlnanna var hætt árið 2011. Geimfarar sem ferðast til geimstöðvarinnar eru sendir þangað í rússneskum geimförum.Búist er við því að einkafyrirtækið eins og SpaceX og Boeing muni jafnvel senda menn til geimstöðvarinnar á næsta ári. NASA hefur þó unnið að smíði nýrrar geimflaugar í um tíu ár. Til stendur að framkvæma tilraunaskot árið 2019 og senda ómannað far á braut um tunglið og til baka. Nokkrir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að snúa aftur til tunglsins og jafnvel byggja þar bækistöð. Nægir fjármunir hafa þó ekki fengist til verksins hingað til. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort Hvíta húsið og NASA muni leita til þingsins til að fjármagna verkefnið.A journey of a thousand miles begins with a single step. Today, the first step was made to return humans to the Moon and ultimately to Mars. Details: https://t.co/RdxiMkPfaK pic.twitter.com/7AmlzjIbte— NASA (@NASA) December 11, 2017 Tune in as President Trump signs Space Policy Directive – 1: https://t.co/huc4PDVyoC— The White House (@WhiteHouse) December 11, 2017
Donald Trump SpaceX Vísindi Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira